Trúi varla að meirihlutinn sé í góðum málum í þessu ferli Kristján Már Unnarsson skrifar 9. nóvember 2015 19:45 Formaður Hjartans í Vatnsmýri segir borgarstjórnarmeirihlutann í Reykjavík kominn langt fram úr sjálfum sér með því að leyfa framkvæmdir við flugbrautarenda, meðan ákvörðun þar til bærs stjórnvalds um að loka brautinni liggi ekki fyrir. Minnsta flugbrautin er orðin víglínan í hatrömmum deilum ríkis og borgar um framtíð Reykjavíkurflugvallar. Valsmenn fengu leyfi borgar til að hefja framkvæmdir við nýja íbúðabyggð en fengu svo synjun í síðustu viku frá ríkisvaldinu um að byggingarkranar fengju að rísa. Njáll Trausti Friðbertsson, annar formanna Hjartans í Vatnsmýri, segir í viðtali við Svein Arnarsson fréttamann á Akureyri, að það ætti ekki að koma neinum á óvart að ekkert megi fara inn í hindrunarflöt flugvallar, hvorki krani né byggingar. Vafi virðist leika á hvaða samninga borgin hafi í höndunum til að knýja á um lokun brautarinnar. Bréf sem innanríkisráðuneytið ritaði fyrir hönd Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, þáverandi innanríkisráðherra, til Isavia þann 30. desember 2013, gæti reynst lykilgagn, komi til málaferla, en þar var Isavia falið að hefja undirbúning að lokun brautarinnar. Jafnframt mælti ráðherra fyrir um formlega öryggisúttekt, en sagði svo: „Rétt er að ítreka að flugbrautinni skal þó ekki lokað eða aðrar ákvarðanir teknar sem leiða til þess að flugbraut 06/24 verði tekin úr notkun á meðan verkefnastjórn, sem nú starfar undir forystu Rögnu Árnadóttur skv. samkomulagi ríkisins, Reykjavíkurborgar og Icelandair Group, er enn að störfum og ákvörðun á grundvelli tillagna hennar liggur ekki fyrir,“ sagði ráðuneytið. Ákvörðun um lokun brautarinnar var þarna skilyrt; hún skyldi tekin á grundvelli tillagna Rögnunefndar og er í höndum núverandi innanríkisráðherra, Ólafar Nordal. „Það hefur ekkert íslenskt stjórnvald tekið um það ákvörðun, sem er þess bært að taka þá ákvörðun, sem þarf að taka ef það á að loka flugbrautinni,“ segir Njáll Trausti. Hann segir þetta mjög skýrt og undrast hvert stjórnsýsla Reykjavíkurborgar sé komin að leyfa framkvæmdir. „Þannig að ég held að menn séu bara komnir svolítið langt fram úr sjálfum sér og eru að lenda í gríðarlega erfiðum málum. Ég held að þetta hljóti að minnsta kosti að vera mikið umhugsunarefni fyrir meirihlutann í Reykjavík, sem er að stýra öllu þessu ferli, - þessir fjórir flokkar, - hvert menn eru komnir í öllu þessu máli, - um skaðabætur og annað. Ég ætla ekki að vera dómstóll þess máls en ég trúi varla að menn séu í góðum málum í þessu ferli,“ segir Njáll Trausti Friðbertsson. Tengdar fréttir Örlög flugbrautarinnar bíða niðurstöðu Rögnunefndar Isavia fékk fyrirmæli frá fyrrverandi innanríkisráðherra, Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, fyrir rúmu ári um að hefja undirbúning þess að leggja af minnstu flugbraut Reykjavíkurflugvallar. 26. janúar 2015 19:00 Kostnaðarsamar tafir á Hlíðarendareitnum Frestun framkvæmda á Hlíðarendasvæðinu vegna niðurstöðu Samgöngustofu um að leyfa ekki verktökum að koma byggingakrönum fyrir á svæðinu kostar byggingaaðila mörg hundruð þúsund króna á dag. 7. nóvember 2015 20:36 Ekki var samið um lokun þriðju flugbrautarinnar Forsætisráðherra leggst alfarið gegn því að þriðju flugbraut Reykjavíkurflugvallar verði lokað. 18. nóvember 2013 19:27 Brautin fer burt, segir Hanna Birna, - hún fer ekki neitt, segir Sigmundur Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra segir að lokun minnstu flugbrautar Reykjavíkurflugvallar verði auglýst fyrir áramót og að henni verði hugsanlega lokað um mitt næsta ár eða í lok næsta árs. 20. nóvember 2013 12:11 Samgöngustofa hafnar því að reistir verði byggingarkranar á Hlíðarenda Forstjóri ÞG verktaka segir ekki koma að sök í einhverja mánuði að ekki fáist leyfi til að reisa byggingarkrana á Hlíðarenda, en það komi að því. 6. nóvember 2015 18:45 Áhættumatshópur látinn víkja fyrir verkfræðistofu Valsmanns Áhættumatshópur á vegum Isavia, sem taldi óásættanlegt að loka minnstu flugbraut Reykjavíkurflugvallar, hefur sent ríkisstjórninni alvarlegar athugasemdir við að hópurinn skyldi fyrirvaralaust hafa verið lagður niður fyrir jól. 25. janúar 2015 19:30 Byrjað að grafa við flugbrautarendann Reykjavíkurborg og Valsmenn hf. hófu í dag framkvæmdir við Hlíðarendabyggð. 13. apríl 2015 19:16 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Fleiri fréttir „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Sjá meira
Formaður Hjartans í Vatnsmýri segir borgarstjórnarmeirihlutann í Reykjavík kominn langt fram úr sjálfum sér með því að leyfa framkvæmdir við flugbrautarenda, meðan ákvörðun þar til bærs stjórnvalds um að loka brautinni liggi ekki fyrir. Minnsta flugbrautin er orðin víglínan í hatrömmum deilum ríkis og borgar um framtíð Reykjavíkurflugvallar. Valsmenn fengu leyfi borgar til að hefja framkvæmdir við nýja íbúðabyggð en fengu svo synjun í síðustu viku frá ríkisvaldinu um að byggingarkranar fengju að rísa. Njáll Trausti Friðbertsson, annar formanna Hjartans í Vatnsmýri, segir í viðtali við Svein Arnarsson fréttamann á Akureyri, að það ætti ekki að koma neinum á óvart að ekkert megi fara inn í hindrunarflöt flugvallar, hvorki krani né byggingar. Vafi virðist leika á hvaða samninga borgin hafi í höndunum til að knýja á um lokun brautarinnar. Bréf sem innanríkisráðuneytið ritaði fyrir hönd Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, þáverandi innanríkisráðherra, til Isavia þann 30. desember 2013, gæti reynst lykilgagn, komi til málaferla, en þar var Isavia falið að hefja undirbúning að lokun brautarinnar. Jafnframt mælti ráðherra fyrir um formlega öryggisúttekt, en sagði svo: „Rétt er að ítreka að flugbrautinni skal þó ekki lokað eða aðrar ákvarðanir teknar sem leiða til þess að flugbraut 06/24 verði tekin úr notkun á meðan verkefnastjórn, sem nú starfar undir forystu Rögnu Árnadóttur skv. samkomulagi ríkisins, Reykjavíkurborgar og Icelandair Group, er enn að störfum og ákvörðun á grundvelli tillagna hennar liggur ekki fyrir,“ sagði ráðuneytið. Ákvörðun um lokun brautarinnar var þarna skilyrt; hún skyldi tekin á grundvelli tillagna Rögnunefndar og er í höndum núverandi innanríkisráðherra, Ólafar Nordal. „Það hefur ekkert íslenskt stjórnvald tekið um það ákvörðun, sem er þess bært að taka þá ákvörðun, sem þarf að taka ef það á að loka flugbrautinni,“ segir Njáll Trausti. Hann segir þetta mjög skýrt og undrast hvert stjórnsýsla Reykjavíkurborgar sé komin að leyfa framkvæmdir. „Þannig að ég held að menn séu bara komnir svolítið langt fram úr sjálfum sér og eru að lenda í gríðarlega erfiðum málum. Ég held að þetta hljóti að minnsta kosti að vera mikið umhugsunarefni fyrir meirihlutann í Reykjavík, sem er að stýra öllu þessu ferli, - þessir fjórir flokkar, - hvert menn eru komnir í öllu þessu máli, - um skaðabætur og annað. Ég ætla ekki að vera dómstóll þess máls en ég trúi varla að menn séu í góðum málum í þessu ferli,“ segir Njáll Trausti Friðbertsson.
Tengdar fréttir Örlög flugbrautarinnar bíða niðurstöðu Rögnunefndar Isavia fékk fyrirmæli frá fyrrverandi innanríkisráðherra, Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, fyrir rúmu ári um að hefja undirbúning þess að leggja af minnstu flugbraut Reykjavíkurflugvallar. 26. janúar 2015 19:00 Kostnaðarsamar tafir á Hlíðarendareitnum Frestun framkvæmda á Hlíðarendasvæðinu vegna niðurstöðu Samgöngustofu um að leyfa ekki verktökum að koma byggingakrönum fyrir á svæðinu kostar byggingaaðila mörg hundruð þúsund króna á dag. 7. nóvember 2015 20:36 Ekki var samið um lokun þriðju flugbrautarinnar Forsætisráðherra leggst alfarið gegn því að þriðju flugbraut Reykjavíkurflugvallar verði lokað. 18. nóvember 2013 19:27 Brautin fer burt, segir Hanna Birna, - hún fer ekki neitt, segir Sigmundur Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra segir að lokun minnstu flugbrautar Reykjavíkurflugvallar verði auglýst fyrir áramót og að henni verði hugsanlega lokað um mitt næsta ár eða í lok næsta árs. 20. nóvember 2013 12:11 Samgöngustofa hafnar því að reistir verði byggingarkranar á Hlíðarenda Forstjóri ÞG verktaka segir ekki koma að sök í einhverja mánuði að ekki fáist leyfi til að reisa byggingarkrana á Hlíðarenda, en það komi að því. 6. nóvember 2015 18:45 Áhættumatshópur látinn víkja fyrir verkfræðistofu Valsmanns Áhættumatshópur á vegum Isavia, sem taldi óásættanlegt að loka minnstu flugbraut Reykjavíkurflugvallar, hefur sent ríkisstjórninni alvarlegar athugasemdir við að hópurinn skyldi fyrirvaralaust hafa verið lagður niður fyrir jól. 25. janúar 2015 19:30 Byrjað að grafa við flugbrautarendann Reykjavíkurborg og Valsmenn hf. hófu í dag framkvæmdir við Hlíðarendabyggð. 13. apríl 2015 19:16 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Fleiri fréttir „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Sjá meira
Örlög flugbrautarinnar bíða niðurstöðu Rögnunefndar Isavia fékk fyrirmæli frá fyrrverandi innanríkisráðherra, Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, fyrir rúmu ári um að hefja undirbúning þess að leggja af minnstu flugbraut Reykjavíkurflugvallar. 26. janúar 2015 19:00
Kostnaðarsamar tafir á Hlíðarendareitnum Frestun framkvæmda á Hlíðarendasvæðinu vegna niðurstöðu Samgöngustofu um að leyfa ekki verktökum að koma byggingakrönum fyrir á svæðinu kostar byggingaaðila mörg hundruð þúsund króna á dag. 7. nóvember 2015 20:36
Ekki var samið um lokun þriðju flugbrautarinnar Forsætisráðherra leggst alfarið gegn því að þriðju flugbraut Reykjavíkurflugvallar verði lokað. 18. nóvember 2013 19:27
Brautin fer burt, segir Hanna Birna, - hún fer ekki neitt, segir Sigmundur Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra segir að lokun minnstu flugbrautar Reykjavíkurflugvallar verði auglýst fyrir áramót og að henni verði hugsanlega lokað um mitt næsta ár eða í lok næsta árs. 20. nóvember 2013 12:11
Samgöngustofa hafnar því að reistir verði byggingarkranar á Hlíðarenda Forstjóri ÞG verktaka segir ekki koma að sök í einhverja mánuði að ekki fáist leyfi til að reisa byggingarkrana á Hlíðarenda, en það komi að því. 6. nóvember 2015 18:45
Áhættumatshópur látinn víkja fyrir verkfræðistofu Valsmanns Áhættumatshópur á vegum Isavia, sem taldi óásættanlegt að loka minnstu flugbraut Reykjavíkurflugvallar, hefur sent ríkisstjórninni alvarlegar athugasemdir við að hópurinn skyldi fyrirvaralaust hafa verið lagður niður fyrir jól. 25. janúar 2015 19:30
Byrjað að grafa við flugbrautarendann Reykjavíkurborg og Valsmenn hf. hófu í dag framkvæmdir við Hlíðarendabyggð. 13. apríl 2015 19:16