Fær bætur eftir að hafa verið sakaður um að hafa tekið þátt í umfangsmiklu smyglmáli Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. október 2015 12:00 Héraðsdómur Reykjavíkur Vísir/Valgarður Íslenska ríkið var í gær dæmt til að greiða Sigurði Hilmari Ólasyni 950.000 krónur í miskabætur en hann hafði krafist rúmlega 22 milljóna í bætur vegna tekjutaps og sálræns áfalls vegna mikillar fjölmiðlaumfjöllunar. Sigurður Hilmar sætti hlerunum og var í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á umfangsmiklu smyglmáli sem kom upp árið 2008 en málið var látið niður falla árið 2009. Í lok árs 2008 barst íslensku lögreglunni upplýsingar um að tiltekinn hópur brotamanna hefði keypt 2,5 tonn af kókaíni í Suður-Ameríku. Einn meðlimur hópsins hafði komið nokkrum sinnað hingað til lands og hitt fanga á Litla-Hrauni, m.a. með Sigurði Hilmari. Lögreglan hleraði samtal þessa manns og Sigurðar Hilmars við fanga á Litla-Hrauni þar sem kom fram að ætlunin væri að flytja inn vökva sem blandaður væri fíkniefnum.Símtöl hleruð og handtekinn í viðurvist sjónvarpsmyndavélaLögreglunni þótti því tilefni til þess að rannsaka mögulega aðild Sigurðar Hilmars að fíkniefnasmygli hingað til lands og fékk hún heimild til þess að hlera símtöl hans. Jafnframt fékk lögreglan heimild til að hlera samtöl sem Sigurður Hilmar átti við fanga á Litla-Hrauni í heimsóknum Sigurðar Hilmars. Fjármálafyrirtæki þurftu einnig að láta af hendi upplýsingar um viðskipti sín við Sigurð Hilmar og einkahlutafélög í hans eigu. Eftir að hafa verið undir rannsókn lögreglu í um hálft ár var Sigurður Hilmar handtekinn þann 8. júní 2009 og úrskurðaður í gæsluvarðhald. Fréttamenn Stöðvar 2 voru á staðnum er handtakan átti sér stað og tóku hana upp og birtu í fréttatíma Stöðvar 2 um kvöldið.Sagði samskipti sín snúast um stofnun félags til þess að kaupa vörubíla Í gæsluvarðhaldsúrskurði segir að komið hafi fram rökstuddur grunur um að Sigurður Hilmar hafi tekið þátt í peningaþvætti og aðild að stórfelldum fíkniefnabrotum. Í lögregluskýrslum vegna málsins segir að Sigurður Hilmar hafi verið talinn tengjast innflutningi á tíu tonnum af fljótandi sykurmixtúru en slík sending, blönduð kókaíni, hafi verið stöðvuð í apríl og maí 2009 í Ekvador og á Bahamas-eyjum. Sigurður Hilmar neitað sök og sagði að samskipti sín við erlendu aðilana hafi tengst því að þeir hafi ætlað að stofna einkahlutafélag til þess að kaupa vörubíla, varahluti og byggingarkrana. Hann neitaði allri aðild að fíkniefnaviðskiptum og peningaþvætti. Málin gegn Sigurði Hilmari voru látin niður falla en hann segir að í kjölfar handtöku og rannsókn málsins hafi hann orðið óvinnufær, fjármálastofnanir hafi lokað á viðskipti og mikil fjölmiðlaumfjöllun hafi hafi gert honum erfitt fyrir um að afla sér tekna. Í stefnu sinni á hendur íslenska ríkinu krafðist Sigurður Hilmar bóta vegna þess að hafa að ósekju sætt gæsluvarðhaldi og taldi hann sig jafnframt eiga rétt á bótum vegna tekjutaps. Krafðist hann þess að íslenska ríkið greiddi honum 22,8 milljónir í bætur vegna málsins.Hlaut 950.000 í miskabætur frá ríkinuÍ dómi Héraðdóms Reykjavíkur segir að vegna samskipta Sigurðar Hilmar við erlenda aðila sem tengdust fíkniefnainnflutningi hafi lögregla haft tilefni til þess að rannsaka aðild hans að málinu frekar. í dóminum segir þó að ekki hafi verið nógu skýrar ástæður til þess að hneppa hann í gæsluvarðhald. Ekki þótti sannað að Sigurður Hilmar hafi orðið fyrir umtalsverðu tekjutapi vegna málsins og taldi dómurinn tekjutap hans vera ósannað. Fallist var á kröfur hans um miskabætur vegna gæsluvarðhalds og dæmdi Héraðsdómur honum 950.000 krónur í miskabætur vegna þess.Dóminn má lesa í heild sínni hér. Bahamaeyjar Dómsmál Tengdar fréttir Íslenskt fyrirtæki tengt hundruð kílóa kókaínsmygli Ísraeli og Hollendingur eiga íslenskt fyrirtæki ásamt Sigurði Ólassyni sem talið er tengjast alþjóðlegum glæpahring, peningaþvætti og mörg hundruð kílóa kókaínsmygli. Þremenningarnir eru allir í haldi lögreglu. 10. júní 2009 18:45 Málið gegn Sigurði Óla látið niður falla Ríkissaksóknari hefur látið falla niður mál gegn Sigurði Hilmari Ólasyni sem sat í gæsluvarðhaldi í þrjár vikur í júní grunaður um umfangsmikið fíkniefnasmygl til landsins. Brynjar Níelsson, verjandi Sigurðar, segir að hann hafi fengið bréf frá Ríkissaksóknara þess efnis. 25. ágúst 2009 10:36 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Innlent Maður borinn út úr „hryllingshúsinu“ Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Fleiri fréttir Samþykktu biljóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Sjá meira
Íslenska ríkið var í gær dæmt til að greiða Sigurði Hilmari Ólasyni 950.000 krónur í miskabætur en hann hafði krafist rúmlega 22 milljóna í bætur vegna tekjutaps og sálræns áfalls vegna mikillar fjölmiðlaumfjöllunar. Sigurður Hilmar sætti hlerunum og var í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á umfangsmiklu smyglmáli sem kom upp árið 2008 en málið var látið niður falla árið 2009. Í lok árs 2008 barst íslensku lögreglunni upplýsingar um að tiltekinn hópur brotamanna hefði keypt 2,5 tonn af kókaíni í Suður-Ameríku. Einn meðlimur hópsins hafði komið nokkrum sinnað hingað til lands og hitt fanga á Litla-Hrauni, m.a. með Sigurði Hilmari. Lögreglan hleraði samtal þessa manns og Sigurðar Hilmars við fanga á Litla-Hrauni þar sem kom fram að ætlunin væri að flytja inn vökva sem blandaður væri fíkniefnum.Símtöl hleruð og handtekinn í viðurvist sjónvarpsmyndavélaLögreglunni þótti því tilefni til þess að rannsaka mögulega aðild Sigurðar Hilmars að fíkniefnasmygli hingað til lands og fékk hún heimild til þess að hlera símtöl hans. Jafnframt fékk lögreglan heimild til að hlera samtöl sem Sigurður Hilmar átti við fanga á Litla-Hrauni í heimsóknum Sigurðar Hilmars. Fjármálafyrirtæki þurftu einnig að láta af hendi upplýsingar um viðskipti sín við Sigurð Hilmar og einkahlutafélög í hans eigu. Eftir að hafa verið undir rannsókn lögreglu í um hálft ár var Sigurður Hilmar handtekinn þann 8. júní 2009 og úrskurðaður í gæsluvarðhald. Fréttamenn Stöðvar 2 voru á staðnum er handtakan átti sér stað og tóku hana upp og birtu í fréttatíma Stöðvar 2 um kvöldið.Sagði samskipti sín snúast um stofnun félags til þess að kaupa vörubíla Í gæsluvarðhaldsúrskurði segir að komið hafi fram rökstuddur grunur um að Sigurður Hilmar hafi tekið þátt í peningaþvætti og aðild að stórfelldum fíkniefnabrotum. Í lögregluskýrslum vegna málsins segir að Sigurður Hilmar hafi verið talinn tengjast innflutningi á tíu tonnum af fljótandi sykurmixtúru en slík sending, blönduð kókaíni, hafi verið stöðvuð í apríl og maí 2009 í Ekvador og á Bahamas-eyjum. Sigurður Hilmar neitað sök og sagði að samskipti sín við erlendu aðilana hafi tengst því að þeir hafi ætlað að stofna einkahlutafélag til þess að kaupa vörubíla, varahluti og byggingarkrana. Hann neitaði allri aðild að fíkniefnaviðskiptum og peningaþvætti. Málin gegn Sigurði Hilmari voru látin niður falla en hann segir að í kjölfar handtöku og rannsókn málsins hafi hann orðið óvinnufær, fjármálastofnanir hafi lokað á viðskipti og mikil fjölmiðlaumfjöllun hafi hafi gert honum erfitt fyrir um að afla sér tekna. Í stefnu sinni á hendur íslenska ríkinu krafðist Sigurður Hilmar bóta vegna þess að hafa að ósekju sætt gæsluvarðhaldi og taldi hann sig jafnframt eiga rétt á bótum vegna tekjutaps. Krafðist hann þess að íslenska ríkið greiddi honum 22,8 milljónir í bætur vegna málsins.Hlaut 950.000 í miskabætur frá ríkinuÍ dómi Héraðdóms Reykjavíkur segir að vegna samskipta Sigurðar Hilmar við erlenda aðila sem tengdust fíkniefnainnflutningi hafi lögregla haft tilefni til þess að rannsaka aðild hans að málinu frekar. í dóminum segir þó að ekki hafi verið nógu skýrar ástæður til þess að hneppa hann í gæsluvarðhald. Ekki þótti sannað að Sigurður Hilmar hafi orðið fyrir umtalsverðu tekjutapi vegna málsins og taldi dómurinn tekjutap hans vera ósannað. Fallist var á kröfur hans um miskabætur vegna gæsluvarðhalds og dæmdi Héraðsdómur honum 950.000 krónur í miskabætur vegna þess.Dóminn má lesa í heild sínni hér.
Bahamaeyjar Dómsmál Tengdar fréttir Íslenskt fyrirtæki tengt hundruð kílóa kókaínsmygli Ísraeli og Hollendingur eiga íslenskt fyrirtæki ásamt Sigurði Ólassyni sem talið er tengjast alþjóðlegum glæpahring, peningaþvætti og mörg hundruð kílóa kókaínsmygli. Þremenningarnir eru allir í haldi lögreglu. 10. júní 2009 18:45 Málið gegn Sigurði Óla látið niður falla Ríkissaksóknari hefur látið falla niður mál gegn Sigurði Hilmari Ólasyni sem sat í gæsluvarðhaldi í þrjár vikur í júní grunaður um umfangsmikið fíkniefnasmygl til landsins. Brynjar Níelsson, verjandi Sigurðar, segir að hann hafi fengið bréf frá Ríkissaksóknara þess efnis. 25. ágúst 2009 10:36 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Innlent Maður borinn út úr „hryllingshúsinu“ Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Fleiri fréttir Samþykktu biljóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Sjá meira
Íslenskt fyrirtæki tengt hundruð kílóa kókaínsmygli Ísraeli og Hollendingur eiga íslenskt fyrirtæki ásamt Sigurði Ólassyni sem talið er tengjast alþjóðlegum glæpahring, peningaþvætti og mörg hundruð kílóa kókaínsmygli. Þremenningarnir eru allir í haldi lögreglu. 10. júní 2009 18:45
Málið gegn Sigurði Óla látið niður falla Ríkissaksóknari hefur látið falla niður mál gegn Sigurði Hilmari Ólasyni sem sat í gæsluvarðhaldi í þrjár vikur í júní grunaður um umfangsmikið fíkniefnasmygl til landsins. Brynjar Níelsson, verjandi Sigurðar, segir að hann hafi fengið bréf frá Ríkissaksóknara þess efnis. 25. ágúst 2009 10:36