Ísland í dag: Fékk nýra úr gömlum skólabróður í jólagjöf Bjarki Ármannsson skrifar 21. desember 2015 20:30 Gyða Thorlacius Guðjónsdóttir steig fram í Íslandi í dag í nóvember í fyrra og óskaði eftir gjafanýra, þar sem fjölskyldumeðlimir hennar hentuðu ekki sem gjafar. Henni þótti mjög erfitt að biðja um hjálp á þennan hátt og hana grunaði ekki að rúmu ári síðan yrði hún komin með nýra - og það úr gömlum skólabróður úr Menntaskólanum í Reykjavík. „Ég var búin að vera í vél í þrjú ár þegar ég kom hingað síðast,“ sagði Gyða í Íslandi í dag í kvöld. „Ég var mjög veik og mér leið mjög illa. Ég var orðin hálförvæntingarfull, búin að fara í gegnum ættingja og kunningja og ekkert fundist.“Sjá einnig: Með ónýt nýru í fimmtán ár en leyfir sér ekki að hugsa um dauðann Hún segir að henni hafi þótt mjög erfitt að stíga fram í sjónvarpi og auglýsa hreinlega eftir líffæri. En það var þá sem Kjartan Jón Bjarnason, gamall skólafélagi Gyðu, kom til sögunnar sem mögulegur líffæragjafi. Hann setti sig í samband við hana eftir að hafa séð viðtalið og sagðist vera tilbúinn að gefa henni annað nýrað, ef það hentaði. „Það eru akkúrat tvær vikur í dag síðan ég vaknaði eftir aðgerðina,“ segir Kjartan. „Það kemur á óvart hvað þetta er allt fljótt að ganga til baka. Ég var skorinn fyrir hálfum mánuði og fæ að fara heim tveimur dögum síðar. Maður fer náttúrulega aðeins hægar um, þar sem einhverjir skurðir eru að gróa og svona, en þetta er ekkert að há manni. Þetta hefur bara gengið rosalega vel.“ Hann bendir á að það á ekki að vera vandamál að lifa með einu nýra. „Þannig að þú getur haldið áfram að drekka bjór og svona,“ segir Gyða létt.Ertu byrjaður að drekka bjór?„Að sjálfsögðu,“ segir Kjartan og hlær. Gyða segist ekki vera búin að ákveða hvað hún gefur Kjartani í jólagjöf en það muni þó sennilega ekki „toppa“ gjöfina hans.Innslagið um Gyðu og Kjartan má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Ísland í dag Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Sjá meira
Gyða Thorlacius Guðjónsdóttir steig fram í Íslandi í dag í nóvember í fyrra og óskaði eftir gjafanýra, þar sem fjölskyldumeðlimir hennar hentuðu ekki sem gjafar. Henni þótti mjög erfitt að biðja um hjálp á þennan hátt og hana grunaði ekki að rúmu ári síðan yrði hún komin með nýra - og það úr gömlum skólabróður úr Menntaskólanum í Reykjavík. „Ég var búin að vera í vél í þrjú ár þegar ég kom hingað síðast,“ sagði Gyða í Íslandi í dag í kvöld. „Ég var mjög veik og mér leið mjög illa. Ég var orðin hálförvæntingarfull, búin að fara í gegnum ættingja og kunningja og ekkert fundist.“Sjá einnig: Með ónýt nýru í fimmtán ár en leyfir sér ekki að hugsa um dauðann Hún segir að henni hafi þótt mjög erfitt að stíga fram í sjónvarpi og auglýsa hreinlega eftir líffæri. En það var þá sem Kjartan Jón Bjarnason, gamall skólafélagi Gyðu, kom til sögunnar sem mögulegur líffæragjafi. Hann setti sig í samband við hana eftir að hafa séð viðtalið og sagðist vera tilbúinn að gefa henni annað nýrað, ef það hentaði. „Það eru akkúrat tvær vikur í dag síðan ég vaknaði eftir aðgerðina,“ segir Kjartan. „Það kemur á óvart hvað þetta er allt fljótt að ganga til baka. Ég var skorinn fyrir hálfum mánuði og fæ að fara heim tveimur dögum síðar. Maður fer náttúrulega aðeins hægar um, þar sem einhverjir skurðir eru að gróa og svona, en þetta er ekkert að há manni. Þetta hefur bara gengið rosalega vel.“ Hann bendir á að það á ekki að vera vandamál að lifa með einu nýra. „Þannig að þú getur haldið áfram að drekka bjór og svona,“ segir Gyða létt.Ertu byrjaður að drekka bjór?„Að sjálfsögðu,“ segir Kjartan og hlær. Gyða segist ekki vera búin að ákveða hvað hún gefur Kjartani í jólagjöf en það muni þó sennilega ekki „toppa“ gjöfina hans.Innslagið um Gyðu og Kjartan má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Ísland í dag Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Sjá meira