Innlent

Aukinn þungi færður í leitina

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Brúðan var sett í vatnið og fylgdu þyrlurnar henni eftir.
Brúðan var sett í vatnið og fylgdu þyrlurnar henni eftir. vísir/magnús hlynur
Aukinn þungi hefur verið færður í leit að manni sem talið er að hafi fallið í Ölfusá á Selfossi í nótt. Skilyrði til leitar eru ágæt, en þó er mikil hálka sem hefur gert leitarmönnum nokkuð erfitt fyrir, að sögn Sveins Kristjáns Rúnarssonar, yfirlögregluþjóns á Hvolsvelli.

„Það er ágætis veður. Það er sleipt yfir árbakkanum og svona klakabunkar þannig að það þarf bara að fara varlega. Þetta er stór hópur sem kemur frá öllu Suðurlandi og einnig frá höfuðborgarsvæðinu,“ segir Sveinn.

Tugir hafa komið að leitinni frá björgunarsveitum, lögreglu og slökkviliði og kallaður var út liðsauki frá höfuðborgarsvæðinu í morgun. Þá hafa þyrlur Landhelgisgæslunnar sveimað um svæðið í dag. Einnig var notuð brúða sem þyrlurnar fylgdu eftir, til að sjá hvert hana rekur.

„Leitin gengur ágætlega. Við bættum í töluvert af fólki klukkan tíu í birtingu, og í raun lítið um það að segja annað en að það er verið að leita og verður leitað áfram í dag,“ segir Sveinn.

Tilkynning barst lögreglu klukkan tuttugu mínútur í þrjú í nótt og upphófst þá leit að manninum við árbakka Ölfusár, en bíll hans fannst skammt frá Selfosskirkju.  Leit að manninum hefur verið afar umfangsmikil en hún er meðal annars gerð í samvinnu við fjölskyldu mannsins.

Björgunarmenn fylgjast með gangi mála.vísir/magnús hlynur
vísir/magnús hlynur
Leitarsvæðið kortlagt.vísir/magnús hlynur

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×