Skoska útgáfan af The Sun greinir frá því í dag að forráðamenn Celtic hafi gefist upp á því að reyna að fá Alfreð Finnbogason til félagsins.
Alfreð hefur verið reglulega orðaður við Celtic undanfarin ár en félagið mun hafa reynt að fá hann þegar hann var á mála hjá Heerenveen í Hollandi.
Framherjinn gekk hins vegar í raðir Real Sociedad fyrir átta milljónir evra, eða um 1,2 milljarð króna samkvæmt þágildandi gengi.
Alfreð náði sér ekki á strik í spænsku deildinni á síðasta tímabili og var lánaður til gríska liðsins Olympiacos í sumar, en þar hafa tækifærin einnig verið af skornum skammti.
Sjá einnig: Stundum spurt mig hvers vegna ég sé að þessu
Samkvæmt fréttinni munu forráðamenn Real Sociedad vera reiðubúnir að selja Alfreð en vilja fá helming þeirrar upphæðar sem þeir greiddu fyrir hann í fyrra. Celtic mun ekki vera reiðubúið að greiða svo mikið.
Alfreð hefur skorað tvö mörk í alls þrettán leikjum með Olympiacos á tímabillinu, síðast í 4-3 sigri á Panthrakikos í upphafi mánaðarins. Hann hefur ekki spilað í deildinni síðan.
Alfreð sagður of dýr fyrir Celtic
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið

Guardiola hótar að hætta
Enski boltinn



Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika
Íslenski boltinn


Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd
Fótbolti




„Manchester er heima“
Enski boltinn