Fótbolti

Við hefðum aldrei tapað 8-0

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ronny Deila, þjálfari Celtic.
Ronny Deila, þjálfari Celtic. Vísir/Getty
Ronny Deila, norskur þjálfari skoska stórliðsins Celtic, segir alveg ljóst að lið hans hefði aldrei tapað 8-0 fyrir Real Madrid á Santiago Bernabeu, líkt og sænska liðið gerði á þriðjudag.

Sjá einnig: Martröð fyrir Kára Árnason og félaga

Malmö sló Celtic úr leik í lokaumferð forkeppni Meistaradeildarinnar í haust. Þó svo að Celtic hafi svo endað í neðsta sæti síns riðils í Evrópudeild UEFA segir hann ekkert hæft í þeim fullyrðingum að það sé betra að hafa sloppið við þátttöku í Meistaradeildinni þetta árið, þar til að Celtic sé betur í stakk búið til að takast á við bestu lið álfunnar.

„Það eru ýmis atriði sem eru frábrugðin við Meistaradeildina og ekki hægt að fullyrða að það sé betra að standa fyrir utan hana,“ sagði Deila við skoska fjölmiðla.

„Maður vill alltaf mæta þeim bestu og það er ávallt risastór stund þegar þau koma í heimsókn á Celtic Park. Svo ekki sé minnst á fjárhagslegu hliðina.“

Hann segir að það sé margt sem hafi stuðlað að stórtapi Malmö í leiknum. „Þjálfarinn þeirra [Åge Hareide] er að fara og tímabilið er búið í Svíþjóð,“ sagði hann.

Sjá einnig: Ráðning Hareide staðfest

„Það er einföldun að segja að það sama hefði hent okkur í Madríd. Ég held að við hefðum ekki tapað 8-0.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×