Fjölmenni við jarðarför Fidda Jakob Bjarnar skrifar 10. desember 2015 14:52 Fiddi kveður. Hafnarfjarðarkirkja var troðfull þegar sonur Hafnarfjarðar, Friðrik Oddsson, var jarðsunginn. visir/stefán/bergur ólafsson Hafnfirðingar fjölmenntu þegar Friðrik Oddsson – Fiddi – var jarðsunginn. Hafnarfjarðarkirkja var troðfull sem og tengibyggingin, hvar athöfninni var varpað á skjá. Einnig var stór hópur í Kaplakrika, en þar var sent út frá jarðarförinni og stendur erfidrykkja yfir þar nú. Fiddi átti fjölmarga vini í Vestmannaeyjum, en hann var fastur gestur á Þjóðhátíð í Eyjum, og fylgdist hópur þar með jarðarförinni einnig. Vísir sendi beint frá útförinni og fylgdist fjöldi manna með þeirri útsendingu.Fjölmenni var í kirkjunni og fáni FH í öndvegi, en Fiddi var gegnheill FH-ingur, alla tíð.visir/stefánHandboltakappinn Logi Geirsson hafði veg og vanda að útförinni sem var glæsileg. FH-ingar stóðu heiðursvörð þegar kistan var borin úr kirkjunni en handboltahetjan Aron Pálmarsson hafði flogið sérstaklega til landsins og fengið frí frá liði sínu Vesprem í Ungverjalandi til að vera einn kistubera. Söngvararnir Páll Rósinkranz, Bubbi Morthens og Hreiðar Örn Kristjánsson sungu lög sem Fiddi sjálfur hafði valið, en hann vissi að hverju stefndi.Aron Pálmarsson flaug gagngert til landsins til að bera vin sinn til grafar.visir/stefánPrestarnir Einar Eyjólfsson og Sigríður Kristín Helgadóttir jarðsungu og nefndu þau að Fiddi hafi verið ekta Gaflari og stoltur sem slíkur. Þó tilefnið hafi verið sorglegt var hlegið í Hafnarfjarðarkirkju, og var það í anda þess sem jarðsunginn var, en Fiddi var þekktur fyrir að vera ávallt með spaugsyrði á vörum. Í minningarorðum var meðal annars rifjuð upp saga sem Fiddi sagði stundum af sér sjálfur, sú að hann, hrakfallabálkur sem hann var, hafi lent í bílslysi og töldu margir Fidda af. Einn vinur Fidda hringdi í lögregluna til að fá úr þessu skorið; hvort rétt væri að Fiddi hafi farist í slysinu? „Nei, því miður,“ svaraði þá varðstjórinn. Séra Einar og Séra Sigríður Kristin nefndu það jafnframt í minningarorðum sínum að fáir ef nokkrir hefðu sett eins mikinn svip á bæinn og Fiddi; sem var afar ræðinn og gaf sig á tal við unga sem aldna. Hafnarfjörður verður ekki samur.FH-ingar stóðu heiðursvörð þá er kistan var borin úr kirkjunni.visir/stefán Hafnarfjörður Tengdar fréttir Aron heim til að bera Fidda til grafar Fjölmargir hafa boðað komu sína þá er Hafnfirðingurinn Fiddi verður jarðsettur nú á fimmtudag. 8. desember 2015 16:00 Hafnarfjörður verður ekki samur – Fiddi fallinn frá "Ef hér á að fara að lemja Hafnfirðinga verður byrjað á mér!“ 30. nóvember 2015 13:08 Logi vill fjármagna gerð styttu af Fidda Fiddi vissi að hann var dauðvona og nú hefur Logi Geirsson hefur lagt upp jarðarför Hafnfirðingsins. 6. desember 2015 10:00 Bein útsending: Hafnfirðingar kveðja Fidda Athöfnin hefst í Hafnarfjarðarkirkju klukkan eitt. 10. desember 2015 12:36 Mest lesið Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina Sjá meira
Hafnfirðingar fjölmenntu þegar Friðrik Oddsson – Fiddi – var jarðsunginn. Hafnarfjarðarkirkja var troðfull sem og tengibyggingin, hvar athöfninni var varpað á skjá. Einnig var stór hópur í Kaplakrika, en þar var sent út frá jarðarförinni og stendur erfidrykkja yfir þar nú. Fiddi átti fjölmarga vini í Vestmannaeyjum, en hann var fastur gestur á Þjóðhátíð í Eyjum, og fylgdist hópur þar með jarðarförinni einnig. Vísir sendi beint frá útförinni og fylgdist fjöldi manna með þeirri útsendingu.Fjölmenni var í kirkjunni og fáni FH í öndvegi, en Fiddi var gegnheill FH-ingur, alla tíð.visir/stefánHandboltakappinn Logi Geirsson hafði veg og vanda að útförinni sem var glæsileg. FH-ingar stóðu heiðursvörð þegar kistan var borin úr kirkjunni en handboltahetjan Aron Pálmarsson hafði flogið sérstaklega til landsins og fengið frí frá liði sínu Vesprem í Ungverjalandi til að vera einn kistubera. Söngvararnir Páll Rósinkranz, Bubbi Morthens og Hreiðar Örn Kristjánsson sungu lög sem Fiddi sjálfur hafði valið, en hann vissi að hverju stefndi.Aron Pálmarsson flaug gagngert til landsins til að bera vin sinn til grafar.visir/stefánPrestarnir Einar Eyjólfsson og Sigríður Kristín Helgadóttir jarðsungu og nefndu þau að Fiddi hafi verið ekta Gaflari og stoltur sem slíkur. Þó tilefnið hafi verið sorglegt var hlegið í Hafnarfjarðarkirkju, og var það í anda þess sem jarðsunginn var, en Fiddi var þekktur fyrir að vera ávallt með spaugsyrði á vörum. Í minningarorðum var meðal annars rifjuð upp saga sem Fiddi sagði stundum af sér sjálfur, sú að hann, hrakfallabálkur sem hann var, hafi lent í bílslysi og töldu margir Fidda af. Einn vinur Fidda hringdi í lögregluna til að fá úr þessu skorið; hvort rétt væri að Fiddi hafi farist í slysinu? „Nei, því miður,“ svaraði þá varðstjórinn. Séra Einar og Séra Sigríður Kristin nefndu það jafnframt í minningarorðum sínum að fáir ef nokkrir hefðu sett eins mikinn svip á bæinn og Fiddi; sem var afar ræðinn og gaf sig á tal við unga sem aldna. Hafnarfjörður verður ekki samur.FH-ingar stóðu heiðursvörð þá er kistan var borin úr kirkjunni.visir/stefán
Hafnarfjörður Tengdar fréttir Aron heim til að bera Fidda til grafar Fjölmargir hafa boðað komu sína þá er Hafnfirðingurinn Fiddi verður jarðsettur nú á fimmtudag. 8. desember 2015 16:00 Hafnarfjörður verður ekki samur – Fiddi fallinn frá "Ef hér á að fara að lemja Hafnfirðinga verður byrjað á mér!“ 30. nóvember 2015 13:08 Logi vill fjármagna gerð styttu af Fidda Fiddi vissi að hann var dauðvona og nú hefur Logi Geirsson hefur lagt upp jarðarför Hafnfirðingsins. 6. desember 2015 10:00 Bein útsending: Hafnfirðingar kveðja Fidda Athöfnin hefst í Hafnarfjarðarkirkju klukkan eitt. 10. desember 2015 12:36 Mest lesið Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina Sjá meira
Aron heim til að bera Fidda til grafar Fjölmargir hafa boðað komu sína þá er Hafnfirðingurinn Fiddi verður jarðsettur nú á fimmtudag. 8. desember 2015 16:00
Hafnarfjörður verður ekki samur – Fiddi fallinn frá "Ef hér á að fara að lemja Hafnfirðinga verður byrjað á mér!“ 30. nóvember 2015 13:08
Logi vill fjármagna gerð styttu af Fidda Fiddi vissi að hann var dauðvona og nú hefur Logi Geirsson hefur lagt upp jarðarför Hafnfirðingsins. 6. desember 2015 10:00
Bein útsending: Hafnfirðingar kveðja Fidda Athöfnin hefst í Hafnarfjarðarkirkju klukkan eitt. 10. desember 2015 12:36