Sérsveitarmenn vilja ekkert með konur hafa Samúel Karl Ólason skrifar 10. desember 2015 22:55 Sérsveitarmenn í þjálfun. Vísir/Getty Bandarískir sérsveitarmenn virðast alls ekki vera tilbúnir til að leyfa konum að taka þátt í verkefnum sínum. Ash Carter, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, tilkynnti nýverið að opna ætti öll störf í herafla Bandaríkjanna fyrir konum, nái þær þeim viðmiðum sem eru skilyrði fyrir störfunum. Hermennirnir sjálfir telja þó að konur myndu draga úr skilvirkni sveita þeirra og leiða til þess að menn forðuðust að ganga til liðs við sérsveitirnar. Fyrr á árinu var gerð könnun, þar sem sérsveitarmenn voru spurðir út í þá stefnu að opna öll störf fyrir konum. Fjallað er ítarlega um málið í frétt AP fréttaveitunnar. Helmingur þeirra sem barst könnunin svöruðu henni, alls 7.600 manns, en tekið er fram að talið er líklegt að þeir sem hafi sterka skoðun á málinu séu líklegri til að hafa svarað. Þrátt fyrir það eru niðurstöðurnar voru frekar afgerandi og 85 þeirra sem tóku þátt eru mótfallnir því að leyfa konum að taka þátt í verkefnum sérsveita Bandaríkjanna um heim allan.Sjá einnig: Konur mega taka þátt í bardögum Rúmlega 80 prósent þeirra sögðu konur ekki búa yfir nægum líkamlegum styrk og 64 prósent þeirra sögðu þær ekki búa yfir þeim andlega styrk sem þurfi.Sjá einnig: Fyrstu konurnar útskrifast úr einum erfiðasta skóla hersins Einn hermaður sem svarar segist geta nefnt hundruð ástæðna fyrir því að konur geti ekki sinnt starfi hans í hernum. Þó hafi plássið verið það lítið að hann nefndi þá sem honum fannst mikilvægust. „Ég er hundrað kíló að þyngd og 130 með búnaði mínum, sem er svipað og flestir menn í minni sveit. Ég býst við því að hver maður í minni sveit geti dregið særða menn úr skotbardaga. 60 kílóa kona getur það ekki, sama hve miklum tíma hún eyðir í ræktinni. Eigum við að búast við því að særðan mann blæði út þar sem kvenkyns hermaður gat ekki dregið hann í skjól?“ Eftir að Ash Carter tilkynnti ákvörðun sína birtu yfirmenn sérsveita Bandaríkjanna myndband þar sem þeir útskýrðu ákvörðun sína að biðja ekki um undanþágu frá því að konur fengju aðgang að sveitunum. Þar kemur einnig fram að viðmið sveitanna yrðu ekki lækkuð né yrðu sérstök viðmið gerð fyrir konur. Þær þyrftu að standast sömu kröfur og aðrir meðlimir sérsveitanna. Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Fleiri fréttir Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Sjá meira
Bandarískir sérsveitarmenn virðast alls ekki vera tilbúnir til að leyfa konum að taka þátt í verkefnum sínum. Ash Carter, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, tilkynnti nýverið að opna ætti öll störf í herafla Bandaríkjanna fyrir konum, nái þær þeim viðmiðum sem eru skilyrði fyrir störfunum. Hermennirnir sjálfir telja þó að konur myndu draga úr skilvirkni sveita þeirra og leiða til þess að menn forðuðust að ganga til liðs við sérsveitirnar. Fyrr á árinu var gerð könnun, þar sem sérsveitarmenn voru spurðir út í þá stefnu að opna öll störf fyrir konum. Fjallað er ítarlega um málið í frétt AP fréttaveitunnar. Helmingur þeirra sem barst könnunin svöruðu henni, alls 7.600 manns, en tekið er fram að talið er líklegt að þeir sem hafi sterka skoðun á málinu séu líklegri til að hafa svarað. Þrátt fyrir það eru niðurstöðurnar voru frekar afgerandi og 85 þeirra sem tóku þátt eru mótfallnir því að leyfa konum að taka þátt í verkefnum sérsveita Bandaríkjanna um heim allan.Sjá einnig: Konur mega taka þátt í bardögum Rúmlega 80 prósent þeirra sögðu konur ekki búa yfir nægum líkamlegum styrk og 64 prósent þeirra sögðu þær ekki búa yfir þeim andlega styrk sem þurfi.Sjá einnig: Fyrstu konurnar útskrifast úr einum erfiðasta skóla hersins Einn hermaður sem svarar segist geta nefnt hundruð ástæðna fyrir því að konur geti ekki sinnt starfi hans í hernum. Þó hafi plássið verið það lítið að hann nefndi þá sem honum fannst mikilvægust. „Ég er hundrað kíló að þyngd og 130 með búnaði mínum, sem er svipað og flestir menn í minni sveit. Ég býst við því að hver maður í minni sveit geti dregið særða menn úr skotbardaga. 60 kílóa kona getur það ekki, sama hve miklum tíma hún eyðir í ræktinni. Eigum við að búast við því að særðan mann blæði út þar sem kvenkyns hermaður gat ekki dregið hann í skjól?“ Eftir að Ash Carter tilkynnti ákvörðun sína birtu yfirmenn sérsveita Bandaríkjanna myndband þar sem þeir útskýrðu ákvörðun sína að biðja ekki um undanþágu frá því að konur fengju aðgang að sveitunum. Þar kemur einnig fram að viðmið sveitanna yrðu ekki lækkuð né yrðu sérstök viðmið gerð fyrir konur. Þær þyrftu að standast sömu kröfur og aðrir meðlimir sérsveitanna.
Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Fleiri fréttir Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Sjá meira