Skýring komin á hvarfi kínverska auðjöfursins Guðsteinn Bjarnason skrifar 12. desember 2015 07:00 Guo Guangchang er stjórnarformaður Fosun, eins af stærri fjárfestingarfyrirtækjum heims. Nordicphotos/AFP Kínverski auðkýfingurinn Guo Guanchang var handtekinn á fimmtudaginn. Talið er að handtakan tengist rannsókn stjórnvalda á spillingu. Guo er 48 ára gamall, eigandi stórfyrirtækisins Fosun og einn af ríkustu einstaklingum Kína. Eignir hans eru metnar á ríflega 700 milljarða króna. Í fyrstu var ekkert vitað hvað varð um Guo. Samstarfsmenn hans vissu ekkert hvernig þeir ættu að ná sambandi við hann. Meira en sólarhring síðar bárust fréttir af því að hann hefði verið handtekinn á flugvellinum í Sjanghaí, en engar skýringar fengust þó á handtökunni. Kínversk stjórnvöld hafa undanfarin misseri verið í herferð gegn spillingu í landinu. Ekki var vitað hvort Guo sé grunaður um misferli sjálfur eða hvort lögreglan hafi viljað ræða við hann sem vitni. Hlutabréfamarkaðir í Kína tóku einhverjar dýfur í kjölfar frétta af handtökunni. Viðskipti með hlutabréf í Fosun voru stöðvuð þangað til eftir helgi. Á mánudaginn stendur til að halda ársfund fyrirtækisins og reiknað var með að Guo myndi flytja þar ræðu, eins og hann gerir árlega. Fjöldi kínverskra embættismanna hefur verið handtekinn á síðustu árum í tengslum við spillingarrannsóknir, eða frá því að Xi Jinping tók við forsetaembætti árið 2012 og hét því að útrýma spillingu í landinu. Flestir hinna handteknu hafa þó verið háttsettir félagar í kínverska Kommúnistaflokknum. BBC skýrir síðan frá því að undanfarnar vikur hafi auðugir Kínverjar horfið hver á fætur öðrum. Fyrir þremur vikum hvarf til dæmis Yim Fung, forstjóri verðbréfafyrirtækisins Guotai Securities. Fyrr í þessari viku hafi síðan tveir bankamenn í fyrirtækinu Citic Securities horfið skyndilega. Guo hefur verið kallaður kínverska útgáfan af bandaríska fjárfestinum Warren Buffet. Þegar Guo stofnaði fyrirtæki sitt árið 1992, ásamt nokkrum öðrum ungum mönnum, var hann nýútskrifaður úr skóla. Nú er Fuson eitt af stærri fjárfestingarfyrirtækjum heims. Meðal eigna þess má nefna umfangsmikil lyfjafyrirtæki, tryggingafyrirtæki, ferðaþjónustufyrirtæki og fleira. Þar á meðal er sirkusinn þekkti, Cirque du Soleil, í eigu Fosun. Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Fleiri fréttir Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Sjá meira
Kínverski auðkýfingurinn Guo Guanchang var handtekinn á fimmtudaginn. Talið er að handtakan tengist rannsókn stjórnvalda á spillingu. Guo er 48 ára gamall, eigandi stórfyrirtækisins Fosun og einn af ríkustu einstaklingum Kína. Eignir hans eru metnar á ríflega 700 milljarða króna. Í fyrstu var ekkert vitað hvað varð um Guo. Samstarfsmenn hans vissu ekkert hvernig þeir ættu að ná sambandi við hann. Meira en sólarhring síðar bárust fréttir af því að hann hefði verið handtekinn á flugvellinum í Sjanghaí, en engar skýringar fengust þó á handtökunni. Kínversk stjórnvöld hafa undanfarin misseri verið í herferð gegn spillingu í landinu. Ekki var vitað hvort Guo sé grunaður um misferli sjálfur eða hvort lögreglan hafi viljað ræða við hann sem vitni. Hlutabréfamarkaðir í Kína tóku einhverjar dýfur í kjölfar frétta af handtökunni. Viðskipti með hlutabréf í Fosun voru stöðvuð þangað til eftir helgi. Á mánudaginn stendur til að halda ársfund fyrirtækisins og reiknað var með að Guo myndi flytja þar ræðu, eins og hann gerir árlega. Fjöldi kínverskra embættismanna hefur verið handtekinn á síðustu árum í tengslum við spillingarrannsóknir, eða frá því að Xi Jinping tók við forsetaembætti árið 2012 og hét því að útrýma spillingu í landinu. Flestir hinna handteknu hafa þó verið háttsettir félagar í kínverska Kommúnistaflokknum. BBC skýrir síðan frá því að undanfarnar vikur hafi auðugir Kínverjar horfið hver á fætur öðrum. Fyrir þremur vikum hvarf til dæmis Yim Fung, forstjóri verðbréfafyrirtækisins Guotai Securities. Fyrr í þessari viku hafi síðan tveir bankamenn í fyrirtækinu Citic Securities horfið skyndilega. Guo hefur verið kallaður kínverska útgáfan af bandaríska fjárfestinum Warren Buffet. Þegar Guo stofnaði fyrirtæki sitt árið 1992, ásamt nokkrum öðrum ungum mönnum, var hann nýútskrifaður úr skóla. Nú er Fuson eitt af stærri fjárfestingarfyrirtækjum heims. Meðal eigna þess má nefna umfangsmikil lyfjafyrirtæki, tryggingafyrirtæki, ferðaþjónustufyrirtæki og fleira. Þar á meðal er sirkusinn þekkti, Cirque du Soleil, í eigu Fosun.
Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Fleiri fréttir Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Sjá meira