Fótbolti

Yaya Touré leikmaður ársins í Afríku hjá BBC

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Touré með sigurlaunin sem Fílabeinsströndin fékk fyrir að vinna Afríkukeppnina.
Touré með sigurlaunin sem Fílabeinsströndin fékk fyrir að vinna Afríkukeppnina. vísir/getty
Yaya Touré, leikmaður Manchester City og landsliðs Fílabeinsstrandarinnar, hefur verið valinn leikmaður ársins í Afríku að mati BBC.

Þetta er í annað sinn sem Touré hlýtur þessa viðurkenningu en hann hlaut hana einnig árið 2013.

Touré hafði betur gegn Pierre-Emerick Aubameyang, André Ayew, Sadio Mané og Yacine Brahimi sem hlaut þessa viðurkenningu í fyrra.

Touré er annar Fílbeinsstrendingurinn sem verður fyrir valinu hjá BBC en Didier Drogba var valinn leikmaður ársins í Afríku 2009.

Touré var fyrirliði Fílabeinsstrandarinnar sem vann Afríkukeppnina í Miðbaugs-Gíneu í byrjun árs í fyrsta sinn síðan 1992. Þá skoraði Touré 12 mörk í 37 leikjum með City á síðasta tímabili.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×