Heimir: Hefðum getað verið óheppnari Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 12. desember 2015 18:53 Heimir gantast með Marcel Koller, þjálfara austurríska landsliðsins. Vísir/AFP Heimir Hallgrímsson, annar landsliðsþjálfara Íslands, segist vera heilt yfir ánægður með niðurstöðuna eftir að dregið var í riðla á EM 2016 í dag.Sjá einnig: Ísland í riðli með Portúgal, Austurríki og Ungverjalandi Heimir var viðstaddur dráttinn í París í dag og sagði við Vísi í dag að það sé alveg ljóst að Íslendingar geta vel við unað. „Við vissum alltaf að við myndum aldrei fá auðveldan riðil á EM en ég verð að vera heiðarlegur og segja að við hefðum getað verið óheppnari,“ segir Heimir. Hann segist ekki hafa verið að hugsa um einhverjar sérstakar þjóðir sem hann vildi mæta og ítrekaði það sem hann sagði í viðtölum fyrir dráttinn. „Mér var nokkuð sama á móti hverjum við lentum. Ég vissi að við myndum fá góðar þjóðir,“ sagði hann.Þjálfararnir í riðli Íslands.Vísir/AFPFáum tíma til að anda að okkur mótinu Heimir var ánægður með að fyrsti leikur Íslands verður 14. júní, fjórum dögum eftir að keppnin sjálf byrjar. „Við eigum síðasta keppnisdaginn í fyrstu umferð riðlakeppninnar sem gefur okkur meiri tíma til að undirbúa okkur og tækifæri til að anda að okkur stemningunni sem er gott fyrir okkur sem nýliða á þessu móti.“Sjá einnig: Miðasalan hefst á mánudaginn: 8-16 þúsund miðar í boði Ísland spilar fyrst gegn Portúgal í Saint-Etienne sem er skammt frá Annecy, þar sem Ísland verður með sínar bækistöðvar. „Það er stutt rútuferð fyrir okur og því eins auðvelt og hægt er. Bæði fáum við nægan tíma fyrir leikinn og þurfum ekki að fara í langt ferðalag. Það lítur mjög vel út.“ „Við eigum svo leiki í Marseille og París á stórum leikvöngum. Íslendingar ættu því að geta fengið miða á þá leiki.“Heimir ræðir við Lars Lagerbäck.Vísir/AFPEigum möguleika gegn öllum liðunum Ungverjaland tryggði sér sæti á EM með því að vinna Noreg í umspilinu og Heimir segir að landsliðsþjálfararnir hafi fylgst vel með leikjum þeirra. „Þetta eru áþekk lið og við teljum okkur klárlega eiga möguleika þau bæði. Það er þar að auki stutt síðan við spiluðum við Austurríki sem er gott lið á mikilli siglingu. Það er minna talað um þá en Austurríkismenn eru flottir.“Sjá einnig: Birkir mætir liðsfélaga sínum á EM „Portúgal þekkja svo allir. Cristiano Ronaldo er öflugur leikmaður sem getur klárað leiki fyrir þá. En ég held að við eigum möguleika í alla þessa andstæðinga.“ Hann segir að ekki hafi verið enn rætt sérstaklega um markmið Íslands í keppninni en að liðið hljóti að stefna að því að fara upp úr riðlinum og spila fleiri leiki. „Allir í hópnum eru meðvitaðir um að við getum farið upp úr riðlinum,“ sagði Heimir.Smelltu á myndina til að sjá hana stærri.Vísir/AFPDraumur okkar allra Heimir neitar því ekki að það sé mikil tilhlökkun fyrir mótið og draumur fyrir hann og alla aðra sem koma að liðinu að taka þátt í þessu ævintýri. „Það skiptir svo sem ekki máli hvort við séum að spila á 20 þúsund manna velli eða 80 þúsund - þetta er mikill heiður fyrir mann.“Sjá einnig: Þjóðin sátt á Twitter: „Draumariðill sem við vinnum“ Það var eðlilega mikið um að vera á drættinum í París í dag og Heimir sló á létta strengi við blaðamann Vísis. „Hér er mikið fjölmiðlafár og blaðamenn að hlaupa út um allt að fá viðtöl við alla þessa heimsþekktu þjálfara sem eru hér. Vicente del Bosque er í viðtali við allar stærstu sjónvarpsstöðvar heims en hér er ég að ræða við Vísi og Fréttablaðið. Það er bara gaman að þessu öllu saman.“ EM 2016 í Frakklandi Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Fleiri fréttir Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Sjá meira
Heimir Hallgrímsson, annar landsliðsþjálfara Íslands, segist vera heilt yfir ánægður með niðurstöðuna eftir að dregið var í riðla á EM 2016 í dag.Sjá einnig: Ísland í riðli með Portúgal, Austurríki og Ungverjalandi Heimir var viðstaddur dráttinn í París í dag og sagði við Vísi í dag að það sé alveg ljóst að Íslendingar geta vel við unað. „Við vissum alltaf að við myndum aldrei fá auðveldan riðil á EM en ég verð að vera heiðarlegur og segja að við hefðum getað verið óheppnari,“ segir Heimir. Hann segist ekki hafa verið að hugsa um einhverjar sérstakar þjóðir sem hann vildi mæta og ítrekaði það sem hann sagði í viðtölum fyrir dráttinn. „Mér var nokkuð sama á móti hverjum við lentum. Ég vissi að við myndum fá góðar þjóðir,“ sagði hann.Þjálfararnir í riðli Íslands.Vísir/AFPFáum tíma til að anda að okkur mótinu Heimir var ánægður með að fyrsti leikur Íslands verður 14. júní, fjórum dögum eftir að keppnin sjálf byrjar. „Við eigum síðasta keppnisdaginn í fyrstu umferð riðlakeppninnar sem gefur okkur meiri tíma til að undirbúa okkur og tækifæri til að anda að okkur stemningunni sem er gott fyrir okkur sem nýliða á þessu móti.“Sjá einnig: Miðasalan hefst á mánudaginn: 8-16 þúsund miðar í boði Ísland spilar fyrst gegn Portúgal í Saint-Etienne sem er skammt frá Annecy, þar sem Ísland verður með sínar bækistöðvar. „Það er stutt rútuferð fyrir okur og því eins auðvelt og hægt er. Bæði fáum við nægan tíma fyrir leikinn og þurfum ekki að fara í langt ferðalag. Það lítur mjög vel út.“ „Við eigum svo leiki í Marseille og París á stórum leikvöngum. Íslendingar ættu því að geta fengið miða á þá leiki.“Heimir ræðir við Lars Lagerbäck.Vísir/AFPEigum möguleika gegn öllum liðunum Ungverjaland tryggði sér sæti á EM með því að vinna Noreg í umspilinu og Heimir segir að landsliðsþjálfararnir hafi fylgst vel með leikjum þeirra. „Þetta eru áþekk lið og við teljum okkur klárlega eiga möguleika þau bæði. Það er þar að auki stutt síðan við spiluðum við Austurríki sem er gott lið á mikilli siglingu. Það er minna talað um þá en Austurríkismenn eru flottir.“Sjá einnig: Birkir mætir liðsfélaga sínum á EM „Portúgal þekkja svo allir. Cristiano Ronaldo er öflugur leikmaður sem getur klárað leiki fyrir þá. En ég held að við eigum möguleika í alla þessa andstæðinga.“ Hann segir að ekki hafi verið enn rætt sérstaklega um markmið Íslands í keppninni en að liðið hljóti að stefna að því að fara upp úr riðlinum og spila fleiri leiki. „Allir í hópnum eru meðvitaðir um að við getum farið upp úr riðlinum,“ sagði Heimir.Smelltu á myndina til að sjá hana stærri.Vísir/AFPDraumur okkar allra Heimir neitar því ekki að það sé mikil tilhlökkun fyrir mótið og draumur fyrir hann og alla aðra sem koma að liðinu að taka þátt í þessu ævintýri. „Það skiptir svo sem ekki máli hvort við séum að spila á 20 þúsund manna velli eða 80 þúsund - þetta er mikill heiður fyrir mann.“Sjá einnig: Þjóðin sátt á Twitter: „Draumariðill sem við vinnum“ Það var eðlilega mikið um að vera á drættinum í París í dag og Heimir sló á létta strengi við blaðamann Vísis. „Hér er mikið fjölmiðlafár og blaðamenn að hlaupa út um allt að fá viðtöl við alla þessa heimsþekktu þjálfara sem eru hér. Vicente del Bosque er í viðtali við allar stærstu sjónvarpsstöðvar heims en hér er ég að ræða við Vísi og Fréttablaðið. Það er bara gaman að þessu öllu saman.“
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Fleiri fréttir Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Sjá meira