Enski boltinn

Walcott: Draumur að spila með Giroud

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Giroud og Walcott fagna marki þess fyrrnefnda gegn Olympiacos.
Giroud og Walcott fagna marki þess fyrrnefnda gegn Olympiacos. vísir/getty
Theo Walcott segir að það sé draumur að spila með Oliver Giroud.

Frakkinn hefur farið mikinn með Arsenal í undanförnum leikjum og Walcott er afar ánægður með samherja sinn.

„Hann er ekki bara að skora heldur er hann að spila vel fyrir liðið,“ sagði Walcott um Giroud sem kom Arsenal á bragðið með marki úr vítaspyrnu í 0-2 sigrinum á Aston Villa í gær.

Í leiknum þar á undan, gegn Olympiacos í Meistaradeild Evrópu, skoraði Giroud öll mörk Arsenal í 0-3 sigri. Frakkinn er alls kominn með 14 mörk fyrir Skytturnar í öllum keppnum á tímabilinu.

Sjá einnig: Arsenal mætir Barcelona í 16 liða úrslitum

„Hann heldur boltanum vel, vinnur vel fyrir liðið og hjálpar til við að verjast föstum leikatriðum,“ sagði Walcott ennfremur um Giroud.

„Hann er að spila frábærlega þessa dagana og það er draumur að spila með honum. Hann er með mikið sjálfstraust og það er mikilvægt fyrir jólatörnina sem framundan er.“

Arsenal er sem stendur á toppi ensku úrvalsdeildarinnar en Leicester City getur endurheimt toppsætið með sigri á Chelsea í leik sem er núna í gangi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×