Enski boltinn

Carragher: Leicester verður ekki meistari

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Jamie Vardy fagnar eftir sigur sinna manna í gær.
Jamie Vardy fagnar eftir sigur sinna manna í gær. Vísir/Getty
Leicester tyllti sér aftur á topp ensku úrvalsdeildarinnar í gær með 2-1 sigri á Englandsmeisturum Chelsea með mörkum þeirra Jamie Vardy og Riyad Mahrez.

Leicester hefur komið liða mest á óvart í vetur en liðið er með tveggja stiga forystu á Arsenal og þrjú á Manchester City, nú þegar tæplega helmingur tímbilsins er liðinn.

Jamie Carragher, fyrrum leikmaður Liverpool og sérfræðingur hjá Sky Sports, sér þó ekki fyrir sér að Leicester muni halda dampi allt til loka tímabilsins.

„Ég sé enn ekki fyrir mér að liðið verði meistari. Til þess þyrfti liðið að vera enn á toppnum þegar það eru 5-6 umferðir eftir,“ sagði Carragher.

„Maður býst ekki við því að þeir Mahrez, Vardy og [N'Golo] Kante verði allir heilir í allan vetur og að Leicester heldi þessu út næstu mánuðina. Þetta eru líklega þrír bestu leikmenn deildarinnar í dag,“ sagði hann enn fremur.

Hann bætir við að janúarmánður verði erfiður fyrir Leicester og að ákveða hvort það eigi að kaupa leikmenn til að styrkja hópinn fyrir lokahluta tímabilsins. „En það gæti raskað jafnvæginu í liðinu að fá nýja leikmenn inn. Þetta lið er í föstum skorðum eins og er og þetta gæti verið erfið ákvörðun fryir þá.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×