Jói Kalli og Arnar tóku Van Gaal í gegn: „Stutt á milli þess að vera snillingur og trúður“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 15. desember 2015 16:00 Manchester United er án sigurs í síðustu fimm leikjum í öllum keppnum en liðið tapaði fyrir nýliðum Bournemouth á útivelli í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Louis van Gaal, knattspyrnustjóri United, hefur verið harðlega gagnrýndur á tímabilinu og sérstaklega undanfarnar vikur fyrir óáhugaverða og leiðinlega spilamennsku liðsins sem skilar svo engum úrslitum. Jóhannes Karl Guðjónsson, fyrrverandi atvinnu- og landsliðsmaður í fótbolta, var gestur í Messunni í gær en hann var undir stjórn Louis van Gaal hjá AZ Alkmar. „Við Van Gaal áttum ekkert alveg skap saman en ég verð að viðurkenna að þetta er einn besti þjálfari sem ég hef komist í kynni við,“ sagði Jóhannes. „Mér fannst hann alveg frábær á þeim tíma en hann er að gera allt aðra hluti þarna eins og það sem hann var að leggja upp með.“ „Hann lifir fyrir fótbolta og það er ekkert annað sem kemst að hjá honum en fótbolta. Hann er, eða var, með frábærar hugmyndir um fótbolta og er þekktur fyrir þetta Barcelona-leikkerfi 3-4-3 sem var frábært á sama tíma. Þetta er einhver allt annar fótbolti sem hann er að sýna hjá Manchester United í dag,“ sagði Jóhannes.Louis van Gaal er í erfiðum málum með Manchester United.vísir/gettyEnginn sem getur breytt leiknum Arnar Gunnlaugsson tók undir orð Jóhannesar en hann hefur engan húmor fyrir spilamennsku Manchester United undir stjórn Louis van Gaal. „Sumir af þessum eldri þjálfurum ná ekki að þróast með leiknum. Leikurinn þróast smá á hverju ári. Það eru alltof margir af þessum eldri þjálfurum sem staðna. Van Gaal er hrokafyllri en andskotinn. Það er hans leið eða engin leið,“ sagði Arnar og Jóhannes bætti við: „Það er galið að hann hafi látið menn eins og Di María, Januzaj og Chicharito fara, menn sem geta skorað fyrir hann mörk og geta breytt leikjum. Það er enginn svoleiðis maður hjá þeim í dag.“ Arnar benti á atvikið þegar Van Gaal setti Tim Krul í markið í vítaspyrnukeppninni gegn Kosta Ríka á HM 2014 en þá var hann mikill snillingur að flestra mati. Svoleiðis er ekki talað um Hollendinginn í dag. „Það er stutt á milli þess að vera snillingur og trúður í þessu. Van Gaal var snillingur þegar hann setti Tim Krul í markið í vítaspyrnukeppninni en nú virkar hann eins og trúður þegar hann tekur Fellaini af velli í síðasta leik,“ sagði Arnar Gunnlaugsson. Alla umræðuna má sjá í spilaranum hér að ofan. Enski boltinn Tengdar fréttir Messan: Gylfi hefur lent í gagnrýni vegna gengi liðsins Gylfi Þór Sigurðsson var besti leikmaður Swansea gegn Manchester City um helgina og fékk góða dóma í Messunni. 15. desember 2015 14:30 Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Íslenski boltinn Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Enski boltinn Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Fleiri fréttir Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Sjá meira
Manchester United er án sigurs í síðustu fimm leikjum í öllum keppnum en liðið tapaði fyrir nýliðum Bournemouth á útivelli í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Louis van Gaal, knattspyrnustjóri United, hefur verið harðlega gagnrýndur á tímabilinu og sérstaklega undanfarnar vikur fyrir óáhugaverða og leiðinlega spilamennsku liðsins sem skilar svo engum úrslitum. Jóhannes Karl Guðjónsson, fyrrverandi atvinnu- og landsliðsmaður í fótbolta, var gestur í Messunni í gær en hann var undir stjórn Louis van Gaal hjá AZ Alkmar. „Við Van Gaal áttum ekkert alveg skap saman en ég verð að viðurkenna að þetta er einn besti þjálfari sem ég hef komist í kynni við,“ sagði Jóhannes. „Mér fannst hann alveg frábær á þeim tíma en hann er að gera allt aðra hluti þarna eins og það sem hann var að leggja upp með.“ „Hann lifir fyrir fótbolta og það er ekkert annað sem kemst að hjá honum en fótbolta. Hann er, eða var, með frábærar hugmyndir um fótbolta og er þekktur fyrir þetta Barcelona-leikkerfi 3-4-3 sem var frábært á sama tíma. Þetta er einhver allt annar fótbolti sem hann er að sýna hjá Manchester United í dag,“ sagði Jóhannes.Louis van Gaal er í erfiðum málum með Manchester United.vísir/gettyEnginn sem getur breytt leiknum Arnar Gunnlaugsson tók undir orð Jóhannesar en hann hefur engan húmor fyrir spilamennsku Manchester United undir stjórn Louis van Gaal. „Sumir af þessum eldri þjálfurum ná ekki að þróast með leiknum. Leikurinn þróast smá á hverju ári. Það eru alltof margir af þessum eldri þjálfurum sem staðna. Van Gaal er hrokafyllri en andskotinn. Það er hans leið eða engin leið,“ sagði Arnar og Jóhannes bætti við: „Það er galið að hann hafi látið menn eins og Di María, Januzaj og Chicharito fara, menn sem geta skorað fyrir hann mörk og geta breytt leikjum. Það er enginn svoleiðis maður hjá þeim í dag.“ Arnar benti á atvikið þegar Van Gaal setti Tim Krul í markið í vítaspyrnukeppninni gegn Kosta Ríka á HM 2014 en þá var hann mikill snillingur að flestra mati. Svoleiðis er ekki talað um Hollendinginn í dag. „Það er stutt á milli þess að vera snillingur og trúður í þessu. Van Gaal var snillingur þegar hann setti Tim Krul í markið í vítaspyrnukeppninni en nú virkar hann eins og trúður þegar hann tekur Fellaini af velli í síðasta leik,“ sagði Arnar Gunnlaugsson. Alla umræðuna má sjá í spilaranum hér að ofan.
Enski boltinn Tengdar fréttir Messan: Gylfi hefur lent í gagnrýni vegna gengi liðsins Gylfi Þór Sigurðsson var besti leikmaður Swansea gegn Manchester City um helgina og fékk góða dóma í Messunni. 15. desember 2015 14:30 Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Íslenski boltinn Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Enski boltinn Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Fleiri fréttir Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Sjá meira
Messan: Gylfi hefur lent í gagnrýni vegna gengi liðsins Gylfi Þór Sigurðsson var besti leikmaður Swansea gegn Manchester City um helgina og fékk góða dóma í Messunni. 15. desember 2015 14:30