Jói Kalli og Arnar tóku Van Gaal í gegn: „Stutt á milli þess að vera snillingur og trúður“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 15. desember 2015 16:00 Manchester United er án sigurs í síðustu fimm leikjum í öllum keppnum en liðið tapaði fyrir nýliðum Bournemouth á útivelli í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Louis van Gaal, knattspyrnustjóri United, hefur verið harðlega gagnrýndur á tímabilinu og sérstaklega undanfarnar vikur fyrir óáhugaverða og leiðinlega spilamennsku liðsins sem skilar svo engum úrslitum. Jóhannes Karl Guðjónsson, fyrrverandi atvinnu- og landsliðsmaður í fótbolta, var gestur í Messunni í gær en hann var undir stjórn Louis van Gaal hjá AZ Alkmar. „Við Van Gaal áttum ekkert alveg skap saman en ég verð að viðurkenna að þetta er einn besti þjálfari sem ég hef komist í kynni við,“ sagði Jóhannes. „Mér fannst hann alveg frábær á þeim tíma en hann er að gera allt aðra hluti þarna eins og það sem hann var að leggja upp með.“ „Hann lifir fyrir fótbolta og það er ekkert annað sem kemst að hjá honum en fótbolta. Hann er, eða var, með frábærar hugmyndir um fótbolta og er þekktur fyrir þetta Barcelona-leikkerfi 3-4-3 sem var frábært á sama tíma. Þetta er einhver allt annar fótbolti sem hann er að sýna hjá Manchester United í dag,“ sagði Jóhannes.Louis van Gaal er í erfiðum málum með Manchester United.vísir/gettyEnginn sem getur breytt leiknum Arnar Gunnlaugsson tók undir orð Jóhannesar en hann hefur engan húmor fyrir spilamennsku Manchester United undir stjórn Louis van Gaal. „Sumir af þessum eldri þjálfurum ná ekki að þróast með leiknum. Leikurinn þróast smá á hverju ári. Það eru alltof margir af þessum eldri þjálfurum sem staðna. Van Gaal er hrokafyllri en andskotinn. Það er hans leið eða engin leið,“ sagði Arnar og Jóhannes bætti við: „Það er galið að hann hafi látið menn eins og Di María, Januzaj og Chicharito fara, menn sem geta skorað fyrir hann mörk og geta breytt leikjum. Það er enginn svoleiðis maður hjá þeim í dag.“ Arnar benti á atvikið þegar Van Gaal setti Tim Krul í markið í vítaspyrnukeppninni gegn Kosta Ríka á HM 2014 en þá var hann mikill snillingur að flestra mati. Svoleiðis er ekki talað um Hollendinginn í dag. „Það er stutt á milli þess að vera snillingur og trúður í þessu. Van Gaal var snillingur þegar hann setti Tim Krul í markið í vítaspyrnukeppninni en nú virkar hann eins og trúður þegar hann tekur Fellaini af velli í síðasta leik,“ sagði Arnar Gunnlaugsson. Alla umræðuna má sjá í spilaranum hér að ofan. Enski boltinn Tengdar fréttir Messan: Gylfi hefur lent í gagnrýni vegna gengi liðsins Gylfi Þór Sigurðsson var besti leikmaður Swansea gegn Manchester City um helgina og fékk góða dóma í Messunni. 15. desember 2015 14:30 Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Enski boltinn Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Fótbolti Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Sport „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Sunderland-Manchester City: City getur unnið sjöunda leikinn í röð Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Chelsea búið að reka Enzo Maresca Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Sjá meira
Manchester United er án sigurs í síðustu fimm leikjum í öllum keppnum en liðið tapaði fyrir nýliðum Bournemouth á útivelli í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Louis van Gaal, knattspyrnustjóri United, hefur verið harðlega gagnrýndur á tímabilinu og sérstaklega undanfarnar vikur fyrir óáhugaverða og leiðinlega spilamennsku liðsins sem skilar svo engum úrslitum. Jóhannes Karl Guðjónsson, fyrrverandi atvinnu- og landsliðsmaður í fótbolta, var gestur í Messunni í gær en hann var undir stjórn Louis van Gaal hjá AZ Alkmar. „Við Van Gaal áttum ekkert alveg skap saman en ég verð að viðurkenna að þetta er einn besti þjálfari sem ég hef komist í kynni við,“ sagði Jóhannes. „Mér fannst hann alveg frábær á þeim tíma en hann er að gera allt aðra hluti þarna eins og það sem hann var að leggja upp með.“ „Hann lifir fyrir fótbolta og það er ekkert annað sem kemst að hjá honum en fótbolta. Hann er, eða var, með frábærar hugmyndir um fótbolta og er þekktur fyrir þetta Barcelona-leikkerfi 3-4-3 sem var frábært á sama tíma. Þetta er einhver allt annar fótbolti sem hann er að sýna hjá Manchester United í dag,“ sagði Jóhannes.Louis van Gaal er í erfiðum málum með Manchester United.vísir/gettyEnginn sem getur breytt leiknum Arnar Gunnlaugsson tók undir orð Jóhannesar en hann hefur engan húmor fyrir spilamennsku Manchester United undir stjórn Louis van Gaal. „Sumir af þessum eldri þjálfurum ná ekki að þróast með leiknum. Leikurinn þróast smá á hverju ári. Það eru alltof margir af þessum eldri þjálfurum sem staðna. Van Gaal er hrokafyllri en andskotinn. Það er hans leið eða engin leið,“ sagði Arnar og Jóhannes bætti við: „Það er galið að hann hafi látið menn eins og Di María, Januzaj og Chicharito fara, menn sem geta skorað fyrir hann mörk og geta breytt leikjum. Það er enginn svoleiðis maður hjá þeim í dag.“ Arnar benti á atvikið þegar Van Gaal setti Tim Krul í markið í vítaspyrnukeppninni gegn Kosta Ríka á HM 2014 en þá var hann mikill snillingur að flestra mati. Svoleiðis er ekki talað um Hollendinginn í dag. „Það er stutt á milli þess að vera snillingur og trúður í þessu. Van Gaal var snillingur þegar hann setti Tim Krul í markið í vítaspyrnukeppninni en nú virkar hann eins og trúður þegar hann tekur Fellaini af velli í síðasta leik,“ sagði Arnar Gunnlaugsson. Alla umræðuna má sjá í spilaranum hér að ofan.
Enski boltinn Tengdar fréttir Messan: Gylfi hefur lent í gagnrýni vegna gengi liðsins Gylfi Þór Sigurðsson var besti leikmaður Swansea gegn Manchester City um helgina og fékk góða dóma í Messunni. 15. desember 2015 14:30 Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Enski boltinn Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Fótbolti Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Sport „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Sunderland-Manchester City: City getur unnið sjöunda leikinn í röð Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Chelsea búið að reka Enzo Maresca Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Sjá meira
Messan: Gylfi hefur lent í gagnrýni vegna gengi liðsins Gylfi Þór Sigurðsson var besti leikmaður Swansea gegn Manchester City um helgina og fékk góða dóma í Messunni. 15. desember 2015 14:30