Fótbolti

Franska deildin væri ekkert án Zlatan

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Zlatan Ibrahimovic yfirgefur líklega PSG í sumar.
Zlatan Ibrahimovic yfirgefur líklega PSG í sumar. vísir/getty
Franska 1. deildin verður einskis virði þegar Zlatan Ibrahimovic yfirgefur Paris Saint-Germain að mati Mino Raiola, umboðsmanns Svíans.

Zlatan er búinn að vinna Frakklandsmeistaratitilinn þrjú ár í röð með PSG eftir að koma þangað 2012 en búist er við að hann yfirgefi félagið næsta sumar.

Raila telur að PSG missi mikið af sjarma sínum þegar Zlatan fer frá félaginu og segir að aðeins sé talað um frönsku 1. deildina vegna komu Zlatans.

„Franska deildin er ekkert án Zlatan,“ sagði Raiola í viðtali við RMC. „PSG gaf frönskum fótbolta gjöf með því að ná í Zlatan.“

„Það var erfið ákvörðun fyrir hann að ganga í raðir PSG. Allir tala um Ronaldo og Messi í dag en það gleymist að Zlatan kom París á fótboltakortið.“

„PSG án Zlatan er eins og Formúla 1 án Ferrari,“ sagði Mino Raiola.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×