Innlent

Meirihlutinn í Langanesbyggð fallinn aftur

Sveinn Arnarsson skrifar
Frá Þórshöfn á Langanesi. Meirihluti sveitarstjórnarinnar hefur fallið tvisvar á þessu ári.
Frá Þórshöfn á Langanesi. Meirihluti sveitarstjórnarinnar hefur fallið tvisvar á þessu ári. vísir/pjetur

Meirihlutinn í Langanesbyggð er fallinn, öðru sinni á árinu, eftir að Reynir Atli Jónsson varaoddviti klauf sig frá U-lista í sveitarstjórn. Deilt er um umboð oddvita sveitarstjórnar, Siggeirs Stefánssonar, vegna viljayfirlýsingar um stórskipahöfn í Finnafirði.

Í febrúar klauf Reynir Atli sig úr fyrri meirihluta L- og N-lista og gerði samkomulag við U-lista um nýjan.

Reynir Atli bókaði á fundi sveitarstjórnar í gær að hann treysti sér ekki til að vinna áfram með meirihlutanum. „Í ljósi þess að varaoddviti getur ekki stutt vinnubrögð oddvita í tengslum við viljayfirlýsingu Finnafjarðarverkefnisins, telur hann meirihlutasamstarfi sjálfhætt,“ segir í bókuninni.

Hvorki náðist í Reyni Atla Jónsson né Siggeir Stefánsson við vinnslu fréttarinnar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.