Fótbolti

Átta gegn Íslandi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Wambach og Ásta Árnadóttir eigast við í leik Bandaríkjanna og Íslands árið 2005.
Wambach og Ásta Árnadóttir eigast við í leik Bandaríkjanna og Íslands árið 2005.
Abby Wambach hafði fyrir leikinn í nótt skorað 184 mörk fyrir bandaríska landsliðið og komst á blað á móti 33 þjóðum á landsliðsferli sínum.

Sjá einnig: Kveðjustund hjá engri venjulegri knattspyrnukonu

Abby Wambach hefur sýnt mátt sinn í landsleikjum á móti Íslandi frá þeim fyrsta í júní 2003. Wambach spilaði sinn níunda og síðasta landsleik á móti Íslandi á Algarve-mótinu í mars og það var jafnframt í fyrsta og eina sinn sem hún fagnaði ekki sigri í landsleik á móti Íslandi.

Wambach hefur skorað flest mörk á móti Mexíkó eða 24 talsins. Hún hefur skorað 11 mörk á móti Kosta Ríka, Noregi og Svíþjóð. Ísland er þar í níunda sætinu en Japan, Kína og Írland eru einnig fyrir ofan Ísland á markalista Abby Wambach.

Wambach skoraði tvennu í fyrstu tveimur landsleikjum sínum á móti Íslandi 2003 og 2004 og hún skoraði einnig bæði mörkin í 2-1 sigri í október 2006. Íslensku stelpunum tókst hins vegar að stoppa hana í þremur af síðustu fjórum leikjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×