Innlent

Ríkissaksóknari áfrýjar ekki sýknudómnum yfir Ástu

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Ásta Kristín grét við dómsuppkvaðninguna í Héraðsdómi Reykjavíkur 9. desember síðastliðinn.
Ásta Kristín grét við dómsuppkvaðninguna í Héraðsdómi Reykjavíkur 9. desember síðastliðinn.

Ríkissaksóknari hefur ákveðið að áfrýja ekki máli sínu til Hæstaréttar gegn Ástu Kristínu Andrésdóttur, hjúkrunarfræðingnum sem ákærður var fyrir manndráp af gáleysi. Ásta var fyrr í mánuðnum sýknuð af ákærunni. Þetta kemur fram á vefsíðu ríkissaksóknara.

Ásta Kristín þakkaði í dag allan þann stuðning sem hún fékk á meðan málinu stóð, og þá sérstaklega síðustu vikurnar. Hún sé mætt aftur til vinnu og að það hafi  verið gott að hitta vinnufélagana aftur. Þá verði komandi jól þau fyrstu í þrjú ár sem þetta mál hangi ekki yfir henni.

Henni var gefið að sök að hafa láðst að tæma úr kraga (belg) barkarraufarrennu þegar hún tók sjúklinginn úr öndunarvél og setti talventil á barkarraufarrennuna. Ásta neitaði alltaf sök í málinu.

Um er að ræða fordæmalaust mál, því þetta var í fyrsta sinn sem starfsmaður Landspítalans er ákærður fyrir mál af þessu tagi.


Tengdar fréttir

Grátið og klappað við dómsuppsögu

Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í gær Ástu Kristínu Andrésdóttur hjúkrunarfræðing af ákæru fyrir manndráp af gáleysi. Hún segist alltaf hafa vonast eftir þeirri niðurstöðu. Formaður Félags hjúkrunarfræðinga kallar eftir ranns



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×