Innlent

Ásta Kristín: Þriggja ára martröð lokið

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar

Ásta Kristín Andrésdóttir hjúkrunarfræðingur segir síðustu þrjú ár hafa verið martröð. Miklar tilfinningar brutust út í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun eftir að kveðinn var upp sýknudómur en hún var ákærð fyrir manndráp af gáleysi.

Hún segist ekki trúa öðru en að málinu sé núna lokið enda staðfesti dómurinn frásögn hennar að öllu leyti. Lögfræðingur hennar segir dóminn staðfesta að rannsókn lögreglu hafi verið misheppnuð frá upphafi.

„Mér er bara létt ég get ekki lýst þessu öðruvísi,“ sagði Ásta Kristín klökk eftir að dómur hafði verið kveðinn upp. Hún sagði dóminn ekki hafa komið sér á óvart.

„Ég er glöð að sjá í dómnum að þeir sáu það sem ég upplifði, að þeir trúðu mér. Ég vonaðist alltaf eftir þessari niðurstöðu. Ég náttúrlega treysti engu. Ég var búin að ganga í gegnum þrjú ár án þess að málið sé stoppað en það er gott að þetta er búið.“

Nánar verður sagt frá málinu og rætt við Ástu Kristínu, móður hennar og fleiri í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30, í opinni dagskrá sem fyrr.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×