Enski boltinn

Tap hjá Aroni en jafntefli hjá Sverri

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Aron Einar á ferðinni með Cardiff.
Aron Einar á ferðinni með Cardiff. vísir/getty
Aron Einar Gunnarsson var í byrjunarliði Cardiff City í kvöld er liðið varð af afar mikilvægum stigum gegn Birmingham.

Lokatölur 1-0 fyrir Birmingham sem komst fyrir vikið upp að hlið Cardiff í sjöunda sæti deildarinnar.

Cardiff hefði komst í umspilssæti í B-deildinni með sigri en verður að bíða eftir að komast í þann hóp.

Aron Einar var tekinn af velli tíu mínútum fyrir leikslok.

Sverrir Ingi Ingason lék allan leikinn í vörn Lokeren sem nældi í dramatískt jafntefli, 1-1, gegn Zulte Waregem. Brassinn Jajá skoraði jöfnunarmark Lokeren á 90. mínútu.

Lokeren er í ellefta sæti belgísku úrvalsdeildarinnar en Zulte því fimmta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×