Enski boltinn

Middlesbrough á toppinn

Stefán Árni Pálsson skrifar
Christian Stuani fagnar marki Middlesbourgh.
Christian Stuani fagnar marki Middlesbourgh.
Átta leikir fóru fram í ensku 1. deildinni í knattspyrnu í dag en Middlesbrough vann fínan sigur á Brighton & Hove Albion, 3-0, og er liðið komið á toppinn í deildinni.

Þetta var fyrsta tap Brighton & Hove Albion á tímabilinu. Það gengur ekkert hjá Jóhanni Berg Guðmundssyni og félögum í Charlton en liðið tapaði fyrir Burnley 4-0.

Bolton og Fulham gerðu 2-2 jafntefli í deildinni og Derby vann góðan útisigur á Ipswich. Middlesbrough er í efsta sæti deildarinnar með 46 stig, Derby í því öðru með 44 stig og Brighton & Hove Albion í því þriðja með 43 stig. Charlton er í því næst neðsta með aðeins 18 stig.

Hér að neðan smá sjá öll úrslit dagsins:

Brighton & Hove Albion 0 - 3 Middlesbrough

Bolton Wanderers 2 - 2 Fulham

Brentford 4 - 2 Huddersfield Town

Bristol City 1 - 1 Queens Park Rangers

Burnley 4 - 0 Charlton Athletic

Ipswich Town 0 - 1 Derby County

Nottingham Forest 2 - 1 Milton Keynes Dons

Rotherham United 2 - 0 Hull City




Fleiri fréttir

Sjá meira


×