COP21: Stofna alþjóðlegan samstöðuhóp um nýtingu jarðhita Atli Ísleifsson skrifar 1. desember 2015 09:59 Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra. Vísir/vilhelm Tilkynnt var um stofnun alþjóðlegs samstöðuhóps um nýtingu jarðhita á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í París í morgun. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra flutti í morgun ávarp á ráðstefnunni þar sem hann sagði að alþjóðasamfélagið yrði að ná saman um metnaðarfull markmið í loftlagsmálum.Í frétt á vef utanríkisráðuneytisins kemur fram að ráðherrann hafi sagt að í því samhengi væri mikilvægt að nýta þá möguleika sem jarðhitinn, sem orkuauðlind, veiti víða um heim „Fagnaði Gunnar Bragi þeim mikla áhuga sem samstöðuhópurinn hefur vakið, en á meðal stofnenda með Íslandi eru Frakkland, Bandaríkin, Ítalía og Nýja Sjáland, fjölmörg þróunarríki og fjölþjóðlegar stofnanir og aðilar á borð við Alþjóðabankann, Afríkusambandið og svæðabundna þróunarbanka. Orkustofnun, Íslenskar orkurannsóknir - ÍSOR og Jarðhitaskóli háskóla SÞ eru ennfremur stofnaðilar. Í ræðunni rakti utanríkisráðherra reynslu Íslendinga af nýtingu jarðhita og mikilvægi hans í að draga úr notkun jarðefniseldsneytis á Íslandi undanfarna þrjá áratugi. Þá undirstrikaði hann mikilvægi þess að auka menntun og þekkingu í jarðhita á meðal sérfræðinga frá þróunarlöndum með starfsemi Jarðhitaskóla háskóla Sameinuðu þjóðanna frá árinu 1978. Ísland hefur verið í fararbroddi ríkja um stofnun samstöðuhópsins en alþjóðleg samtök um endurnýjanlega orkugjafa, IRENA, hafa leitt vinnuna og munu vista samstarfsvettvanginn, sem verður í Abu Dhabi. Með samstarfshópnum er ætlað að búa til vettvang ríkja, stofnana og fyrirtækja sem vinna að aukinni nýtingu jarðhita á heimsvísu. Markmið samstarfsins er að auka hlutdeild jarðhita í orkubúskap heimsins, að fimmfalda raforkuframleiðslu fyrir 2030 og tvöfalda jarðhita til húshitunar á sama tíma. Þá er samstarfsvettvangurinn liður í að styðja við frumkvæði framkvæmdastjóra SÞ um að auka hlutfall sjálfbærrar orku um meira en helming fram til ársins 2030 (Sustainable Energy for All by 2030),“ segir í fréttinni. Loftslagsmál Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Fleiri fréttir „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Sjá meira
Tilkynnt var um stofnun alþjóðlegs samstöðuhóps um nýtingu jarðhita á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í París í morgun. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra flutti í morgun ávarp á ráðstefnunni þar sem hann sagði að alþjóðasamfélagið yrði að ná saman um metnaðarfull markmið í loftlagsmálum.Í frétt á vef utanríkisráðuneytisins kemur fram að ráðherrann hafi sagt að í því samhengi væri mikilvægt að nýta þá möguleika sem jarðhitinn, sem orkuauðlind, veiti víða um heim „Fagnaði Gunnar Bragi þeim mikla áhuga sem samstöðuhópurinn hefur vakið, en á meðal stofnenda með Íslandi eru Frakkland, Bandaríkin, Ítalía og Nýja Sjáland, fjölmörg þróunarríki og fjölþjóðlegar stofnanir og aðilar á borð við Alþjóðabankann, Afríkusambandið og svæðabundna þróunarbanka. Orkustofnun, Íslenskar orkurannsóknir - ÍSOR og Jarðhitaskóli háskóla SÞ eru ennfremur stofnaðilar. Í ræðunni rakti utanríkisráðherra reynslu Íslendinga af nýtingu jarðhita og mikilvægi hans í að draga úr notkun jarðefniseldsneytis á Íslandi undanfarna þrjá áratugi. Þá undirstrikaði hann mikilvægi þess að auka menntun og þekkingu í jarðhita á meðal sérfræðinga frá þróunarlöndum með starfsemi Jarðhitaskóla háskóla Sameinuðu þjóðanna frá árinu 1978. Ísland hefur verið í fararbroddi ríkja um stofnun samstöðuhópsins en alþjóðleg samtök um endurnýjanlega orkugjafa, IRENA, hafa leitt vinnuna og munu vista samstarfsvettvanginn, sem verður í Abu Dhabi. Með samstarfshópnum er ætlað að búa til vettvang ríkja, stofnana og fyrirtækja sem vinna að aukinni nýtingu jarðhita á heimsvísu. Markmið samstarfsins er að auka hlutdeild jarðhita í orkubúskap heimsins, að fimmfalda raforkuframleiðslu fyrir 2030 og tvöfalda jarðhita til húshitunar á sama tíma. Þá er samstarfsvettvangurinn liður í að styðja við frumkvæði framkvæmdastjóra SÞ um að auka hlutfall sjálfbærrar orku um meira en helming fram til ársins 2030 (Sustainable Energy for All by 2030),“ segir í fréttinni.
Loftslagsmál Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Fleiri fréttir „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Sjá meira