Stjórnir Þýskalands og Bretlands vilja hernað Guðsteinn Bjarnason skrifar 2. desember 2015 07:00 Angela Merkel Þýskalandskanslari, David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, og FranÇois Hollande Frakklandsforseti á leiðtogafundi í Brussel í október Fréttablaðið/EPA Þýska stjórnin samþykkti í gær taka þátt í hernaði Frakka gegn „Íslamska ríkinu“ í Sýrlandi. Stjórnin vonast til þess að fá samþykki þingsins á föstudaginn. Angela Merkel kanslari hefur heitið því að útvega að minnsta kosti þúsund hermenn ásamt herþotum og freigátu. Frakkar hófu lofthernað gegn Íslamska ríkinu í Sýrlandi strax í kjölfar voðaverkanna í París í síðasta mánuði. Sjálfsvígsárárásir kostuðu þar 130 manns lífið. Ursula von Leyen varnarmálaráðherra tók fram að ekkert hernaðarsamstarf við stjórn Bashars al Assad forseta komi til greina. Hún sagði hins vegar mikilvægt að koma í veg fyrir að ríkisvaldið í Sýrlandi hrynji. Ekki megi endurtaka mistökin frá Írak þegar stuðningsmönnum Saddams Hussein var öllum bolað burt, með þeim afleiðingum meðal annars að margir þeirra eru nú gengnir til liðs við Íslamska ríkið. Frank-Walter Steinmeier utanríkisráðherra segir síðan óhjákvæmilegt að reikna með því að þessi hernaður muni dragast verulega á langinn. André Wüstner, sem er formaður Bandalags þýskra hermanna, tekur í sama streng: „Ég reikna með að þessi hernaður, ef við sinnum honum af alvöru, muni vara töluvert lengur en tíu ár,“ sagði hann í sjónvarpsviðtali í gærmorgun. Breska stjórnin hefur sömuleiðis ákveðið að halda í hernað gegn Íslamska ríkinu. Reiknað er með því að breska þingið samþykki loftárásir með miklum meirihluta. Málið verður rætt á breska þinginu í dag og eru tíu klukkustundir ætlaðar til umræðnanna. Miklu skiptir fyrir úrslitin að Jeremy Corbyn, formaður Verkamannaflokksins, ákvað að þingmenn flokksins hefðu frjálsar hendur um atkvæðagreiðslu í staðinn fyrir að skylda þá til þess að greiða atkvæði gegn árásunum, eins og hann hefði getað gert í krafti leiðtogavalds síns. Þar með þykir ljóst að heimildin verði samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta, þótt vitað sé að hluti Verkamannaflokksins og einhver hluti Íhaldsflokksins muni greiða atkvæði gegn henni. Þá hefur arabíska fréttastöðin Al Jazeera skýrt frá því að Sýrlenska þjóðarbandalagið hafi, ásamt fleiri samtökum sýrlenskra stjórnarandstæðinga, samþykkt að taka þátt í friðarviðræðum síðar í mánuðinum í Ríad, höfuðborg Sádi-Arabíu. gudsteinn@frettabladid.is Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Fleiri fréttir Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Sjá meira
Þýska stjórnin samþykkti í gær taka þátt í hernaði Frakka gegn „Íslamska ríkinu“ í Sýrlandi. Stjórnin vonast til þess að fá samþykki þingsins á föstudaginn. Angela Merkel kanslari hefur heitið því að útvega að minnsta kosti þúsund hermenn ásamt herþotum og freigátu. Frakkar hófu lofthernað gegn Íslamska ríkinu í Sýrlandi strax í kjölfar voðaverkanna í París í síðasta mánuði. Sjálfsvígsárárásir kostuðu þar 130 manns lífið. Ursula von Leyen varnarmálaráðherra tók fram að ekkert hernaðarsamstarf við stjórn Bashars al Assad forseta komi til greina. Hún sagði hins vegar mikilvægt að koma í veg fyrir að ríkisvaldið í Sýrlandi hrynji. Ekki megi endurtaka mistökin frá Írak þegar stuðningsmönnum Saddams Hussein var öllum bolað burt, með þeim afleiðingum meðal annars að margir þeirra eru nú gengnir til liðs við Íslamska ríkið. Frank-Walter Steinmeier utanríkisráðherra segir síðan óhjákvæmilegt að reikna með því að þessi hernaður muni dragast verulega á langinn. André Wüstner, sem er formaður Bandalags þýskra hermanna, tekur í sama streng: „Ég reikna með að þessi hernaður, ef við sinnum honum af alvöru, muni vara töluvert lengur en tíu ár,“ sagði hann í sjónvarpsviðtali í gærmorgun. Breska stjórnin hefur sömuleiðis ákveðið að halda í hernað gegn Íslamska ríkinu. Reiknað er með því að breska þingið samþykki loftárásir með miklum meirihluta. Málið verður rætt á breska þinginu í dag og eru tíu klukkustundir ætlaðar til umræðnanna. Miklu skiptir fyrir úrslitin að Jeremy Corbyn, formaður Verkamannaflokksins, ákvað að þingmenn flokksins hefðu frjálsar hendur um atkvæðagreiðslu í staðinn fyrir að skylda þá til þess að greiða atkvæði gegn árásunum, eins og hann hefði getað gert í krafti leiðtogavalds síns. Þar með þykir ljóst að heimildin verði samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta, þótt vitað sé að hluti Verkamannaflokksins og einhver hluti Íhaldsflokksins muni greiða atkvæði gegn henni. Þá hefur arabíska fréttastöðin Al Jazeera skýrt frá því að Sýrlenska þjóðarbandalagið hafi, ásamt fleiri samtökum sýrlenskra stjórnarandstæðinga, samþykkt að taka þátt í friðarviðræðum síðar í mánuðinum í Ríad, höfuðborg Sádi-Arabíu. gudsteinn@frettabladid.is
Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Fleiri fréttir Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“