Fótbolti

Ronaldo knúsaði aðdáanda sem grét

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Það getur tekið á að hitta átrúnaðargoð sitt og sumir missa þá algjörlega stjórn á tilfinningum sínum.

Portúgalinn Cristiano Ronaldo er með vinsælli íþróttamönnum heims og það er setið fyrir honum hvert sem hann kemur.

Er hann labbaði í gegnum flugvöllinn í Bilbao þá biðu nokkrir aðdáendur eftir honum. Ungur drengur réð ekkert við sig er hann stóð hjá Ronaldo. Bara grét og grét.

Ronaldo áritaði fyrir hann treyju og tók síðan utan um hann svo honum liði betur.

Knúsið má sjá hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×