Enski boltinn

Cahill fékk nýjan samning

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Gary Cahill skrifaði í dag undir nýjan fjögurra ára samning við Chelsea og framlengir því dvöl sína í Lundúnum til 2019.

Cahill kom frá Bolton í upphafi árs 2012 og hefur verið fastamaður í vörn Chelsea sem hefur síðan þá unnið alla þá stærstu titla sem í boði eru.

Hann á að baki 177 leiki með Chelsea og hefur skorað í þeim fimmtán mörk. Þá er hann fastamaður í enska landsliðinu og hefur spilað 40 leiki fyrir hönd þjóðar sinnar.

„Ég afrekað margt hér og vona að ég geti haldið áfram að læra, hjálpað liðinu og lyfta bikurum næstu fjögur árum,“ sagði Cahill í viðtali við heimasíðu félagsins.

Staða Chelsea í ensku úrvalsdeildinni er þó slæm í dag en liðið er í fjórtánda sæti með fimmtán stig. Liðið hefur þó ekki tapað síðustu tveimur deildarleikjum sínum og mætir nýliðum Bournemouth á heimavelli á laugardag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×