Átján prósent tilkynntra nauðgana enduðu fyrir dómi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. desember 2015 18:00 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir í pontu á málþinginu í dag. Fyrir aftan hana sést í Ólaf Börk Þorvaldsson, hæstaréttardómara, sem var fundarstjóri. vísir/vilhelm Af þeim 164 nauðgunum sem tilkynntar voru til lögreglu á árunum 2008 til 2009 var aðeins ákært í 29 málum. Sakfellt var í 75 prósent þeirra og var meðalþyngd dóms 3 ár. Þetta eru niðurstöður rannsóknar sem kynnt var á málþingi í Háskólanum í Reykjavík í dag um meðferð nauðgunarmála og viðhorf til brotanna. Rannsóknin miðaði að því að greina einkenni brotanna sem kærð voru til lögreglu á þessum tveimur árum en rannsóknina unnu þær Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, sviðsstjóri lögfræðisviðs Háskólans á Bifröst, og Hildur Fjóla Antonsdóttir, lögfræðingur, en sú fyrrnefnda kynnti skýrsluna í dag. Í 62 málum af þessum 164 var rannsókn hætt vegna þess sem kallað er formlegar ástæður en langstærsta breytan þar var sú að brotaþoli vildi ekki kæra. Þá voru 27 mál felld niður vegna efnislegra ástæðna.Umræðan um að það þýði ekki að kæra getur verið hættuleg Þrátt fyrir að ekki hafi verið ákært í fleiri málum en raun ber vitni sagði Þorbjörg, sem starfaði lengi sem saksóknari hjá ríkissaksóknara, að vinnubrögð lögreglu væru engu að síður almennt góð þegar kæmi að rannsóknum á kynferðisbrotamálum.Málþingið í dag var vel sótt.vísir/vilhelm„Eftir að hafa farið yfir þessi gögn þá er það nú samt þannig að þegar skýrslur lögreglu eru lesnar þá sést að yfirheyrslutækni og almennt verklag er nokkuð gott. Því getur sú umræða verið hættuleg og ekki endilega brotaþola í hag að það sé ekki eftir neinu að leita með því að leggja fram kæru til lögreglu,“ sagði Þorbjörg meðal annar. Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu meðal annars í ljós að eitt helsta einkenni nauðgunarbrota sem kærð voru til lögreglu á þessum árum var afar ungur aldur brotaþola. Í 40 prósent tilfella var brotaþoli barn, það er yngri en 18 ára, og í nánast öllum málunum var brotaþoli kona eða stúlka, eða í 160 málum. Skiptir máli fyrir framgang rannsóknar að tilkynna málin fljótt Þorbjörg og Hildur fengu aðgang að rannsóknargögnum lögreglu um land allt en 62,5 prósent málanna voru kærð til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Mjög sterkt einkenni brotanna sem kærð voru var að þau áttu sér stað að næturlagi um helgar og algengasti brotavettvangurinn var heimili, annað hvort sakbornings eða brotaþola. Þá voru gjarnan kunningja-eða vinatengsl á milli aðila, eða í 37 prósent tilvika, og í þriðjungi mála var um að ræða kynni sem tókust með brotaþola og sakborningi sama kvöld og brotið átti sér stað. Um 45 prósent brotanna voru tilkynnt til lögreglu innan sólarhrings frá því að þau áttu sér stað. Sagði Þorbjörg að það hefði mikið að segja um framgang rannsóknarinnar hversu fljótt lögreglan fær málið til rannsóknar. Skiptir þar mestu að auðveldara er að tryggja rannsóknarhagsmuni í blábyrjun máls og aðgang að sönnunargögnum.Þorbjörg Sigríður og þau Svala Ísfeld Ólafsdóttir, dósent, og Símon Sigvaldason, héraðsdómari, sem einnig fluttu erindi á málþinginu.vísir/vilhelmTekur 15 mánuði fyrir mál að fara í gegnum kerfið Þorbjörg nefndi sérstaklega þrjá þætti sem benda til þess að ný, eða fersk, mál leiða frekar til ákæru en eldri mál. Þannig leiddi það frekar til ákæru ef brot voru tilkynnt samdægurs til lögreglu auk þess sem það virtist styrkja málin ef stuttur tími leið frá því brotið var tilkynnt og þar til lögreglan tók skýrslu af sakborningi. Þá skipti einnig máli hvort að sakborningur var handtekinn vegna rannsóknar en í 69 málum af 164 var handtökum beitt. Þá var mikill aldursmunur brotaþola og geranda einkennandi í þeim málum sem ákært var í en hann var að meðaltali 11,1 ár í ákærumálum en 6 ár í málum sem felld voru niður. Auk þessa kom glögglega í ljós við rannsókn Þorbjargar og Hildar hversu miklu máli málshraðinn skiptir; ef málshraðinn er eðlilegur er frekar ákært og vísaði Þorbjörg til þeirra þátta sem nefndir voru hér áður, til dæmis hvenær kæra brotaþola berst lögreglu. „Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu tók að meðaltali skemmri tíma en rannsókn hjá öðrum lögregluembættum. Meðaltalið hjá LRH var 122 dagar en 161 dagur annar staðar. Það tekur síðan að meðaltali 15 mánuði fyrir málið að fara í gegnum kerfið, það er frá því að kæra berst og þar til dómur fellur, sem er auðvitað langur og þungbær tími fyrir alla,“ sagði Þorbjörg. Tengdar fréttir Móðir brotaþola í hópnauðgunarmálinu: „Þeir eru ekki bara einhver skrímsli“ Lilja Guðný Björnsdóttir, móðir brotaþola í hópnauðgunarmálinu, segist ekki geta lýst því sem fór í gegnum huga hennar þegar dóttir hennar sagði henni hvað hefði komið fyrir í partýi í Breiðholti í maí í fyrra. 26. nóvember 2015 19:00 Telur að endurmennta þurfi dómara landsins Unnur Brá Konráðsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, vill að gripið verði til aðgerða til að bæta meðferð kynferðisbrota í kerfinu. 28. nóvember 2015 07:00 Sýknaður af ákæru um að hafa nauðgað 17 ára stúlku Héraðsdómur Vesturlands sýknaði í dag karlmann af ákæru um nauðgun og brot á barnaverndarlögum en manninum var gefið að sök að hafa nauðgað 17 ára stúlku í mars í fyrra. 25. nóvember 2015 17:43 Ný íslensk rannsókn: Frekar sakfellt í kynferðisbrotamálum ef þolandi er með áverka Algengara er að þolandi og gerandi þekkist ekki í nauðgunarmálum á Íslandi. 4. desember 2015 06:00 Mótmæli við héraðsdóm: „Skilaboðin eru þau að íslenskir, gagnkynhneigðir menn mega nauðga konum eins og þá lystir“ Boðað hefur verið til mótmæla við Héraðsdóm Reykjvíkur í dag klukkan 17 í tilefni af sýknudómum sem fallið hafa í kynferðisbrotamálum undanfarið. 26. nóvember 2015 09:37 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Sjá meira
Af þeim 164 nauðgunum sem tilkynntar voru til lögreglu á árunum 2008 til 2009 var aðeins ákært í 29 málum. Sakfellt var í 75 prósent þeirra og var meðalþyngd dóms 3 ár. Þetta eru niðurstöður rannsóknar sem kynnt var á málþingi í Háskólanum í Reykjavík í dag um meðferð nauðgunarmála og viðhorf til brotanna. Rannsóknin miðaði að því að greina einkenni brotanna sem kærð voru til lögreglu á þessum tveimur árum en rannsóknina unnu þær Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, sviðsstjóri lögfræðisviðs Háskólans á Bifröst, og Hildur Fjóla Antonsdóttir, lögfræðingur, en sú fyrrnefnda kynnti skýrsluna í dag. Í 62 málum af þessum 164 var rannsókn hætt vegna þess sem kallað er formlegar ástæður en langstærsta breytan þar var sú að brotaþoli vildi ekki kæra. Þá voru 27 mál felld niður vegna efnislegra ástæðna.Umræðan um að það þýði ekki að kæra getur verið hættuleg Þrátt fyrir að ekki hafi verið ákært í fleiri málum en raun ber vitni sagði Þorbjörg, sem starfaði lengi sem saksóknari hjá ríkissaksóknara, að vinnubrögð lögreglu væru engu að síður almennt góð þegar kæmi að rannsóknum á kynferðisbrotamálum.Málþingið í dag var vel sótt.vísir/vilhelm„Eftir að hafa farið yfir þessi gögn þá er það nú samt þannig að þegar skýrslur lögreglu eru lesnar þá sést að yfirheyrslutækni og almennt verklag er nokkuð gott. Því getur sú umræða verið hættuleg og ekki endilega brotaþola í hag að það sé ekki eftir neinu að leita með því að leggja fram kæru til lögreglu,“ sagði Þorbjörg meðal annar. Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu meðal annars í ljós að eitt helsta einkenni nauðgunarbrota sem kærð voru til lögreglu á þessum árum var afar ungur aldur brotaþola. Í 40 prósent tilfella var brotaþoli barn, það er yngri en 18 ára, og í nánast öllum málunum var brotaþoli kona eða stúlka, eða í 160 málum. Skiptir máli fyrir framgang rannsóknar að tilkynna málin fljótt Þorbjörg og Hildur fengu aðgang að rannsóknargögnum lögreglu um land allt en 62,5 prósent málanna voru kærð til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Mjög sterkt einkenni brotanna sem kærð voru var að þau áttu sér stað að næturlagi um helgar og algengasti brotavettvangurinn var heimili, annað hvort sakbornings eða brotaþola. Þá voru gjarnan kunningja-eða vinatengsl á milli aðila, eða í 37 prósent tilvika, og í þriðjungi mála var um að ræða kynni sem tókust með brotaþola og sakborningi sama kvöld og brotið átti sér stað. Um 45 prósent brotanna voru tilkynnt til lögreglu innan sólarhrings frá því að þau áttu sér stað. Sagði Þorbjörg að það hefði mikið að segja um framgang rannsóknarinnar hversu fljótt lögreglan fær málið til rannsóknar. Skiptir þar mestu að auðveldara er að tryggja rannsóknarhagsmuni í blábyrjun máls og aðgang að sönnunargögnum.Þorbjörg Sigríður og þau Svala Ísfeld Ólafsdóttir, dósent, og Símon Sigvaldason, héraðsdómari, sem einnig fluttu erindi á málþinginu.vísir/vilhelmTekur 15 mánuði fyrir mál að fara í gegnum kerfið Þorbjörg nefndi sérstaklega þrjá þætti sem benda til þess að ný, eða fersk, mál leiða frekar til ákæru en eldri mál. Þannig leiddi það frekar til ákæru ef brot voru tilkynnt samdægurs til lögreglu auk þess sem það virtist styrkja málin ef stuttur tími leið frá því brotið var tilkynnt og þar til lögreglan tók skýrslu af sakborningi. Þá skipti einnig máli hvort að sakborningur var handtekinn vegna rannsóknar en í 69 málum af 164 var handtökum beitt. Þá var mikill aldursmunur brotaþola og geranda einkennandi í þeim málum sem ákært var í en hann var að meðaltali 11,1 ár í ákærumálum en 6 ár í málum sem felld voru niður. Auk þessa kom glögglega í ljós við rannsókn Þorbjargar og Hildar hversu miklu máli málshraðinn skiptir; ef málshraðinn er eðlilegur er frekar ákært og vísaði Þorbjörg til þeirra þátta sem nefndir voru hér áður, til dæmis hvenær kæra brotaþola berst lögreglu. „Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu tók að meðaltali skemmri tíma en rannsókn hjá öðrum lögregluembættum. Meðaltalið hjá LRH var 122 dagar en 161 dagur annar staðar. Það tekur síðan að meðaltali 15 mánuði fyrir málið að fara í gegnum kerfið, það er frá því að kæra berst og þar til dómur fellur, sem er auðvitað langur og þungbær tími fyrir alla,“ sagði Þorbjörg.
Tengdar fréttir Móðir brotaþola í hópnauðgunarmálinu: „Þeir eru ekki bara einhver skrímsli“ Lilja Guðný Björnsdóttir, móðir brotaþola í hópnauðgunarmálinu, segist ekki geta lýst því sem fór í gegnum huga hennar þegar dóttir hennar sagði henni hvað hefði komið fyrir í partýi í Breiðholti í maí í fyrra. 26. nóvember 2015 19:00 Telur að endurmennta þurfi dómara landsins Unnur Brá Konráðsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, vill að gripið verði til aðgerða til að bæta meðferð kynferðisbrota í kerfinu. 28. nóvember 2015 07:00 Sýknaður af ákæru um að hafa nauðgað 17 ára stúlku Héraðsdómur Vesturlands sýknaði í dag karlmann af ákæru um nauðgun og brot á barnaverndarlögum en manninum var gefið að sök að hafa nauðgað 17 ára stúlku í mars í fyrra. 25. nóvember 2015 17:43 Ný íslensk rannsókn: Frekar sakfellt í kynferðisbrotamálum ef þolandi er með áverka Algengara er að þolandi og gerandi þekkist ekki í nauðgunarmálum á Íslandi. 4. desember 2015 06:00 Mótmæli við héraðsdóm: „Skilaboðin eru þau að íslenskir, gagnkynhneigðir menn mega nauðga konum eins og þá lystir“ Boðað hefur verið til mótmæla við Héraðsdóm Reykjvíkur í dag klukkan 17 í tilefni af sýknudómum sem fallið hafa í kynferðisbrotamálum undanfarið. 26. nóvember 2015 09:37 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Sjá meira
Móðir brotaþola í hópnauðgunarmálinu: „Þeir eru ekki bara einhver skrímsli“ Lilja Guðný Björnsdóttir, móðir brotaþola í hópnauðgunarmálinu, segist ekki geta lýst því sem fór í gegnum huga hennar þegar dóttir hennar sagði henni hvað hefði komið fyrir í partýi í Breiðholti í maí í fyrra. 26. nóvember 2015 19:00
Telur að endurmennta þurfi dómara landsins Unnur Brá Konráðsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, vill að gripið verði til aðgerða til að bæta meðferð kynferðisbrota í kerfinu. 28. nóvember 2015 07:00
Sýknaður af ákæru um að hafa nauðgað 17 ára stúlku Héraðsdómur Vesturlands sýknaði í dag karlmann af ákæru um nauðgun og brot á barnaverndarlögum en manninum var gefið að sök að hafa nauðgað 17 ára stúlku í mars í fyrra. 25. nóvember 2015 17:43
Ný íslensk rannsókn: Frekar sakfellt í kynferðisbrotamálum ef þolandi er með áverka Algengara er að þolandi og gerandi þekkist ekki í nauðgunarmálum á Íslandi. 4. desember 2015 06:00
Mótmæli við héraðsdóm: „Skilaboðin eru þau að íslenskir, gagnkynhneigðir menn mega nauðga konum eins og þá lystir“ Boðað hefur verið til mótmæla við Héraðsdóm Reykjvíkur í dag klukkan 17 í tilefni af sýknudómum sem fallið hafa í kynferðisbrotamálum undanfarið. 26. nóvember 2015 09:37
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent