Ný íslensk rannsókn: Frekar sakfellt í kynferðisbrotamálum ef þolandi er með áverka Snærós Sindradóttir skrifar 4. desember 2015 06:00 Svala Ísfeld Ólafsdóttir rannsakaði dómana og einkenni þeirra. Fréttablaðið/Valli Oftar er sakfellt í nauðgunarmálum hjá unglingsstúlkum þar sem þolandi og gerandi þekkjast ekki á verknaðarstundu. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn Svölu Ísfeld Ólafsdóttur, dósents við lagadeild Háskólans í Reykjavík. Svala rannsakaði dóma Hæstaréttar frá 1920 til 2015 þar sem þolandi brots var unglingsstúlka, á aldrinum 13 til 17 ára. Dómarnir voru 32 talsins en mikill meirihluti þeirra féll á árunum 1992 til 2015, eða 27 þeirra. Í átján málum þekktust þolandi og gerandi ekkert. Þau voru kunningjar í þremur og þekktust í tólf málum. Þetta rímar ekki við tölur um nauðganir hjá Stígamótum, samtökum sem hjálpa þolendum í kjölfar kynferðisbrots. Í tölum Stígamóta var gerandi ókunnugur í fjórðungi mála árið 2014. Hann var vinur eða kunningi í 36 prósentum mála, maki í 24 prósentum mála og frændi eða frænka í tæplega þremur prósentum mála.Algengara að þolandi og gerandi þekkist ekki Svala segir að skoðun dómanna leiði í ljós að algengara sé að þolandi og gerandi þekkist ekki. „Málin sem dæmd eru í Hæstarétti einkennast af því að kært er strax, aðilar þekkjast ekki og eins þá styðja áverkar framburð þolandans,“ segir Svala. Sakfelling er líklegri ef líkamlegir áverkar eru á þolanda þegar leitað er til læknis eftir nauðgun eða í 76 prósentum tilfella. Þolendur leituðu læknis eða fóru á neyðarmóttöku í 90 prósentum tilvika. 64 prósent brotanna voru kærð innan sólarhrings. Aðeins tvisvar var sakfellt þegar eitt til fimm ár voru liðin frá nauðguninni. Allir gerendur neituðu sök nema tveir. Rannsóknin verður frekar kynnt á málþingi á vegum lagadeildar Háskólans í Reykjavík og Háskólans á Bifröst í dag undir yfirskriftinni: Meðferð nauðgunarmála og viðhorf til brotanna. Tengdar fréttir Ánægðust með að nú verður til kæruleið í kynferðisbrotamálum Kolbrún Benediktsdóttir, nýskipaður varahéraðssaksóknari, segir nýtt starf leggjast vel í sig. Það sé spennandi að taka þátt í stofnun nýs embættis. 30. október 2015 09:00 Vill láta skoða hvort eitthvað í lögum ýti undir að ofbeldi fái að þrífast Heiða Kristín Helgadóttir vill að settur verði á fót þverpólitískur hópur til að skoða þessi mál. 27. nóvember 2015 12:48 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira
Oftar er sakfellt í nauðgunarmálum hjá unglingsstúlkum þar sem þolandi og gerandi þekkjast ekki á verknaðarstundu. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn Svölu Ísfeld Ólafsdóttur, dósents við lagadeild Háskólans í Reykjavík. Svala rannsakaði dóma Hæstaréttar frá 1920 til 2015 þar sem þolandi brots var unglingsstúlka, á aldrinum 13 til 17 ára. Dómarnir voru 32 talsins en mikill meirihluti þeirra féll á árunum 1992 til 2015, eða 27 þeirra. Í átján málum þekktust þolandi og gerandi ekkert. Þau voru kunningjar í þremur og þekktust í tólf málum. Þetta rímar ekki við tölur um nauðganir hjá Stígamótum, samtökum sem hjálpa þolendum í kjölfar kynferðisbrots. Í tölum Stígamóta var gerandi ókunnugur í fjórðungi mála árið 2014. Hann var vinur eða kunningi í 36 prósentum mála, maki í 24 prósentum mála og frændi eða frænka í tæplega þremur prósentum mála.Algengara að þolandi og gerandi þekkist ekki Svala segir að skoðun dómanna leiði í ljós að algengara sé að þolandi og gerandi þekkist ekki. „Málin sem dæmd eru í Hæstarétti einkennast af því að kært er strax, aðilar þekkjast ekki og eins þá styðja áverkar framburð þolandans,“ segir Svala. Sakfelling er líklegri ef líkamlegir áverkar eru á þolanda þegar leitað er til læknis eftir nauðgun eða í 76 prósentum tilfella. Þolendur leituðu læknis eða fóru á neyðarmóttöku í 90 prósentum tilvika. 64 prósent brotanna voru kærð innan sólarhrings. Aðeins tvisvar var sakfellt þegar eitt til fimm ár voru liðin frá nauðguninni. Allir gerendur neituðu sök nema tveir. Rannsóknin verður frekar kynnt á málþingi á vegum lagadeildar Háskólans í Reykjavík og Háskólans á Bifröst í dag undir yfirskriftinni: Meðferð nauðgunarmála og viðhorf til brotanna.
Tengdar fréttir Ánægðust með að nú verður til kæruleið í kynferðisbrotamálum Kolbrún Benediktsdóttir, nýskipaður varahéraðssaksóknari, segir nýtt starf leggjast vel í sig. Það sé spennandi að taka þátt í stofnun nýs embættis. 30. október 2015 09:00 Vill láta skoða hvort eitthvað í lögum ýti undir að ofbeldi fái að þrífast Heiða Kristín Helgadóttir vill að settur verði á fót þverpólitískur hópur til að skoða þessi mál. 27. nóvember 2015 12:48 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira
Ánægðust með að nú verður til kæruleið í kynferðisbrotamálum Kolbrún Benediktsdóttir, nýskipaður varahéraðssaksóknari, segir nýtt starf leggjast vel í sig. Það sé spennandi að taka þátt í stofnun nýs embættis. 30. október 2015 09:00
Vill láta skoða hvort eitthvað í lögum ýti undir að ofbeldi fái að þrífast Heiða Kristín Helgadóttir vill að settur verði á fót þverpólitískur hópur til að skoða þessi mál. 27. nóvember 2015 12:48