Ný íslensk rannsókn: Frekar sakfellt í kynferðisbrotamálum ef þolandi er með áverka Snærós Sindradóttir skrifar 4. desember 2015 06:00 Svala Ísfeld Ólafsdóttir rannsakaði dómana og einkenni þeirra. Fréttablaðið/Valli Oftar er sakfellt í nauðgunarmálum hjá unglingsstúlkum þar sem þolandi og gerandi þekkjast ekki á verknaðarstundu. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn Svölu Ísfeld Ólafsdóttur, dósents við lagadeild Háskólans í Reykjavík. Svala rannsakaði dóma Hæstaréttar frá 1920 til 2015 þar sem þolandi brots var unglingsstúlka, á aldrinum 13 til 17 ára. Dómarnir voru 32 talsins en mikill meirihluti þeirra féll á árunum 1992 til 2015, eða 27 þeirra. Í átján málum þekktust þolandi og gerandi ekkert. Þau voru kunningjar í þremur og þekktust í tólf málum. Þetta rímar ekki við tölur um nauðganir hjá Stígamótum, samtökum sem hjálpa þolendum í kjölfar kynferðisbrots. Í tölum Stígamóta var gerandi ókunnugur í fjórðungi mála árið 2014. Hann var vinur eða kunningi í 36 prósentum mála, maki í 24 prósentum mála og frændi eða frænka í tæplega þremur prósentum mála.Algengara að þolandi og gerandi þekkist ekki Svala segir að skoðun dómanna leiði í ljós að algengara sé að þolandi og gerandi þekkist ekki. „Málin sem dæmd eru í Hæstarétti einkennast af því að kært er strax, aðilar þekkjast ekki og eins þá styðja áverkar framburð þolandans,“ segir Svala. Sakfelling er líklegri ef líkamlegir áverkar eru á þolanda þegar leitað er til læknis eftir nauðgun eða í 76 prósentum tilfella. Þolendur leituðu læknis eða fóru á neyðarmóttöku í 90 prósentum tilvika. 64 prósent brotanna voru kærð innan sólarhrings. Aðeins tvisvar var sakfellt þegar eitt til fimm ár voru liðin frá nauðguninni. Allir gerendur neituðu sök nema tveir. Rannsóknin verður frekar kynnt á málþingi á vegum lagadeildar Háskólans í Reykjavík og Háskólans á Bifröst í dag undir yfirskriftinni: Meðferð nauðgunarmála og viðhorf til brotanna. Tengdar fréttir Ánægðust með að nú verður til kæruleið í kynferðisbrotamálum Kolbrún Benediktsdóttir, nýskipaður varahéraðssaksóknari, segir nýtt starf leggjast vel í sig. Það sé spennandi að taka þátt í stofnun nýs embættis. 30. október 2015 09:00 Vill láta skoða hvort eitthvað í lögum ýti undir að ofbeldi fái að þrífast Heiða Kristín Helgadóttir vill að settur verði á fót þverpólitískur hópur til að skoða þessi mál. 27. nóvember 2015 12:48 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Sjá meira
Oftar er sakfellt í nauðgunarmálum hjá unglingsstúlkum þar sem þolandi og gerandi þekkjast ekki á verknaðarstundu. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn Svölu Ísfeld Ólafsdóttur, dósents við lagadeild Háskólans í Reykjavík. Svala rannsakaði dóma Hæstaréttar frá 1920 til 2015 þar sem þolandi brots var unglingsstúlka, á aldrinum 13 til 17 ára. Dómarnir voru 32 talsins en mikill meirihluti þeirra féll á árunum 1992 til 2015, eða 27 þeirra. Í átján málum þekktust þolandi og gerandi ekkert. Þau voru kunningjar í þremur og þekktust í tólf málum. Þetta rímar ekki við tölur um nauðganir hjá Stígamótum, samtökum sem hjálpa þolendum í kjölfar kynferðisbrots. Í tölum Stígamóta var gerandi ókunnugur í fjórðungi mála árið 2014. Hann var vinur eða kunningi í 36 prósentum mála, maki í 24 prósentum mála og frændi eða frænka í tæplega þremur prósentum mála.Algengara að þolandi og gerandi þekkist ekki Svala segir að skoðun dómanna leiði í ljós að algengara sé að þolandi og gerandi þekkist ekki. „Málin sem dæmd eru í Hæstarétti einkennast af því að kært er strax, aðilar þekkjast ekki og eins þá styðja áverkar framburð þolandans,“ segir Svala. Sakfelling er líklegri ef líkamlegir áverkar eru á þolanda þegar leitað er til læknis eftir nauðgun eða í 76 prósentum tilfella. Þolendur leituðu læknis eða fóru á neyðarmóttöku í 90 prósentum tilvika. 64 prósent brotanna voru kærð innan sólarhrings. Aðeins tvisvar var sakfellt þegar eitt til fimm ár voru liðin frá nauðguninni. Allir gerendur neituðu sök nema tveir. Rannsóknin verður frekar kynnt á málþingi á vegum lagadeildar Háskólans í Reykjavík og Háskólans á Bifröst í dag undir yfirskriftinni: Meðferð nauðgunarmála og viðhorf til brotanna.
Tengdar fréttir Ánægðust með að nú verður til kæruleið í kynferðisbrotamálum Kolbrún Benediktsdóttir, nýskipaður varahéraðssaksóknari, segir nýtt starf leggjast vel í sig. Það sé spennandi að taka þátt í stofnun nýs embættis. 30. október 2015 09:00 Vill láta skoða hvort eitthvað í lögum ýti undir að ofbeldi fái að þrífast Heiða Kristín Helgadóttir vill að settur verði á fót þverpólitískur hópur til að skoða þessi mál. 27. nóvember 2015 12:48 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Sjá meira
Ánægðust með að nú verður til kæruleið í kynferðisbrotamálum Kolbrún Benediktsdóttir, nýskipaður varahéraðssaksóknari, segir nýtt starf leggjast vel í sig. Það sé spennandi að taka þátt í stofnun nýs embættis. 30. október 2015 09:00
Vill láta skoða hvort eitthvað í lögum ýti undir að ofbeldi fái að þrífast Heiða Kristín Helgadóttir vill að settur verði á fót þverpólitískur hópur til að skoða þessi mál. 27. nóvember 2015 12:48