Mótmæli við héraðsdóm: „Skilaboðin eru þau að íslenskir, gagnkynhneigðir menn mega nauðga konum eins og þá lystir“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 26. nóvember 2015 09:37 Héraðsdómur Reykjavíkur þar sem boðað hefur verið til mótmælanna í dag. Vísir/Valgarður Boðað hefur verið til mótmæla við Héraðsdóm Reykjvíkur í dag klukkan 17 í tilefni af sýknudómum sem fallið hafa í kynferðisbrotamálum undanfarið. Um mótmælin segir á Facebook: „Íslenskir dómstólar eru ófærir um að sinna starfi sínu við að tryggja réttlæti á Íslandi. Niðurstöður dómstóla landsins í nauðgunarmálum hafa verið fáránlegar um árabil og aldrei virðast þær skána. Af aðeins 6 sakfellingum í héraði frá því 1. janúar voru 3 útlendingar og einn hommi. Skilaboðin eru þau að íslenskir, gagnkynhneigðir menn mega nauðga konum eins og þá lystir. Hvernig eiga borgarar að treysta slíkum dómstólum í lýðveldi?“ Þá eru settar fram nokkrar kröfur mótmælenda sem krefjast meðal annars þess að jafnræði sé beitt við framfylgd laga og að fleiri kvendómarar verði fengnir til starfa við dómstóla landsins. „Við mótmælum öll fyrir utan Héraðsdóm Reykjavíkur kl. 17:00. Einnig hvetjum við til hliðstæðra mótmæla framan við Héraðsdómshús annars staðar um landið. Við stöndum saman í þessu!“ Nokkrir sýknudómar sem fallið hafa seinustu daga í kynferðisbrotamálum hafa vakið mikla reiði í samfélaginu. Á mánudaginn í seinustu viku sýknaði Héraðsdómur Suðurlands af ákæru um nauðgun gegn samstarfskonu sinni. Á föstudaginn í seinustu viku sýknaði Héraðsdómur Reykjavíkur fimm menn af ákæru um að hafa hópnauðgað 16 ára stúlku í Breiðholti í fyrra. Þá féllu tveir dómar í þessari viku, annars vegar í Héraðsdómi Vestfjarða og hins vegar í Héraðsdómi Vesturlands. Í fyrra málinu var piltur á menntaskólaaldri sýknaður af kynferðisbroti gegn 14 ára þroskaskertri stúlku og í seinna málinu var karlmaður sýknaður af ákæru um að hafa nauðgað 17 ára stúlku. Tengdar fréttir Sýknaður af ákæru um nauðgun eftir árshátíð Héraðsdómur Suðurlands taldi mikinn vafa leika á því hvort maðurinn hefði gerst sekur um það brot sem hann var sakaður um. 18. nóvember 2015 16:53 Sýknaður af ákæru um að hafa nauðgað 17 ára stúlku Héraðsdómur Vesturlands sýknaði í dag karlmann af ákæru um nauðgun og brot á barnaverndarlögum en manninum var gefið að sök að hafa nauðgað 17 ára stúlku í mars í fyrra. 25. nóvember 2015 17:43 Allir sýknaðir af hópnauðgun Fimm piltar á aldrinum 18-21 árs hafa verið sýknaðir af ákæru um nauðgun á sextán ára stúlku í samkvæmi í Breiðholti í maí í fyrra. Einn var sakfelldur fyrir að taka atvikið upp. 20. nóvember 2015 10:15 Sýknaður af kynferðisbroti gegn fjórtán ára þroskaskertri stúlku Var piltinum gefið að sök að hafa látið stúlkuna fróa sér og haft við hana samræði án þess að gæta nægjanlegrar varúðar um aldur stúlkunnar. 25. nóvember 2015 17:44 Mest lesið Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent Fleiri fréttir Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Sjá meira
Boðað hefur verið til mótmæla við Héraðsdóm Reykjvíkur í dag klukkan 17 í tilefni af sýknudómum sem fallið hafa í kynferðisbrotamálum undanfarið. Um mótmælin segir á Facebook: „Íslenskir dómstólar eru ófærir um að sinna starfi sínu við að tryggja réttlæti á Íslandi. Niðurstöður dómstóla landsins í nauðgunarmálum hafa verið fáránlegar um árabil og aldrei virðast þær skána. Af aðeins 6 sakfellingum í héraði frá því 1. janúar voru 3 útlendingar og einn hommi. Skilaboðin eru þau að íslenskir, gagnkynhneigðir menn mega nauðga konum eins og þá lystir. Hvernig eiga borgarar að treysta slíkum dómstólum í lýðveldi?“ Þá eru settar fram nokkrar kröfur mótmælenda sem krefjast meðal annars þess að jafnræði sé beitt við framfylgd laga og að fleiri kvendómarar verði fengnir til starfa við dómstóla landsins. „Við mótmælum öll fyrir utan Héraðsdóm Reykjavíkur kl. 17:00. Einnig hvetjum við til hliðstæðra mótmæla framan við Héraðsdómshús annars staðar um landið. Við stöndum saman í þessu!“ Nokkrir sýknudómar sem fallið hafa seinustu daga í kynferðisbrotamálum hafa vakið mikla reiði í samfélaginu. Á mánudaginn í seinustu viku sýknaði Héraðsdómur Suðurlands af ákæru um nauðgun gegn samstarfskonu sinni. Á föstudaginn í seinustu viku sýknaði Héraðsdómur Reykjavíkur fimm menn af ákæru um að hafa hópnauðgað 16 ára stúlku í Breiðholti í fyrra. Þá féllu tveir dómar í þessari viku, annars vegar í Héraðsdómi Vestfjarða og hins vegar í Héraðsdómi Vesturlands. Í fyrra málinu var piltur á menntaskólaaldri sýknaður af kynferðisbroti gegn 14 ára þroskaskertri stúlku og í seinna málinu var karlmaður sýknaður af ákæru um að hafa nauðgað 17 ára stúlku.
Tengdar fréttir Sýknaður af ákæru um nauðgun eftir árshátíð Héraðsdómur Suðurlands taldi mikinn vafa leika á því hvort maðurinn hefði gerst sekur um það brot sem hann var sakaður um. 18. nóvember 2015 16:53 Sýknaður af ákæru um að hafa nauðgað 17 ára stúlku Héraðsdómur Vesturlands sýknaði í dag karlmann af ákæru um nauðgun og brot á barnaverndarlögum en manninum var gefið að sök að hafa nauðgað 17 ára stúlku í mars í fyrra. 25. nóvember 2015 17:43 Allir sýknaðir af hópnauðgun Fimm piltar á aldrinum 18-21 árs hafa verið sýknaðir af ákæru um nauðgun á sextán ára stúlku í samkvæmi í Breiðholti í maí í fyrra. Einn var sakfelldur fyrir að taka atvikið upp. 20. nóvember 2015 10:15 Sýknaður af kynferðisbroti gegn fjórtán ára þroskaskertri stúlku Var piltinum gefið að sök að hafa látið stúlkuna fróa sér og haft við hana samræði án þess að gæta nægjanlegrar varúðar um aldur stúlkunnar. 25. nóvember 2015 17:44 Mest lesið Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent Fleiri fréttir Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Sjá meira
Sýknaður af ákæru um nauðgun eftir árshátíð Héraðsdómur Suðurlands taldi mikinn vafa leika á því hvort maðurinn hefði gerst sekur um það brot sem hann var sakaður um. 18. nóvember 2015 16:53
Sýknaður af ákæru um að hafa nauðgað 17 ára stúlku Héraðsdómur Vesturlands sýknaði í dag karlmann af ákæru um nauðgun og brot á barnaverndarlögum en manninum var gefið að sök að hafa nauðgað 17 ára stúlku í mars í fyrra. 25. nóvember 2015 17:43
Allir sýknaðir af hópnauðgun Fimm piltar á aldrinum 18-21 árs hafa verið sýknaðir af ákæru um nauðgun á sextán ára stúlku í samkvæmi í Breiðholti í maí í fyrra. Einn var sakfelldur fyrir að taka atvikið upp. 20. nóvember 2015 10:15
Sýknaður af kynferðisbroti gegn fjórtán ára þroskaskertri stúlku Var piltinum gefið að sök að hafa látið stúlkuna fróa sér og haft við hana samræði án þess að gæta nægjanlegrar varúðar um aldur stúlkunnar. 25. nóvember 2015 17:44