Mótmæli við héraðsdóm: „Skilaboðin eru þau að íslenskir, gagnkynhneigðir menn mega nauðga konum eins og þá lystir“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 26. nóvember 2015 09:37 Héraðsdómur Reykjavíkur þar sem boðað hefur verið til mótmælanna í dag. Vísir/Valgarður Boðað hefur verið til mótmæla við Héraðsdóm Reykjvíkur í dag klukkan 17 í tilefni af sýknudómum sem fallið hafa í kynferðisbrotamálum undanfarið. Um mótmælin segir á Facebook: „Íslenskir dómstólar eru ófærir um að sinna starfi sínu við að tryggja réttlæti á Íslandi. Niðurstöður dómstóla landsins í nauðgunarmálum hafa verið fáránlegar um árabil og aldrei virðast þær skána. Af aðeins 6 sakfellingum í héraði frá því 1. janúar voru 3 útlendingar og einn hommi. Skilaboðin eru þau að íslenskir, gagnkynhneigðir menn mega nauðga konum eins og þá lystir. Hvernig eiga borgarar að treysta slíkum dómstólum í lýðveldi?“ Þá eru settar fram nokkrar kröfur mótmælenda sem krefjast meðal annars þess að jafnræði sé beitt við framfylgd laga og að fleiri kvendómarar verði fengnir til starfa við dómstóla landsins. „Við mótmælum öll fyrir utan Héraðsdóm Reykjavíkur kl. 17:00. Einnig hvetjum við til hliðstæðra mótmæla framan við Héraðsdómshús annars staðar um landið. Við stöndum saman í þessu!“ Nokkrir sýknudómar sem fallið hafa seinustu daga í kynferðisbrotamálum hafa vakið mikla reiði í samfélaginu. Á mánudaginn í seinustu viku sýknaði Héraðsdómur Suðurlands af ákæru um nauðgun gegn samstarfskonu sinni. Á föstudaginn í seinustu viku sýknaði Héraðsdómur Reykjavíkur fimm menn af ákæru um að hafa hópnauðgað 16 ára stúlku í Breiðholti í fyrra. Þá féllu tveir dómar í þessari viku, annars vegar í Héraðsdómi Vestfjarða og hins vegar í Héraðsdómi Vesturlands. Í fyrra málinu var piltur á menntaskólaaldri sýknaður af kynferðisbroti gegn 14 ára þroskaskertri stúlku og í seinna málinu var karlmaður sýknaður af ákæru um að hafa nauðgað 17 ára stúlku. Tengdar fréttir Sýknaður af ákæru um nauðgun eftir árshátíð Héraðsdómur Suðurlands taldi mikinn vafa leika á því hvort maðurinn hefði gerst sekur um það brot sem hann var sakaður um. 18. nóvember 2015 16:53 Sýknaður af ákæru um að hafa nauðgað 17 ára stúlku Héraðsdómur Vesturlands sýknaði í dag karlmann af ákæru um nauðgun og brot á barnaverndarlögum en manninum var gefið að sök að hafa nauðgað 17 ára stúlku í mars í fyrra. 25. nóvember 2015 17:43 Allir sýknaðir af hópnauðgun Fimm piltar á aldrinum 18-21 árs hafa verið sýknaðir af ákæru um nauðgun á sextán ára stúlku í samkvæmi í Breiðholti í maí í fyrra. Einn var sakfelldur fyrir að taka atvikið upp. 20. nóvember 2015 10:15 Sýknaður af kynferðisbroti gegn fjórtán ára þroskaskertri stúlku Var piltinum gefið að sök að hafa látið stúlkuna fróa sér og haft við hana samræði án þess að gæta nægjanlegrar varúðar um aldur stúlkunnar. 25. nóvember 2015 17:44 Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Boðað hefur verið til mótmæla við Héraðsdóm Reykjvíkur í dag klukkan 17 í tilefni af sýknudómum sem fallið hafa í kynferðisbrotamálum undanfarið. Um mótmælin segir á Facebook: „Íslenskir dómstólar eru ófærir um að sinna starfi sínu við að tryggja réttlæti á Íslandi. Niðurstöður dómstóla landsins í nauðgunarmálum hafa verið fáránlegar um árabil og aldrei virðast þær skána. Af aðeins 6 sakfellingum í héraði frá því 1. janúar voru 3 útlendingar og einn hommi. Skilaboðin eru þau að íslenskir, gagnkynhneigðir menn mega nauðga konum eins og þá lystir. Hvernig eiga borgarar að treysta slíkum dómstólum í lýðveldi?“ Þá eru settar fram nokkrar kröfur mótmælenda sem krefjast meðal annars þess að jafnræði sé beitt við framfylgd laga og að fleiri kvendómarar verði fengnir til starfa við dómstóla landsins. „Við mótmælum öll fyrir utan Héraðsdóm Reykjavíkur kl. 17:00. Einnig hvetjum við til hliðstæðra mótmæla framan við Héraðsdómshús annars staðar um landið. Við stöndum saman í þessu!“ Nokkrir sýknudómar sem fallið hafa seinustu daga í kynferðisbrotamálum hafa vakið mikla reiði í samfélaginu. Á mánudaginn í seinustu viku sýknaði Héraðsdómur Suðurlands af ákæru um nauðgun gegn samstarfskonu sinni. Á föstudaginn í seinustu viku sýknaði Héraðsdómur Reykjavíkur fimm menn af ákæru um að hafa hópnauðgað 16 ára stúlku í Breiðholti í fyrra. Þá féllu tveir dómar í þessari viku, annars vegar í Héraðsdómi Vestfjarða og hins vegar í Héraðsdómi Vesturlands. Í fyrra málinu var piltur á menntaskólaaldri sýknaður af kynferðisbroti gegn 14 ára þroskaskertri stúlku og í seinna málinu var karlmaður sýknaður af ákæru um að hafa nauðgað 17 ára stúlku.
Tengdar fréttir Sýknaður af ákæru um nauðgun eftir árshátíð Héraðsdómur Suðurlands taldi mikinn vafa leika á því hvort maðurinn hefði gerst sekur um það brot sem hann var sakaður um. 18. nóvember 2015 16:53 Sýknaður af ákæru um að hafa nauðgað 17 ára stúlku Héraðsdómur Vesturlands sýknaði í dag karlmann af ákæru um nauðgun og brot á barnaverndarlögum en manninum var gefið að sök að hafa nauðgað 17 ára stúlku í mars í fyrra. 25. nóvember 2015 17:43 Allir sýknaðir af hópnauðgun Fimm piltar á aldrinum 18-21 árs hafa verið sýknaðir af ákæru um nauðgun á sextán ára stúlku í samkvæmi í Breiðholti í maí í fyrra. Einn var sakfelldur fyrir að taka atvikið upp. 20. nóvember 2015 10:15 Sýknaður af kynferðisbroti gegn fjórtán ára þroskaskertri stúlku Var piltinum gefið að sök að hafa látið stúlkuna fróa sér og haft við hana samræði án þess að gæta nægjanlegrar varúðar um aldur stúlkunnar. 25. nóvember 2015 17:44 Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Sýknaður af ákæru um nauðgun eftir árshátíð Héraðsdómur Suðurlands taldi mikinn vafa leika á því hvort maðurinn hefði gerst sekur um það brot sem hann var sakaður um. 18. nóvember 2015 16:53
Sýknaður af ákæru um að hafa nauðgað 17 ára stúlku Héraðsdómur Vesturlands sýknaði í dag karlmann af ákæru um nauðgun og brot á barnaverndarlögum en manninum var gefið að sök að hafa nauðgað 17 ára stúlku í mars í fyrra. 25. nóvember 2015 17:43
Allir sýknaðir af hópnauðgun Fimm piltar á aldrinum 18-21 árs hafa verið sýknaðir af ákæru um nauðgun á sextán ára stúlku í samkvæmi í Breiðholti í maí í fyrra. Einn var sakfelldur fyrir að taka atvikið upp. 20. nóvember 2015 10:15
Sýknaður af kynferðisbroti gegn fjórtán ára þroskaskertri stúlku Var piltinum gefið að sök að hafa látið stúlkuna fróa sér og haft við hana samræði án þess að gæta nægjanlegrar varúðar um aldur stúlkunnar. 25. nóvember 2015 17:44