Fótbolti

Níunda mark Kjartans Henry

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Kjartan Henry Finnbogason í leik með KR.
Kjartan Henry Finnbogason í leik með KR. Vísir
Kjartan Henry Finnbogason var nálægt því að tryggja sínum mönnum í Horsens sigur þegar liðið mætti Silkeborg í dönsku B-deildinni í kvöld.

Kjartan Henry kom Horsens yfir í fyrri hálfleik en Silkeborg náði að jafna metin skömmu fyrir leikslok og þar við sat.

Þetta var níunda mark Kjartans Henrys á tímabilinu en hann hefur nú skorað í þremur leikjum í röð. Hann er næstmarkahæstur í deildinni en aðeins David Boysen hjá Lyngby hefur skorað fleiri mörk eða ellefu talsins.

Horsens er í þriðja sæti deildarinnar með 32 stig, tveimur meira en Vejle. Þrjú efstu liðin fara upp í dönsku úrvalsdeildina í vor.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×