Tvístígandi á hemlunum Guðsteinn Bjarnason skrifar 5. desember 2015 01:00 Flestir þjóðarleiðtogar heims halda til Parísar í næstu viku til að semja um bindandi aðgerðir í loftslagsmálum. Árum saman hefur illa gengið að komast að samkomulagi, en í þetta skiptið er bjartsýnin eitthvað meiri. Öll stærstu ríkin, sem bera mesta ábyrgð á losun svonefndra gróðurhúsalofttegunda út í andrúmsloftið, hafa fyrir ráðstefnuna gefið vilyrði fyrir því að draga nokkuð myndarlega úr losun á næstu árum og áratugum. Alþjóðaráðstefnur af þessu tagi hafa verið haldnar á hverju einasta ári síðustu tvo áratugina. Þessi verður sú 21. í röðinni. Fljótlega sáu menn að setja þyrfti sér það markmið, sem þótti nokkuð djarft en nauðsynlegt, að draga nægilega úr losun til þess að hitastig andrúmsloftsins hækkaði ekki um meira en tvær gráður frá því sem var fyrir iðnbyltinguna. Aldrei tókst þó að ná neinu samkomulagi um aðgerðir, sem myndu duga til þess að ná þessu marki. Enda hefðu jarðarbúar þurft að draga býsna hressilega úr losun sinni til að það tækist. Þær aðgerðir yrðu verulega kostnaðarsamar og hætt við því að hagvöxtur yrði óþægilega mikið minni á meðan. Auk þess strandaði samkomulagið meðal annars ítrekað á því að auðugri ríki heims voru ekki tilbúin til að taka þátt í kostnaði hinna fátækari af slíkum aðgerðum. Tveggja gráðu markið var upphaflega nefnt með þeim rökum að einungis þannig væri tryggt að hlýnun jarðar myndi ekki valda verulega mikilli röskun á lífsháttum margra jarðarbúa. Hin aukna bjartsýni fyrir ráðstefnuna í París stafar ekki síst af því að flest helstu ríki jarðar hafa gefið vilyrði um að draga nokkuð myndarlega úr losun. Þau vilyrði, sem þegar hafa verið gefin, duga hins vegar ekki til þess að ná tveggja gráðu markinu. Verði staðið við vilyrðin, þá má búast við að hitinn hækki um 2,7°C. Enn er samt stefnt að samkomulagi um aðgerðir, sem myndu duga til þess að ná tveggja gráðu markinu, þannig að greinilega má búast við erfiðum samningaviðræðum í París næsta hálfa mánuðinn. Alþjóðaráðstefnurnar um loftslagsmál eru haldnar á vegum vísindanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar, sem var stofnuð árið 1995 og hefur frá upphafi haft það markmið að safna saman upplýsingum um rannsóknir á loftslagsbreytingum. Smám saman hefur þetta safn rannsókna orðið æ meira að vöxtum og þar er nú saman komin gríðarleg þekking á orsökum og áhrifum loftslagsbreytinga. Loftslagsmál Mest lesið Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Fleiri fréttir Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Sjá meira
Flestir þjóðarleiðtogar heims halda til Parísar í næstu viku til að semja um bindandi aðgerðir í loftslagsmálum. Árum saman hefur illa gengið að komast að samkomulagi, en í þetta skiptið er bjartsýnin eitthvað meiri. Öll stærstu ríkin, sem bera mesta ábyrgð á losun svonefndra gróðurhúsalofttegunda út í andrúmsloftið, hafa fyrir ráðstefnuna gefið vilyrði fyrir því að draga nokkuð myndarlega úr losun á næstu árum og áratugum. Alþjóðaráðstefnur af þessu tagi hafa verið haldnar á hverju einasta ári síðustu tvo áratugina. Þessi verður sú 21. í röðinni. Fljótlega sáu menn að setja þyrfti sér það markmið, sem þótti nokkuð djarft en nauðsynlegt, að draga nægilega úr losun til þess að hitastig andrúmsloftsins hækkaði ekki um meira en tvær gráður frá því sem var fyrir iðnbyltinguna. Aldrei tókst þó að ná neinu samkomulagi um aðgerðir, sem myndu duga til þess að ná þessu marki. Enda hefðu jarðarbúar þurft að draga býsna hressilega úr losun sinni til að það tækist. Þær aðgerðir yrðu verulega kostnaðarsamar og hætt við því að hagvöxtur yrði óþægilega mikið minni á meðan. Auk þess strandaði samkomulagið meðal annars ítrekað á því að auðugri ríki heims voru ekki tilbúin til að taka þátt í kostnaði hinna fátækari af slíkum aðgerðum. Tveggja gráðu markið var upphaflega nefnt með þeim rökum að einungis þannig væri tryggt að hlýnun jarðar myndi ekki valda verulega mikilli röskun á lífsháttum margra jarðarbúa. Hin aukna bjartsýni fyrir ráðstefnuna í París stafar ekki síst af því að flest helstu ríki jarðar hafa gefið vilyrði um að draga nokkuð myndarlega úr losun. Þau vilyrði, sem þegar hafa verið gefin, duga hins vegar ekki til þess að ná tveggja gráðu markinu. Verði staðið við vilyrðin, þá má búast við að hitinn hækki um 2,7°C. Enn er samt stefnt að samkomulagi um aðgerðir, sem myndu duga til þess að ná tveggja gráðu markinu, þannig að greinilega má búast við erfiðum samningaviðræðum í París næsta hálfa mánuðinn. Alþjóðaráðstefnurnar um loftslagsmál eru haldnar á vegum vísindanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar, sem var stofnuð árið 1995 og hefur frá upphafi haft það markmið að safna saman upplýsingum um rannsóknir á loftslagsbreytingum. Smám saman hefur þetta safn rannsókna orðið æ meira að vöxtum og þar er nú saman komin gríðarleg þekking á orsökum og áhrifum loftslagsbreytinga.
Loftslagsmál Mest lesið Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Fleiri fréttir Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“