Tvístígandi á hemlunum Guðsteinn Bjarnason skrifar 5. desember 2015 01:00 Flestir þjóðarleiðtogar heims halda til Parísar í næstu viku til að semja um bindandi aðgerðir í loftslagsmálum. Árum saman hefur illa gengið að komast að samkomulagi, en í þetta skiptið er bjartsýnin eitthvað meiri. Öll stærstu ríkin, sem bera mesta ábyrgð á losun svonefndra gróðurhúsalofttegunda út í andrúmsloftið, hafa fyrir ráðstefnuna gefið vilyrði fyrir því að draga nokkuð myndarlega úr losun á næstu árum og áratugum. Alþjóðaráðstefnur af þessu tagi hafa verið haldnar á hverju einasta ári síðustu tvo áratugina. Þessi verður sú 21. í röðinni. Fljótlega sáu menn að setja þyrfti sér það markmið, sem þótti nokkuð djarft en nauðsynlegt, að draga nægilega úr losun til þess að hitastig andrúmsloftsins hækkaði ekki um meira en tvær gráður frá því sem var fyrir iðnbyltinguna. Aldrei tókst þó að ná neinu samkomulagi um aðgerðir, sem myndu duga til þess að ná þessu marki. Enda hefðu jarðarbúar þurft að draga býsna hressilega úr losun sinni til að það tækist. Þær aðgerðir yrðu verulega kostnaðarsamar og hætt við því að hagvöxtur yrði óþægilega mikið minni á meðan. Auk þess strandaði samkomulagið meðal annars ítrekað á því að auðugri ríki heims voru ekki tilbúin til að taka þátt í kostnaði hinna fátækari af slíkum aðgerðum. Tveggja gráðu markið var upphaflega nefnt með þeim rökum að einungis þannig væri tryggt að hlýnun jarðar myndi ekki valda verulega mikilli röskun á lífsháttum margra jarðarbúa. Hin aukna bjartsýni fyrir ráðstefnuna í París stafar ekki síst af því að flest helstu ríki jarðar hafa gefið vilyrði um að draga nokkuð myndarlega úr losun. Þau vilyrði, sem þegar hafa verið gefin, duga hins vegar ekki til þess að ná tveggja gráðu markinu. Verði staðið við vilyrðin, þá má búast við að hitinn hækki um 2,7°C. Enn er samt stefnt að samkomulagi um aðgerðir, sem myndu duga til þess að ná tveggja gráðu markinu, þannig að greinilega má búast við erfiðum samningaviðræðum í París næsta hálfa mánuðinn. Alþjóðaráðstefnurnar um loftslagsmál eru haldnar á vegum vísindanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar, sem var stofnuð árið 1995 og hefur frá upphafi haft það markmið að safna saman upplýsingum um rannsóknir á loftslagsbreytingum. Smám saman hefur þetta safn rannsókna orðið æ meira að vöxtum og þar er nú saman komin gríðarleg þekking á orsökum og áhrifum loftslagsbreytinga. Loftslagsmál Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent „Miðað við að vera handalaus hefur líf mitt gjörsamlega snúist um 180 gráður“ Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Fleiri fréttir Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Sjá meira
Flestir þjóðarleiðtogar heims halda til Parísar í næstu viku til að semja um bindandi aðgerðir í loftslagsmálum. Árum saman hefur illa gengið að komast að samkomulagi, en í þetta skiptið er bjartsýnin eitthvað meiri. Öll stærstu ríkin, sem bera mesta ábyrgð á losun svonefndra gróðurhúsalofttegunda út í andrúmsloftið, hafa fyrir ráðstefnuna gefið vilyrði fyrir því að draga nokkuð myndarlega úr losun á næstu árum og áratugum. Alþjóðaráðstefnur af þessu tagi hafa verið haldnar á hverju einasta ári síðustu tvo áratugina. Þessi verður sú 21. í röðinni. Fljótlega sáu menn að setja þyrfti sér það markmið, sem þótti nokkuð djarft en nauðsynlegt, að draga nægilega úr losun til þess að hitastig andrúmsloftsins hækkaði ekki um meira en tvær gráður frá því sem var fyrir iðnbyltinguna. Aldrei tókst þó að ná neinu samkomulagi um aðgerðir, sem myndu duga til þess að ná þessu marki. Enda hefðu jarðarbúar þurft að draga býsna hressilega úr losun sinni til að það tækist. Þær aðgerðir yrðu verulega kostnaðarsamar og hætt við því að hagvöxtur yrði óþægilega mikið minni á meðan. Auk þess strandaði samkomulagið meðal annars ítrekað á því að auðugri ríki heims voru ekki tilbúin til að taka þátt í kostnaði hinna fátækari af slíkum aðgerðum. Tveggja gráðu markið var upphaflega nefnt með þeim rökum að einungis þannig væri tryggt að hlýnun jarðar myndi ekki valda verulega mikilli röskun á lífsháttum margra jarðarbúa. Hin aukna bjartsýni fyrir ráðstefnuna í París stafar ekki síst af því að flest helstu ríki jarðar hafa gefið vilyrði um að draga nokkuð myndarlega úr losun. Þau vilyrði, sem þegar hafa verið gefin, duga hins vegar ekki til þess að ná tveggja gráðu markinu. Verði staðið við vilyrðin, þá má búast við að hitinn hækki um 2,7°C. Enn er samt stefnt að samkomulagi um aðgerðir, sem myndu duga til þess að ná tveggja gráðu markinu, þannig að greinilega má búast við erfiðum samningaviðræðum í París næsta hálfa mánuðinn. Alþjóðaráðstefnurnar um loftslagsmál eru haldnar á vegum vísindanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar, sem var stofnuð árið 1995 og hefur frá upphafi haft það markmið að safna saman upplýsingum um rannsóknir á loftslagsbreytingum. Smám saman hefur þetta safn rannsókna orðið æ meira að vöxtum og þar er nú saman komin gríðarleg þekking á orsökum og áhrifum loftslagsbreytinga.
Loftslagsmál Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent „Miðað við að vera handalaus hefur líf mitt gjörsamlega snúist um 180 gráður“ Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Fleiri fréttir Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Sjá meira