Fótbolti

Mögnuð endurkoma Ragnars og félaga

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ragnar og félagar hafa unnið fjóra af síðustu fimm leikjum sínum.
Ragnar og félagar hafa unnið fjóra af síðustu fimm leikjum sínum. vísir/epa
Ragnar Sigurðsson og félagar í Krasnodar unnu góðan endurkomusigur á Kuban' Krasnodar, 2-3, í rússnesku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Krasnodar var ekki í góðum málum lengi vel en efir 67 mínútna leik var staðan 2-0, heimamönnum í vil. En þá tóku gestirnir við sér og þeir tryggðu sér sigurinn með þremur mörkum á 16 mínútna kafla.

Wanderson kom Krasnodar á bragðið á 71. mínútu og níu mínútum síðar jafnaði Pavel Mamaev metin úr vítaspyrnu. Það var svo Fyodor Smolov sem tryggði Krasnodar sigurinn með marki þremur mínútum fyrir leikslok.

Ragnar var í byrjunarliði Krasnodar og lék allan leikinn en hann hefur komið við sögu í 13 af 18 deildarleikjum liðsins á tímabilinu.

Með sigrinum, sem var sá fjórði í síðustu fimm leikjum, komst Krasnodar upp í 5. sæti deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×