Fótbolti

Theódór Elmar fær nýjan þjálfara hjá AGF

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Theódór Elmar í leik með AGF á dögunum.
Theódór Elmar í leik með AGF á dögunum. Vísir/getty
Glen Riddersholm var í dag ráðinn sem þjálfari AGF en með liðinu leikur íslenski landsliðsmaðurinn Theódór Elmar Bjarnason.

Þetta var tilkynnt á blaðamannafundi hjá AGF fyrir stuttu en Riddersholm sem skrifaði undir þriggja ára samning sem er 43 ára Dani hefur stýrt Midtjylland undanfarin ár.

AGF vann mikilvægan 2-1 sigur á fyrrum liði Riddersholm, Midtjylland, á föstudaginn en AGF er í 9. sæti dönsku deildarinnar að 18. umferðum loknum, ellefu stigum frá fallsæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×