Fótbolti

Birkir og félagar náðu tíu stiga forskoti á toppnum

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Birkir ræðir hér við Behrang Safari í leik á dögunum.
Birkir ræðir hér við Behrang Safari í leik á dögunum. Vísir/getty
Birkir Bjarnason og félagar í Basel unnu 2-0 sigur á Thun í svissnesku úrvalsdeildinni í dag en með því náði Basel tíu stiga forskoti á Grasshoppers þegar átján umferðum er lokið.

Basel hefur haft gríðarlega yfirburði í deildinni í Sviss undanfarin ár en félagið hefur orðið meistari undanfarin þrjú tímabil.

Birkir var í byrjunarliði Basel og lék allar 90. mínútur leiksins en tókst ekki að komast á blað í leiknum.

Sá austurríski framherjinn Marc Janko um markaskorunina en hann skoraði tvö mörk á fimm mínútna kafla í seinni hálfleik og tryggði Basel sigurinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×