Enski boltinn

Sky: Starf Garry Monk í hættu

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Garry Monk, knattspyrnustjóri Swansea.
Garry Monk, knattspyrnustjóri Swansea. Vísir/getty
Samkvæmt heimildum SkySports er ekki víst hvort Garry Monk verði knattspyrnustjóri Swansea um næstu helgi þegar Svanirnir mæta Manchester City á útivelli en hann gæti fengið uppsagnarbréf í vikunni.

Ótrúleg niðursveifla hefur verið á gengi Swansea undanfarnar vikur en Monk tók við liðinu af Michael Laudrup í febrúar 2013 og undir stjórn Monk lenti Swansea í 8. sæti ensku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili.

Tímabilið byrjaði vel hjá Swansea en stuttu eftir að Monk skrifaði undir þriggja ára framlenginu á samningi sínum fór Swansea í gegnum ágúst án þess að tapa leik.

Gengi liðsins undanfarnar vikur hefur hinsvegar verið hræðilegt en Swansea hefur aðeins fengið sex stig úr síðustu ellefu leikjum og situr í 15. sæti ensku úrvalsdeildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×