Innlent

Óveðrið: Aukafréttatími á Stöð 2 kl.12 á hádegi

Hrund Þórsdóttir skrifar
Mælst er til þess að fólk hafi varann á í dag og vari ferðamenn og aðra sem ekki fylgjast með íslenskum fréttum, við veðrinu.
Mælst er til þess að fólk hafi varann á í dag og vari ferðamenn og aðra sem ekki fylgjast með íslenskum fréttum, við veðrinu.
Eins og fram hefur komið skellur fárviðri á sunnanvert landið seinnipartinn í dag og má búast við ofsaveðri eða fárviðri um land allt eftir því sem líður á kvöldið.

Spá Veðurstofunnar hljóðar upp á mun verra veður en skall á í síðustu viku og er varað við því að viðlíka veðurhvellir gangi aðeins yfir á um tíu til tuttugu ára fresti.

Af þessum sökum verður aukafréttatími með nýjustu upplýsingum á Stöð 2 klukkan 12 á hádegi í dag. Fréttatíminn verður í opinni dagskrá, eins og allir fréttatímar Stöðvar 2, og verður hann jafnframt sýndur í beinni útsendingu hér á Vísi.

Uppfært klukkan 12:15

Fréttatíminn er aðgengilegur í spilaranum hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir

Von á ofsaveðri sem kemur á áratuga fresti

Veðurstofa Íslands spáir ofsaveðri í dag. Á morgun er búist við góðu vetrarveðri. Slysavarnafélagið Landsbjörg biður fólk að vara erlenda ferðamenn við veðrinu.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.