Fótbolti

FBI skoðar þátt Blatter í ISL-skandalnum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
FBI heldur áfram að skoða Blatter.
FBI heldur áfram að skoða Blatter. vísir/getty
Eitt stærsta hneykslismálið hjá FIFA síðustu árin tengist markaðsfyrirtækinu ISL sem fékk öll sjónvarpsréttindi vegna HM.

ISL greiddi 100 milljónir punda, tæpa 20 milljarða króna, í mútur til FIFA-manna til þess að fá þennan verðmæta samning. Meðal þeirra sem tóku við mútum voru fyrrum forseti FIFA, Joao Havelange, og fyrrum stjórnarmaður FIFA, Ricardo Teixeira.

Núverandi forseti FIFA, Sepp Blatter, hefur alla tíð neitað því að hafa vitað nokkuð um múturnar og gerði í raun aldrei neitt í málinu. Hann leyfði Teixeira meira að segja að taka þátt í kosningunni um HM 2018 og 2022 þar sem hermt er að mönnum hafi verið mútað til að kjósa Rússland og Katar.

Hinn skeleggi blaðamaður Panorama hjá BBC, Andrew Jennings, hefur heimildir fyrir því að FBI sé að rannsaka málið og að FBI viti að Blatter hafi ekki verið eins saklaus og hann vildi halda fram.

Í bréfi sem Havelange á að hafa skrifað kemur víst fram að Blatter hafi haft fulla vitneskju um múturnar. FBI mun því halda áfram að rannsaka mál Blatter ofan í kjölinn.


Tengdar fréttir

Risatap á rekstri FIFA

Árið 2015 hefur verið ein sorgarsaga fyrir Alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, og það mun enda á neikvæðum nótum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×