Fótbolti

Eiður Smári í draumaliði Gronkjær

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Eiður Smári og Gronkjær áttu góðan tíma saman hjá Chelsea.
Eiður Smári og Gronkjær áttu góðan tíma saman hjá Chelsea. vísir/getty
Jesper Gronkjær, fyrrverandi landsliðsmaður Dana, valdi Eið Smára Guðjohnsen í draumalið sitt, sem er skipað leikmönnum sem hann lék með á ferlinum.

Í desember fékk vefsíðan bold.dk 24 aðila til að velja sitt eigið draumalið, en eitt lið birtist á hverjum degi fram að jólum.

Gronkjær lék með mörgum frábærum leikmönnum á ferlinum sem stóð frá 1995 til 2011 þegar kantmaðurinn lagði skóna á hilluna.

Gronkjær lék með Eiði Smára hjá Chelsea á árunum 2000-04 og íslenski landsliðsmaðurinn fær sæti í draumaliði Danans sem lék einnig með AaB, Ajax, Birmingham City, Stuttgart og FC Copenhagen á ferlinum.

Sjá einnig: Eiður Smári lék seinni hálfleikinn í markalausu jafntefli

Eiður Smári spilar framarlega á miðjunni í leikkerfinu 3-4-3 en sjö af 11 leikmönnum í draumaliði Gronkjær léku með honum hjá Chelsea.

Draumaliðið sem Gronkjær valdi.mynd/bold.dk



Fleiri fréttir

Sjá meira


×