Innlent

Gera sig klár fyrir slaginn í borginni - Myndir

Samúel Karl Ólason skrifar
Meðlimir Björgunarsveitarinnar Ársæll.
Meðlimir Björgunarsveitarinnar Ársæll. Mynd/Borgþór Hjörvarsson
Um 200 björgunarsveitarmenn eru nú að undirbúa sig fyrir átök á höfuðborgarsvæðinu í kvöld og í nótt. Veðurstofa Íslands gerir ráð fyrir því að veðrið verði hvað verst þar á milli klukkan níu og tólf í kvöld. Veðrið hefur þegar tekið að versna mjög.

Ríflega 500 manns frá björgunarsveitum Slysavarnafélagsins Landsbjargar sinna nú lokunum vega, óveðursútköllum eða eru í viðbragðsstöðu vegna veðursins sem nú gengur yfir landið.

Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni mun vindur lægja eitthvað um miðnætti, en skömmu seinna snúast úr austan- í suðaustanátt og hvessa aftur. Þá mun vera hvasst fram undir morgun.

Meðfylgjandi myndir tók björgunarsveitarmaðurinn Borgþór Hjörvarsson. Þar má sjá meðlimi björgunarsveitarinnar Ársæll í Reykjavík, undirbúa sig fyrir kvöldið. Þar að neðan má sjá tvö mismunandi veðurkort sem og umræðuna um veðrið á Twitter.

Nú er allir að gera sig klára fyrir kvöldið og nóttina

Posted by Borgþór Hjörvarsson on Monday, December 7, 2015
Gagnvirkt spákort Nullschool Gagnvirkt spákort Windity Umræðan á Twitter



Fleiri fréttir

Sjá meira


×