Meiðslin hrannast upp hjá Arsenal | Þessir eru nú á sjúkralistanum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. nóvember 2015 10:15 Alexis Sanchez fer hér sárþjáður af velli í gær. Vísir/Getty Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, þarf enn á ný að sætta sig við það að missa lykilmenn ítrekað í meiðsli en staðan hefur sjaldan verið eins slæmt og einmitt núna. Þrír leikmenn Arsenal meiddust í vonbrigðarjafnteflinu á móti Norwich í gær en Arsenal hefði getað komist upp að hlið toppliðum Manchester City og Leicester City með sigri.Alexis Sanchez fann fyrir óþægindum aftan í læri eftir sigurinn á Dinamo Zagreb í Meistaradeildinni í vikunni á undan en Arsene Wenger lét hann enga síður spila á móti Norwich. „Ég hefði getað hvílt hann en hann sagði vera í fínu lagi," sagði Arsene Wenger við BBC en auk Alexis Sanchez þá fór franski miðvörðurinn Laurent Koscielny einnig af velli meiddur á mjöðm. Þriðji leikmaðurinn til að meiðast var síðan Spánverjinn Santi Cazorla. „Santi Cazorla kláraði leikinn á öðrum fætinum og er að glíma við vandræði með hnéð sitt. Laurent Koscielny er meiddur á mjöðm og Sanchez er tognaður aftan í læri," sagði Arsene Wenger. Það er ekki vitað hversu lengi Alexis Sanchez verður frá keppni en það væri mikið áfall fyrir Arsenal-liðið að missa hann í langan tíma. Sanchez fór af velli í seinni hálfleik en Laurent Koscielny strax í þeim fyrri. Laurent Koscielny er einn af leikmönnum Arsenal sem meiðast reglulega en liðið mun einnig sakna hans mikið úr miðri vörninni verði hann lengi frá. Santi Cazorla hefði örugglega farið líka af velli en Wenger var búinn að allar þrjár skiptingarnar sínar og því kláraði Cazorla leikinn á öðrum fætinum. Bætist allir þessir þrír við á sjúkralistann hjá Arsenal þá verða þar alls níu leikmenn úr aðalliðinu. Francis Coquelin verður frá næstu þrjá mánuðina og þá eru þeir Jack Wilshere, Tomas Rosicky og Mikel Arteta allir meiddir. Framlína liðsins er líka þunnskipuð því bæði Theo Walcott og Danny Welbeck hafa verið lengi frá vegna meiðsla. Alex Oxlade-Chamberlain og Aaron Ramsey eru aftur á móti komnir af stað á ný eftir sín meiðsli en það boðar ekki gott fyrir þá ef að þeir þurfa að vera undir miklu álagi á næstunni vegna þess hversu þunnskipaður hópurinn er. „Þetta var slæmt kvöld fyrir okkur í sambandi við þessi meiðsli," sagði Wenger og ekki voru úrslitin heldur til að hrópa húrra fyrir. Arsene Wenger.Vísir/Getty Enski boltinn Tengdar fréttir Arsenal tapaði dýrmætum stigum á Carrow Road | Sjáðu mörkin Arsenal tapaði dýrmætum stigum í toppbaráttunni á Carrow Road þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við heimamenn í Norwich. Arsenal er tveimur stigum frá toppliðunum Manchester City og Leicester. 29. nóvember 2015 18:00 Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Fleiri fréttir Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sjá meira
Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, þarf enn á ný að sætta sig við það að missa lykilmenn ítrekað í meiðsli en staðan hefur sjaldan verið eins slæmt og einmitt núna. Þrír leikmenn Arsenal meiddust í vonbrigðarjafnteflinu á móti Norwich í gær en Arsenal hefði getað komist upp að hlið toppliðum Manchester City og Leicester City með sigri.Alexis Sanchez fann fyrir óþægindum aftan í læri eftir sigurinn á Dinamo Zagreb í Meistaradeildinni í vikunni á undan en Arsene Wenger lét hann enga síður spila á móti Norwich. „Ég hefði getað hvílt hann en hann sagði vera í fínu lagi," sagði Arsene Wenger við BBC en auk Alexis Sanchez þá fór franski miðvörðurinn Laurent Koscielny einnig af velli meiddur á mjöðm. Þriðji leikmaðurinn til að meiðast var síðan Spánverjinn Santi Cazorla. „Santi Cazorla kláraði leikinn á öðrum fætinum og er að glíma við vandræði með hnéð sitt. Laurent Koscielny er meiddur á mjöðm og Sanchez er tognaður aftan í læri," sagði Arsene Wenger. Það er ekki vitað hversu lengi Alexis Sanchez verður frá keppni en það væri mikið áfall fyrir Arsenal-liðið að missa hann í langan tíma. Sanchez fór af velli í seinni hálfleik en Laurent Koscielny strax í þeim fyrri. Laurent Koscielny er einn af leikmönnum Arsenal sem meiðast reglulega en liðið mun einnig sakna hans mikið úr miðri vörninni verði hann lengi frá. Santi Cazorla hefði örugglega farið líka af velli en Wenger var búinn að allar þrjár skiptingarnar sínar og því kláraði Cazorla leikinn á öðrum fætinum. Bætist allir þessir þrír við á sjúkralistann hjá Arsenal þá verða þar alls níu leikmenn úr aðalliðinu. Francis Coquelin verður frá næstu þrjá mánuðina og þá eru þeir Jack Wilshere, Tomas Rosicky og Mikel Arteta allir meiddir. Framlína liðsins er líka þunnskipuð því bæði Theo Walcott og Danny Welbeck hafa verið lengi frá vegna meiðsla. Alex Oxlade-Chamberlain og Aaron Ramsey eru aftur á móti komnir af stað á ný eftir sín meiðsli en það boðar ekki gott fyrir þá ef að þeir þurfa að vera undir miklu álagi á næstunni vegna þess hversu þunnskipaður hópurinn er. „Þetta var slæmt kvöld fyrir okkur í sambandi við þessi meiðsli," sagði Wenger og ekki voru úrslitin heldur til að hrópa húrra fyrir. Arsene Wenger.Vísir/Getty
Enski boltinn Tengdar fréttir Arsenal tapaði dýrmætum stigum á Carrow Road | Sjáðu mörkin Arsenal tapaði dýrmætum stigum í toppbaráttunni á Carrow Road þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við heimamenn í Norwich. Arsenal er tveimur stigum frá toppliðunum Manchester City og Leicester. 29. nóvember 2015 18:00 Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Fleiri fréttir Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sjá meira
Arsenal tapaði dýrmætum stigum á Carrow Road | Sjáðu mörkin Arsenal tapaði dýrmætum stigum í toppbaráttunni á Carrow Road þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við heimamenn í Norwich. Arsenal er tveimur stigum frá toppliðunum Manchester City og Leicester. 29. nóvember 2015 18:00