Gæti orðið svipað óveður á morgun og 6. mars árið 2013 Birgir Olgeirsson skrifar 30. nóvember 2015 22:40 Veðrið sem er spáð á morgun minnir um margt á óveðrið sem fór yfir landið 6. mars árið 2013. Vísir/Vilhelm Það hefur varla farið fram hjá neinum að það er spáð vonskuveðri á morgun. Birta Líf Kristinsdóttir veðurfræðingur segir spána minna á óveðrið sem fór yfir landið þann 6. mars árið 2013. Þá var staðan sú að fólk sat fast í bílum sínum víða um höfuðborgarsvæðið og þurfti að færa börnum mat í bílana þar sem þau sátu föst og sársvöng. „Þetta var alveg bagalegt ástand og þetta er í raun sama uppskriftin og gæti komið sama upp úr dúrnum,“ segir Birta Líf. Á morgun verður austanátt, 15 – 25 metrar á sekúndu, með snjókomu og skafrenningi, fyrst suðvestanlands, en einnig á Norður- og Austurlandi seinni partinn. Birta hvetur fólk til að vera ekki á ferli að óþörfu á morgun og ef fólk getur unnið heima ætti það að gera það. Einnig ættu sem flestir að hennar sögn að treysta á strætisvagna, leigubíla eða fara fótgangandi í vinnuna. Alls ekki leggja af stað út í ófærðina á vanbúnum bílum.Sjá einnig: Hátt í 20 bíla árekstur á Hafnarfjarðarveginum 6. mars árið 2013 var veðrið á höfuðborgarsvæðinu með slíku móti að Vesturlandsvegi var lokað og sátu mörg hundruð bílar fastir strax um morgun. Þar við sat í fimm klukkustundir áður tókst að losa flækjuna með aðstoð björgunar-sveitarbíla. Svo mikið álag var á lögreglu og björgunarsveitum að starfsmenn séraðgerða- og sprengjueyðingarsviðs Landhelgisgæslunnar voru kallaðir út til aðstoðar.Sjá einnig: Tugir árekstra á nokkrum klukkutímum: Lenti í tveimur árekstrum á korteri Hér fyrir neðan má sjá nokkrar svipmyndir frá þessu mikla óveðursdegi fyrir rúmum tveimur árum:Frá veðrinu 6. mars árið 2013.Vísir/VilhelmLögregla og björgunarsveitir aðstoðuðu fólk í vandræðum.Vísir/VilhelmÞessi lét veðrið ekki stöðva sig.Vísir/VilhelmÍ vondu veðri getur verið nauðsynlegt að hjálpast að.Vísir/VilhelmHér má svo sjá myndband frá þessum degi. Veður Tengdar fréttir Óveðrið á morgun: Vindhviður gætu farið upp í 45 metra á sekúndu „Við beinum þeim tilmælum til fólks að fylgjast vel með veðri og vera ekki að fara af stað nema brýn nauðsyn beri til,“ segir Eggert Magnússon, lögreglufulltrúi í almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. 30. nóvember 2015 17:00 Skólar á höfuðborgarsvæðinu verða opnir en foreldrar ráða hvort börnin verði heima Lögreglan segir þá sem ekki hafa búið bíla undir vetrarfærð eigi ekki að leggja af stað á morgun. 30. nóvember 2015 20:17 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Það hefur varla farið fram hjá neinum að það er spáð vonskuveðri á morgun. Birta Líf Kristinsdóttir veðurfræðingur segir spána minna á óveðrið sem fór yfir landið þann 6. mars árið 2013. Þá var staðan sú að fólk sat fast í bílum sínum víða um höfuðborgarsvæðið og þurfti að færa börnum mat í bílana þar sem þau sátu föst og sársvöng. „Þetta var alveg bagalegt ástand og þetta er í raun sama uppskriftin og gæti komið sama upp úr dúrnum,“ segir Birta Líf. Á morgun verður austanátt, 15 – 25 metrar á sekúndu, með snjókomu og skafrenningi, fyrst suðvestanlands, en einnig á Norður- og Austurlandi seinni partinn. Birta hvetur fólk til að vera ekki á ferli að óþörfu á morgun og ef fólk getur unnið heima ætti það að gera það. Einnig ættu sem flestir að hennar sögn að treysta á strætisvagna, leigubíla eða fara fótgangandi í vinnuna. Alls ekki leggja af stað út í ófærðina á vanbúnum bílum.Sjá einnig: Hátt í 20 bíla árekstur á Hafnarfjarðarveginum 6. mars árið 2013 var veðrið á höfuðborgarsvæðinu með slíku móti að Vesturlandsvegi var lokað og sátu mörg hundruð bílar fastir strax um morgun. Þar við sat í fimm klukkustundir áður tókst að losa flækjuna með aðstoð björgunar-sveitarbíla. Svo mikið álag var á lögreglu og björgunarsveitum að starfsmenn séraðgerða- og sprengjueyðingarsviðs Landhelgisgæslunnar voru kallaðir út til aðstoðar.Sjá einnig: Tugir árekstra á nokkrum klukkutímum: Lenti í tveimur árekstrum á korteri Hér fyrir neðan má sjá nokkrar svipmyndir frá þessu mikla óveðursdegi fyrir rúmum tveimur árum:Frá veðrinu 6. mars árið 2013.Vísir/VilhelmLögregla og björgunarsveitir aðstoðuðu fólk í vandræðum.Vísir/VilhelmÞessi lét veðrið ekki stöðva sig.Vísir/VilhelmÍ vondu veðri getur verið nauðsynlegt að hjálpast að.Vísir/VilhelmHér má svo sjá myndband frá þessum degi.
Veður Tengdar fréttir Óveðrið á morgun: Vindhviður gætu farið upp í 45 metra á sekúndu „Við beinum þeim tilmælum til fólks að fylgjast vel með veðri og vera ekki að fara af stað nema brýn nauðsyn beri til,“ segir Eggert Magnússon, lögreglufulltrúi í almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. 30. nóvember 2015 17:00 Skólar á höfuðborgarsvæðinu verða opnir en foreldrar ráða hvort börnin verði heima Lögreglan segir þá sem ekki hafa búið bíla undir vetrarfærð eigi ekki að leggja af stað á morgun. 30. nóvember 2015 20:17 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Óveðrið á morgun: Vindhviður gætu farið upp í 45 metra á sekúndu „Við beinum þeim tilmælum til fólks að fylgjast vel með veðri og vera ekki að fara af stað nema brýn nauðsyn beri til,“ segir Eggert Magnússon, lögreglufulltrúi í almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. 30. nóvember 2015 17:00
Skólar á höfuðborgarsvæðinu verða opnir en foreldrar ráða hvort börnin verði heima Lögreglan segir þá sem ekki hafa búið bíla undir vetrarfærð eigi ekki að leggja af stað á morgun. 30. nóvember 2015 20:17