Erlent

Cazeneuve segir að Evrópa „verði að vakna“

Atli Ísleifsson skrifar
Bernard Cazeneuve, innanríkisráðherra Frakklands,fundar með evrópskum starfsbræðrum sínum í Brussel í dag.
Bernard Cazeneuve, innanríkisráðherra Frakklands,fundar með evrópskum starfsbræðrum sínum í Brussel í dag. Vísir/EPA
Bernard Cazeneuve, innanríkisráðherra Frakklands, segir að Evrópa „verði að vakna og verjast hryðjuverkaógninni“.

Ráðherrann lét orðin falla þegar hann mætti til Brussel í morgun þar sem hann mun funda með evrópskum starfsbræðrum sínum. „Hryðjuverkamenn halda nú yfir landamæri Evrópusambandsins.“

Í frétt Guardian kemur fram að Cazeneuve hafi hvatt til þess ráðherrar komi á samræmdum gagnagrunni með upplýsingum um flugfarþega.

„Það er brýnt að Evrópa vakni, skipuleggi sig og verjist hryðjuverkaógninni,“ sagði Cazeneuve og bætti við að ríki álfunnar verði að grípa til aðgerða gegn hryðjuverkaógninni „eftir að hafa sóað of miklum tíma“.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×