Innlent

Fáum að upplifa ósvikið vetrarveður í vikunni

Birgir Olgeirsson skrifar
Gera má ráð fyrir að Íslendingar fái að upplifa ósvikið vetrarveður í vikunni með tilheyrandi kuldatíð, hvassviðri og fönn. Hvort það verði jafn slæmt og á þessari mynd, sem er úr safni, skal ósagt látið.
Gera má ráð fyrir að Íslendingar fái að upplifa ósvikið vetrarveður í vikunni með tilheyrandi kuldatíð, hvassviðri og fönn. Hvort það verði jafn slæmt og á þessari mynd, sem er úr safni, skal ósagt látið. Vísir/Stefán
Veðurstofa Íslands varar við stormi á Norðvesturlandi í nótt og Suðurlandi á morgun. Stormur hefur verið á Vesturlandi í kvöld en færist svo norðar eftir því sem líður á nóttina. Á morgun snýst í suðvestanhvassviðri eða -storm með slydduéljum eða skúrum.

Vikan sem slík lítur ekki vel út ef litið er á veðurspána. Má búast við miklum umhleypingum og fá Íslendingar að upplifa ósvikið vetrarveður, með tilheyrandi kuldatíð, hvassviðri og fönn.

Veðurhorfur á landinu næstu daga:

Á þriðjudag:

Norðvestan 15-23 m/s A-til, en annars 8-15. Él um landið norðanvert, en bjartviðri syðra. Frost 0 til 7 stig, mest inn til landsins, en frostlaust syðst.

Á miðvikudag:

Hæg breytileg átt, léttskýjað og talsvert frost, en gengur í allhvassa eða hvassa sunnanátt um kvöldið með snjókomu, en síðar slyddu eða rigningu hlýnar talsvert í veðri.

Á fimmtudag:

Suðvestanhvassviðri eða -stormur með éljagangi, en hægari og úrkomulítið A-til. Snýst í hvassa norðaustanátt með snjókomu NV-til um kvöldið. Hiti kringum frostmark.

Á föstudag, laugardag og sunnudag:

Útlit fyrir ákveðna norðanátt með éljagangi N-til, en bjartviðri syðra og talsvert frost.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×