Erlent

Eiturefni í skíðasporum í Noregi

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Eiturefni í skíðaáburði brotnar ekki niður.
Eiturefni í skíðaáburði brotnar ekki niður. NORDICPHOTOS/GETTY
Skógarbotninn í Holmenkollen og Voksenåsen í Noregi, þar sem heimsmeistaramótið í skíðagöngu fór fram 2011, er fullur af flúorefnum úr skíðaáburði, að því er norska umhverfisstofnunin greindi frá á föstudaginn.

Norsk yfirvöld hafa lagt fram tillögu um að flúorefnið PFOA verði bannað innan Evrópusambandsins. Efnið er meðal annars notað til að vatnsverja fatnað. Það er í froðu í slökkviefni og í vissum tegundum af skíðaáburði.

Í frétt norska ríkisútvarpsins er haft eftir vísindamanninum Dorte Herzke að um sé að ræða eitur sem brotni ekki niður. Afleiðingarnar geti meðal annars orðið DNA-breytingar sem geti haft í för með sér krabbamein. 
Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.