María gerði nýjan samning við Klepp Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. nóvember 2015 16:00 María Þórisdóttir í leik með norska landsliðinu á HM. Vísir/EPA María Þórisdóttir verður áfram hjá norska úrvalsdeildarliðinu Klepp en hún hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við félagið. Þetta kemur á Kvinnefotballmagasinet.no. María er dóttir Þóris Hergeirssonar, þjálfara norska kvennalandsliðsins í handbolta. María ákvað að spila fyrir Noreg frekar en Ísland og hún valdi líka fótboltann yfir handboltann. María er alin upp í Noregi. María er 22 ára gömul og getur bæði spilað í vörninni eða á miðjunni. Hún spilaði sem miðvörður í norska landsliðinu á HM í Kanada. María var í raun hætt í fótbolta vegna hnémeiðsla en byrjaði að spila aftur með Klepp sumarið 2014. Uppgangur hennar var mikill á stuttum tíma. Hún spilaði sinn fyrsta landsleik á Algarve-mótinu í mars og komst síðan í HM-hóp Norðmanna. María spilaði síðan þrjá leiki með Noregi á HM í Kanada. Hún var óheppin með meiðsli eftir að hún kom heim frá HM og meiddist tvisvar sinnum. María spilaði því aðeins 14 leiki á tímabilinu og skoraði í þeim tvö mörk. Klepp-liðið sem byrjaði svo vel með hana innanborðs (fimm sigrar í fyrstu sex leikjunum) gaf mikið eftir á lokakafla mótsins og vann ekki leik í síðustu tíu umferðunum. Klepp vann ekki leik án Maríu í norsku deildinni á tímabilinu 2015. Mikilvægi hennar sést kannski best á því að Klepp náði í 64 prósent stiga í þeim leikjum sem María spilaði (8 sigrar, 3 jafntefli, 3 töp) en aðeins 13 prósent stiga í boði komu í hús án hennar (0 sigrar, 3 jafntefli, 5 töp) Jón Páll Pálmason er þjálfaði Klepp og hefur verið það frá 2013. Hann skrifaði líka undir nýjan þriggja ára samning á dögunum.Høst og vinterjakten er i gang men også re-signeringer som i Klepp der Maria Thorisdottir har signert for tre nye å...Posted by Kvinnefotballmagasinet.no on 24. nóvember 2015 Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Dyche snýr aftur í enska boltann Enski boltinn 29 ára stórmeistari látinn Sport Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Sport Fleiri fréttir Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM Sjá meira
María Þórisdóttir verður áfram hjá norska úrvalsdeildarliðinu Klepp en hún hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við félagið. Þetta kemur á Kvinnefotballmagasinet.no. María er dóttir Þóris Hergeirssonar, þjálfara norska kvennalandsliðsins í handbolta. María ákvað að spila fyrir Noreg frekar en Ísland og hún valdi líka fótboltann yfir handboltann. María er alin upp í Noregi. María er 22 ára gömul og getur bæði spilað í vörninni eða á miðjunni. Hún spilaði sem miðvörður í norska landsliðinu á HM í Kanada. María var í raun hætt í fótbolta vegna hnémeiðsla en byrjaði að spila aftur með Klepp sumarið 2014. Uppgangur hennar var mikill á stuttum tíma. Hún spilaði sinn fyrsta landsleik á Algarve-mótinu í mars og komst síðan í HM-hóp Norðmanna. María spilaði síðan þrjá leiki með Noregi á HM í Kanada. Hún var óheppin með meiðsli eftir að hún kom heim frá HM og meiddist tvisvar sinnum. María spilaði því aðeins 14 leiki á tímabilinu og skoraði í þeim tvö mörk. Klepp-liðið sem byrjaði svo vel með hana innanborðs (fimm sigrar í fyrstu sex leikjunum) gaf mikið eftir á lokakafla mótsins og vann ekki leik í síðustu tíu umferðunum. Klepp vann ekki leik án Maríu í norsku deildinni á tímabilinu 2015. Mikilvægi hennar sést kannski best á því að Klepp náði í 64 prósent stiga í þeim leikjum sem María spilaði (8 sigrar, 3 jafntefli, 3 töp) en aðeins 13 prósent stiga í boði komu í hús án hennar (0 sigrar, 3 jafntefli, 5 töp) Jón Páll Pálmason er þjálfaði Klepp og hefur verið það frá 2013. Hann skrifaði líka undir nýjan þriggja ára samning á dögunum.Høst og vinterjakten er i gang men også re-signeringer som i Klepp der Maria Thorisdottir har signert for tre nye å...Posted by Kvinnefotballmagasinet.no on 24. nóvember 2015
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Dyche snýr aftur í enska boltann Enski boltinn 29 ára stórmeistari látinn Sport Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Sport Fleiri fréttir Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM Sjá meira