Íslendingur safnar fyrir Karíbahafsríki í neyð Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. nóvember 2015 22:15 Sigurður Sveinn Jónsson að störfum í Dóminíku. Sigurður Sveinn Jónsson Sigurður Sveinn Jónsson, jarðfræðingur hjá Íslenskum orkurannsóknum, stendur nú fyrir söfnun í samvinnu við Rauða krossinn á Íslandi fyrir eyríkið Dóminíku í Karíbahafinu en íbúar þess urðu fyrir barðinu á fellibylnum Eriku sem reið yfir landið í lok ágúst. Sigurði segist renna blóðið til skyldunnar enda hafi Dóminíku-búar ávallt tekið honum og samstarfsmönnum sínum vel. Hann hefur með reglulegu millibili heimsótt eyjuna en þar hafa Íslenskar orkurannsóknir unnið að jarðhitaverkefni í samvinnu við stjórnvöld þar í landi. „Mér fannst eins og það væri siðferðislega rétt að sýna þessu svolítinn skilning,“ segir Sigurður í samtali við Vísi. „Mér hefur alltaf verið vel tekið þegar ég heimsæki Dóminíku.“ Dómíníka er eyríki í Karíbahafinu sem oftar en ekki er ruglað saman við Dómíníska lýðveldið sem er ekki langt frá Dómíníku. Um 70.000 manns búa á Dóminíku, þar af 15.000 í höfuðborginni Roseau. Þar má finna töluverðan jarðhita og hafa Íslenskar orkurannsóknir unnið að borun jarðhitaholna ásamt Jarðborunum og Verkís en nærri allar smærri eyjar Karíbahafsins eru háðar jarðefnaeldsneyti til raforkuframleiðslu.Um 30 manns enn saknað eftir fellibyllinn Eriku Í lok ágúst varð Dóminíka fyrir barðinu á fellibylnum Eriku sem olli gífurlegri úrkomu á skömmum tíma, eða um 30 sentimetra á tólf klukkustundum. Aurskriður fylgdu í kjölfarið sem tók með sér heilu byggingarnar. Alls létust tólf, um 30 manns er enn saknað og eignatjón var mikið. Talið er að tjónið nemi jafnvirði um 500 milljón Bandaríkjadala og misstu um 580 fjölskyldur heimili sín. „Þeim hefur aðeins tekist að rétta úr kútnum á síðustu mánuðum en það er töluvert eftir. Megnið af innviðum samfélagsins á borð við veitu- og samgöngukerfi skemmdist og flugvöllurinn hvarf til dæmis bara á haf út.“ Alþjóðasamtök Rauða Krossins óskuðu í september eftir aðstoð upp á um rúmlega 100 milljónir íslenskra króna til þess að aðstoða 12 þúsund manns en talið er að tjónið sem Erika olli nemi um 500 miljónum dollar og hyggst Sigurður afhenda Rauða krossi Íslands það fjármagn sem safnast sem myndi síðan koma söfnunarfénu áleiðis til Dóminíku. Áhugasamir um söfnuna geta kynnt sér hana hér. Dóminíka Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Fleiri fréttir Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Sjá meira
Sigurður Sveinn Jónsson, jarðfræðingur hjá Íslenskum orkurannsóknum, stendur nú fyrir söfnun í samvinnu við Rauða krossinn á Íslandi fyrir eyríkið Dóminíku í Karíbahafinu en íbúar þess urðu fyrir barðinu á fellibylnum Eriku sem reið yfir landið í lok ágúst. Sigurði segist renna blóðið til skyldunnar enda hafi Dóminíku-búar ávallt tekið honum og samstarfsmönnum sínum vel. Hann hefur með reglulegu millibili heimsótt eyjuna en þar hafa Íslenskar orkurannsóknir unnið að jarðhitaverkefni í samvinnu við stjórnvöld þar í landi. „Mér fannst eins og það væri siðferðislega rétt að sýna þessu svolítinn skilning,“ segir Sigurður í samtali við Vísi. „Mér hefur alltaf verið vel tekið þegar ég heimsæki Dóminíku.“ Dómíníka er eyríki í Karíbahafinu sem oftar en ekki er ruglað saman við Dómíníska lýðveldið sem er ekki langt frá Dómíníku. Um 70.000 manns búa á Dóminíku, þar af 15.000 í höfuðborginni Roseau. Þar má finna töluverðan jarðhita og hafa Íslenskar orkurannsóknir unnið að borun jarðhitaholna ásamt Jarðborunum og Verkís en nærri allar smærri eyjar Karíbahafsins eru háðar jarðefnaeldsneyti til raforkuframleiðslu.Um 30 manns enn saknað eftir fellibyllinn Eriku Í lok ágúst varð Dóminíka fyrir barðinu á fellibylnum Eriku sem olli gífurlegri úrkomu á skömmum tíma, eða um 30 sentimetra á tólf klukkustundum. Aurskriður fylgdu í kjölfarið sem tók með sér heilu byggingarnar. Alls létust tólf, um 30 manns er enn saknað og eignatjón var mikið. Talið er að tjónið nemi jafnvirði um 500 milljón Bandaríkjadala og misstu um 580 fjölskyldur heimili sín. „Þeim hefur aðeins tekist að rétta úr kútnum á síðustu mánuðum en það er töluvert eftir. Megnið af innviðum samfélagsins á borð við veitu- og samgöngukerfi skemmdist og flugvöllurinn hvarf til dæmis bara á haf út.“ Alþjóðasamtök Rauða Krossins óskuðu í september eftir aðstoð upp á um rúmlega 100 milljónir íslenskra króna til þess að aðstoða 12 þúsund manns en talið er að tjónið sem Erika olli nemi um 500 miljónum dollar og hyggst Sigurður afhenda Rauða krossi Íslands það fjármagn sem safnast sem myndi síðan koma söfnunarfénu áleiðis til Dóminíku. Áhugasamir um söfnuna geta kynnt sér hana hér.
Dóminíka Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Fleiri fréttir Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Sjá meira