„Ef maður stefnir ekki að því að fara á EM þá er maður ekki að líta rétt á hlutina“ Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 28. nóvember 2015 06:00 Eggert Gunnþór vonast til að frammistaða sín með Fleetwood Town veki athygli landsliðsþjálfaranna. vísir/getty Þrátt fyrir að Eggert Gunnþór Jónsson sé aðeins 27 ára hefur hann gengið í gegnum ýmislegt á sínum atvinnumannsferli sem hófst fyrir meira en áratug. „Fyrir þremur árum sá ég vissulega ekki fyrir mér að ég yrði að spila fyrir Fleetwood Town,“ segir Eggert í samtali við Fréttablaðið. Hann er í dag lykilmaður á miðju liðsins og hefur verið valinn maður leiksins undanfarna tvo leiki en Fleetwood vann þá báða. Fyrir þremur árum var Fleetwood að spila sitt fyrsta tímabil í atvinnumannadeild á Englandi eftir að hafa unnið utandeildina tímabilið á undan með markaskorarann Jamie Vardy fremstan í flokki, líkt og fjallað var um í Fréttablaðinu í gær. Fyrir þremur árum var Eggert Gunnþór á mála hjá Wolves, sem var þá nýfallið úr ensku úrvalsdeildinni. Rennt blint í sjóinn Meiðsli settu þá strik í reikninginn hjá Eggerti. Sumarið 2013 hélt hann til Belenenses í Portúgal en gat lítið beitt sér þar. Að tímabilinu loknu var samningi hans við félagið rift og Eggert sneri aftur hingað til lands til að fara í aðgerð. „Ég var með stanslausan verk í náranum en aldrei fannst neitt að mér. Það var ákveðið að fara í aðgerð þó svo að það væri verið að renna blint í sjóinn. En það fannst smá rifa sem gert var við og hef ég náð að halda mér góðum eftir það,“ útskýrir hann. Eggert samdi svo við Vestsjælland í Danmörku og var þar í hálft ár. „Ég var svolítið að nota félagið til að koma mér í gang,“ viðurkennir hann. „Ég kunni vel við mig hjá liðinu en við féllum í vor og það var ekki gaman. En ég náði að finna mér lið þar sem ég fékk að spila og það var fyrir öllu.“ vísir/getty Vildi komast aftur til Englands Hann segir að sér hafi staðið til boða að spila í efstu deild á Norðurlöndunum en hann vildi komast aftur Bretlands þar sem hann kann best við sig, enda var hann á mála hjá Hearts í Skotlandi í sex tímabil þegar ferillinn hófst. „Þetta er lítið félag í 40 þúsund manna bæ sem er rétt fyrir utan Blackpool,“ segir Eggert sem var ekki hræddur við að taka skrefið niður í C-deildina á Englandi með liði sem var í utandeildinni fyrir örfáum árum síðan. Grétar Rafn Steinsson, sem er nú yfirmaður knattspyrnumála hjá félaginu, sannfærði hann um að koma. „Hér er verið að byggja upp rándýra æfingaaðstöðu sem verður tilbúin eftir áramót og það er vel haldið utan um liðið. Ég kann mjög vel við mig, sérstaklega eftir að okkur byrjaði að ganga betur,“ segir hann. vísir/getty Nýr stjóri breytti öllu Þegar hann kom í sumar var talið að Fleetwood hefði getu til að berjast í efri hluta deildarinnar. Annað kom á daginn og fékk liðið aðeins níu stig í fyrstu tíu leikjum sínum. Eftir 5-1 tap gegn Gillingham var skipt um stjóra – Graham Alexander var rekinn og Steven Pressley, fyrrverandi landsliðsmaður Skota, ráðinn í hans stað. „Þetta hefur verið allt annað síðan þá,“ segir Eggert. „Við höfum verið að spila betur og förum vonandi að klífa upp töfluna. Miðað við frammistöðu okkar á síðustu vikum finnst mér að við eigum heima í eftir hlutanum,“ bætir hann við en Fleetwood er sem stendur í 17. sæti og mætir einmitt á morgun erkifjendunum og grannliði sínu, Blackpool. Það er í fyrsta sinn frá upphafi sem liðin mætast í deildarleik. „Ef okkur tækist að ná í níu stig á einni viku þá gæti það gert mikið fyrir okkur, enda eru hlutirnir fljótir að breytast í þessari deild. Lið þurfa ekki nema 2-3 góðar vikur til að komast í efri hlutann,“ segir Eggert en gæðin í C-deildinni hafa komið honum á óvart. „Hún er betri en menn halda. Það er orðið það mikið af erlendum leikmönnum í efstu tveimur deildunum að margir leita niður í þessa deild til að fá tækifæri. Maður lendir í því að spila gegn liðum sem eru aðallega í barningnum en heilt yfir eru liðin að reyna að spila góða knattspyrnu.“Vill komast á EM Eggert á 19 landsleiki að baki en hefur ekki spilað með því síðan 2012. Hann er af sömu kynslóð og myndar nú kjarna íslenska landsliðsins og var fastamaður í U-21 liðinu sem fór á EM í Danmörku árið 2011. „Ef maður stefnir ekki að því að fara á EM þá er maður ekki að líta rétt á hlutina,“ segir hann. „Ég veit að það verður erfitt að komast inn enda landsliðið afar vel mannað. Ég vona að ég fái sénsinn, ef ég stend mig vel hér og liðinu gengur áfram vel.“ Enski boltinn Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Juventus-parið hætt saman Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti Fleiri fréttir Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Sjá meira
Þrátt fyrir að Eggert Gunnþór Jónsson sé aðeins 27 ára hefur hann gengið í gegnum ýmislegt á sínum atvinnumannsferli sem hófst fyrir meira en áratug. „Fyrir þremur árum sá ég vissulega ekki fyrir mér að ég yrði að spila fyrir Fleetwood Town,“ segir Eggert í samtali við Fréttablaðið. Hann er í dag lykilmaður á miðju liðsins og hefur verið valinn maður leiksins undanfarna tvo leiki en Fleetwood vann þá báða. Fyrir þremur árum var Fleetwood að spila sitt fyrsta tímabil í atvinnumannadeild á Englandi eftir að hafa unnið utandeildina tímabilið á undan með markaskorarann Jamie Vardy fremstan í flokki, líkt og fjallað var um í Fréttablaðinu í gær. Fyrir þremur árum var Eggert Gunnþór á mála hjá Wolves, sem var þá nýfallið úr ensku úrvalsdeildinni. Rennt blint í sjóinn Meiðsli settu þá strik í reikninginn hjá Eggerti. Sumarið 2013 hélt hann til Belenenses í Portúgal en gat lítið beitt sér þar. Að tímabilinu loknu var samningi hans við félagið rift og Eggert sneri aftur hingað til lands til að fara í aðgerð. „Ég var með stanslausan verk í náranum en aldrei fannst neitt að mér. Það var ákveðið að fara í aðgerð þó svo að það væri verið að renna blint í sjóinn. En það fannst smá rifa sem gert var við og hef ég náð að halda mér góðum eftir það,“ útskýrir hann. Eggert samdi svo við Vestsjælland í Danmörku og var þar í hálft ár. „Ég var svolítið að nota félagið til að koma mér í gang,“ viðurkennir hann. „Ég kunni vel við mig hjá liðinu en við féllum í vor og það var ekki gaman. En ég náði að finna mér lið þar sem ég fékk að spila og það var fyrir öllu.“ vísir/getty Vildi komast aftur til Englands Hann segir að sér hafi staðið til boða að spila í efstu deild á Norðurlöndunum en hann vildi komast aftur Bretlands þar sem hann kann best við sig, enda var hann á mála hjá Hearts í Skotlandi í sex tímabil þegar ferillinn hófst. „Þetta er lítið félag í 40 þúsund manna bæ sem er rétt fyrir utan Blackpool,“ segir Eggert sem var ekki hræddur við að taka skrefið niður í C-deildina á Englandi með liði sem var í utandeildinni fyrir örfáum árum síðan. Grétar Rafn Steinsson, sem er nú yfirmaður knattspyrnumála hjá félaginu, sannfærði hann um að koma. „Hér er verið að byggja upp rándýra æfingaaðstöðu sem verður tilbúin eftir áramót og það er vel haldið utan um liðið. Ég kann mjög vel við mig, sérstaklega eftir að okkur byrjaði að ganga betur,“ segir hann. vísir/getty Nýr stjóri breytti öllu Þegar hann kom í sumar var talið að Fleetwood hefði getu til að berjast í efri hluta deildarinnar. Annað kom á daginn og fékk liðið aðeins níu stig í fyrstu tíu leikjum sínum. Eftir 5-1 tap gegn Gillingham var skipt um stjóra – Graham Alexander var rekinn og Steven Pressley, fyrrverandi landsliðsmaður Skota, ráðinn í hans stað. „Þetta hefur verið allt annað síðan þá,“ segir Eggert. „Við höfum verið að spila betur og förum vonandi að klífa upp töfluna. Miðað við frammistöðu okkar á síðustu vikum finnst mér að við eigum heima í eftir hlutanum,“ bætir hann við en Fleetwood er sem stendur í 17. sæti og mætir einmitt á morgun erkifjendunum og grannliði sínu, Blackpool. Það er í fyrsta sinn frá upphafi sem liðin mætast í deildarleik. „Ef okkur tækist að ná í níu stig á einni viku þá gæti það gert mikið fyrir okkur, enda eru hlutirnir fljótir að breytast í þessari deild. Lið þurfa ekki nema 2-3 góðar vikur til að komast í efri hlutann,“ segir Eggert en gæðin í C-deildinni hafa komið honum á óvart. „Hún er betri en menn halda. Það er orðið það mikið af erlendum leikmönnum í efstu tveimur deildunum að margir leita niður í þessa deild til að fá tækifæri. Maður lendir í því að spila gegn liðum sem eru aðallega í barningnum en heilt yfir eru liðin að reyna að spila góða knattspyrnu.“Vill komast á EM Eggert á 19 landsleiki að baki en hefur ekki spilað með því síðan 2012. Hann er af sömu kynslóð og myndar nú kjarna íslenska landsliðsins og var fastamaður í U-21 liðinu sem fór á EM í Danmörku árið 2011. „Ef maður stefnir ekki að því að fara á EM þá er maður ekki að líta rétt á hlutina,“ segir hann. „Ég veit að það verður erfitt að komast inn enda landsliðið afar vel mannað. Ég vona að ég fái sénsinn, ef ég stend mig vel hér og liðinu gengur áfram vel.“
Enski boltinn Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Juventus-parið hætt saman Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti Fleiri fréttir Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Sjá meira