Innlent

Harmageddon rýnir í ímyndarvanda Þjóðkirkjunnar

Þeir Frosti og Máni hafa setið undir gagnrýni fyrir að gagnrýna þjóðkirkjuna. Í Íslandi í dag reynir Frosti að sættast við kirkjuna, og Máni ræðir við mógúla í auglýsinga- og ímyndarbransanum um hvernig mögulegt væri að bæta ímynd Þjóðkirkjunnar.

Á nýafstöðnu kirkjuþingi var lagt til að varið yrði 30 milljónum króna á ári næstu fimm árin, samtals 150 milljónum, í átak til að fjölga í Þjóðkirkjunni. Þeir Valgeir Magnússon hjá Pipar / TWBA og Viggó Örn Jónsson hjá Jónsson og LeMack’s fóru yfir ímyndarvandann og hvað mögulega væri hægt að gera. Fólk á förnum vegi og sr. Sigurvin Lárus Jónsson lögðu einnig orð í belg.

Innslagið má sjá í spilaranum hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×