Skartgriparánið í Hafnarfirði: Aðeins lítill hluti þýfisins fundinn Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. nóvember 2015 14:15 Ræningjarnir flúðu á hvítum Nissan jepplingi sem þeir skildu eftir við Grindavíkurafleggjarann. mynd/loftmyndir.is Margeir Sveinsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að verðmæti þýfis sem tekið var í skartgriparáni í Gullsmiðjunni í Hafnarfirði þann 22. október sé á bilinu 1,5 til 2 milljónir króna. Rannsókn málsins miðar vel og vonast er til þess að henni ljúki á næstu vikum. Aðeins lítill hluti þess hefur fundist og segir Margeir lögreglu í raun ekki vita hvað hafi orðið um restina af þýfinu. Eitt af því sem lögreglan skoðar meðal annars er hvort að þýfið hafi verið sent úr landi en að sögn Margeirs gerir lögreglan sér ekki miklar vonir um að finna það. Einn maður er í gæsluvarðhaldi vegna málsins á grundvelli almannahagsmuna en tveir aðrir eru grunaðir í málinu en þeir sitja ekki lengur í gæsluvarðhaldi. Mennirnir eru íslenskir og hafa allir komið við sögu lögreglu áður. Fram kemur í gæsluvarðhaldsúrskurði yfir þeim sem enn er í haldi að hinir tveir sem einnig eru grunaðir í málinu haldi því fram að hann hafi skipulagt ránið.Gullsmiðjan stendur við Lækjargötu 34 í Hafnarfirði.Vísir/VilhelmSkipulagt og hrottafengið rán Margeir segir það liggja ljóst fyrir að ránið var skipulagt. Greint var frá því á Vísi að ránið hafi verið hrottafengið eins og sjá mætti á upptökum úr öryggismyndavélum verslunarinnar. Mennirnir tveir sem réðust inn í verslunina voru grímuklæddir, með öxi á lofti og ógnuðu starfsmanni á sextugsaldri sem komst undan á flótta. Starfsmanninn sakaði ekki en var mjög brugðið. Lögregla sagði myndbandið sláandi. Að ráninu loknu stukku mennirnir í hvítan Nissan jeppling, brunuðu yfir grasbala og yfir á Hringbrautina.Ekki fleiri grunaðir um aðild að ráninu Hámarkshraði í götunni er 30 kílómetrar á klukkustund en vitni segja að um ofsaakstur hafi verið að ræða. Mildi var að ekki varð líkamstjón þegar jepplingurinn ók á aðra bifreið með fólk innanborðs.Um hálftíma síðar fannst jepplingurinn mannlaus á bílastæði við gatnamót Reykjanesbrautar og Grindavíkurvegar. Aðspurður um hvort fleiri en þremenningarnir séu grunaðir um aðild að því segir Margeir lögregluna ekki hafa sannanir þess efnis enn sem komið er í höndunum. Nokkrir aðilar voru handteknir í upphafi málsins og yfirheyrðir vegna þess en hvort það skili sér í því að þeir fái stöðu sakborninga sé ótímabært að segja. Tengdar fréttir Skartgriparán í Hafnarfirði: Annar maður handtekinn með afbrotaferil og fíkniefnatengda sögu Farið verður fram á gæsluvarðhald yfir manninum sem skaut að lögreglu með loftbyssu í Keflavík í gærkvöldi. 23. október 2015 14:35 Tveir til viðbótar teknir vegna skartgriparáns Tveir menn voru handteknir í gær grunaðir um aðild að vopnuðu ráni sem framið var í Gullsmiðju í Hafnarfirði þann 22. september síðastliðinn. 30. október 2015 07:00 Lögregla biðlar til almennings: Ofsaakstur og árekstur eftir hrottalegt skartgriparán í Lækjargötu Tjónið hleypur á milljónum en starfsmaður á sextugsaldri flúði grímuklædda ræningja vopnaða exi. Einn var handtekinn í gærkvöldi eftir að hafa skotið af stuttu færi á lögreglumenn úr loftbyssu. 23. október 2015 11:15 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Þyrlan á mesta forgangi vegna manns sem féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Sjá meira
Margeir Sveinsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að verðmæti þýfis sem tekið var í skartgriparáni í Gullsmiðjunni í Hafnarfirði þann 22. október sé á bilinu 1,5 til 2 milljónir króna. Rannsókn málsins miðar vel og vonast er til þess að henni ljúki á næstu vikum. Aðeins lítill hluti þess hefur fundist og segir Margeir lögreglu í raun ekki vita hvað hafi orðið um restina af þýfinu. Eitt af því sem lögreglan skoðar meðal annars er hvort að þýfið hafi verið sent úr landi en að sögn Margeirs gerir lögreglan sér ekki miklar vonir um að finna það. Einn maður er í gæsluvarðhaldi vegna málsins á grundvelli almannahagsmuna en tveir aðrir eru grunaðir í málinu en þeir sitja ekki lengur í gæsluvarðhaldi. Mennirnir eru íslenskir og hafa allir komið við sögu lögreglu áður. Fram kemur í gæsluvarðhaldsúrskurði yfir þeim sem enn er í haldi að hinir tveir sem einnig eru grunaðir í málinu haldi því fram að hann hafi skipulagt ránið.Gullsmiðjan stendur við Lækjargötu 34 í Hafnarfirði.Vísir/VilhelmSkipulagt og hrottafengið rán Margeir segir það liggja ljóst fyrir að ránið var skipulagt. Greint var frá því á Vísi að ránið hafi verið hrottafengið eins og sjá mætti á upptökum úr öryggismyndavélum verslunarinnar. Mennirnir tveir sem réðust inn í verslunina voru grímuklæddir, með öxi á lofti og ógnuðu starfsmanni á sextugsaldri sem komst undan á flótta. Starfsmanninn sakaði ekki en var mjög brugðið. Lögregla sagði myndbandið sláandi. Að ráninu loknu stukku mennirnir í hvítan Nissan jeppling, brunuðu yfir grasbala og yfir á Hringbrautina.Ekki fleiri grunaðir um aðild að ráninu Hámarkshraði í götunni er 30 kílómetrar á klukkustund en vitni segja að um ofsaakstur hafi verið að ræða. Mildi var að ekki varð líkamstjón þegar jepplingurinn ók á aðra bifreið með fólk innanborðs.Um hálftíma síðar fannst jepplingurinn mannlaus á bílastæði við gatnamót Reykjanesbrautar og Grindavíkurvegar. Aðspurður um hvort fleiri en þremenningarnir séu grunaðir um aðild að því segir Margeir lögregluna ekki hafa sannanir þess efnis enn sem komið er í höndunum. Nokkrir aðilar voru handteknir í upphafi málsins og yfirheyrðir vegna þess en hvort það skili sér í því að þeir fái stöðu sakborninga sé ótímabært að segja.
Tengdar fréttir Skartgriparán í Hafnarfirði: Annar maður handtekinn með afbrotaferil og fíkniefnatengda sögu Farið verður fram á gæsluvarðhald yfir manninum sem skaut að lögreglu með loftbyssu í Keflavík í gærkvöldi. 23. október 2015 14:35 Tveir til viðbótar teknir vegna skartgriparáns Tveir menn voru handteknir í gær grunaðir um aðild að vopnuðu ráni sem framið var í Gullsmiðju í Hafnarfirði þann 22. september síðastliðinn. 30. október 2015 07:00 Lögregla biðlar til almennings: Ofsaakstur og árekstur eftir hrottalegt skartgriparán í Lækjargötu Tjónið hleypur á milljónum en starfsmaður á sextugsaldri flúði grímuklædda ræningja vopnaða exi. Einn var handtekinn í gærkvöldi eftir að hafa skotið af stuttu færi á lögreglumenn úr loftbyssu. 23. október 2015 11:15 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Þyrlan á mesta forgangi vegna manns sem féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Sjá meira
Skartgriparán í Hafnarfirði: Annar maður handtekinn með afbrotaferil og fíkniefnatengda sögu Farið verður fram á gæsluvarðhald yfir manninum sem skaut að lögreglu með loftbyssu í Keflavík í gærkvöldi. 23. október 2015 14:35
Tveir til viðbótar teknir vegna skartgriparáns Tveir menn voru handteknir í gær grunaðir um aðild að vopnuðu ráni sem framið var í Gullsmiðju í Hafnarfirði þann 22. september síðastliðinn. 30. október 2015 07:00
Lögregla biðlar til almennings: Ofsaakstur og árekstur eftir hrottalegt skartgriparán í Lækjargötu Tjónið hleypur á milljónum en starfsmaður á sextugsaldri flúði grímuklædda ræningja vopnaða exi. Einn var handtekinn í gærkvöldi eftir að hafa skotið af stuttu færi á lögreglumenn úr loftbyssu. 23. október 2015 11:15